Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 9

Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 9
í stnttu máli 0 Skattkerfisbreyting Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Al- þingi frumvarp um skattkerfisbreyt- ingu í anda þeirrar yfirlýsingar, sem hún gaf á meðan á kjarasamningum stóð. Er merkilegt, hvernig þetta mál ber að, því vitað var, að stjórnin hef- ur ekki meirihluta til að koma í gegn söluskattshækkun. Þessa dagana reynir á, hvort ríkisstjórnin guggnar og semur við stjórnarandstöðuna um breytingar á frumvarpinu, eða hvort einhver varastjórnarflokkur finnst til að bjarga henni, þegar í nauðina rekur. Engin fyrirstaða Hingað til hefur verið reynt að halda hækkunum búvöru í skefjun. Ekkert hefur bólað á þessu í tíð nú- verandi ríkisstjórnar. Er öllu hleypt beint út í verðlagið og það fyrr en áður. Síðan 1. ágúst 1971 hafa bú- vörur í vísitölu framfærslukostnaðar hækkað um rösklega 117% að meðal- tali og valdið yfir 30 stiga hækkun vísitölunnar. Vaxtahækkun ? Lagt mun hafa verið til viö ríkis- stjórnina aö vextir á innlánum og út- lánum yrðu hækkaðir. Ríkisstjórnin mun hins vegar hafa tekið illa í það. Flugmenn ásaka Sterling Tveir flugmenn Sterling Airways, sem er stærsta ‘leiguflugfélag á Norðurlönd- um (og í Evrópu) og er í eigu Tjöruborg- arprestsins, hafa ákært það fyrir alvar- leg brot á öryggisreglum. Vera kann, að hér sé um tilraun að ræða til að lnickkja veldi þeirra í Sviþjóð og Noregi, en eink- um sænsk leiguflugfélög hafa átt erl'itt uppdráttar. 0 Erlendar fjárfestingar í Bandaríkjunum fara vaxandi Skrif hérlendis og í öðrum Vestur-Ev- rópulöndum haí'a verið nokkuð einhliða um fjárfestingar bandariskra fyrirtækja í Evrópu. Hin hliðin á málinu er sú, að ekki fyrir ýkjalöngu voru fjárfestingar Vestur-Evrópulanda i Bandaríkjunum jafnar fjárfestingum þeirra íVestur-Ev- rópu. Nýlegar tölur sýna, að fjárfesting- ar erlendra aðilja liafa aukizt hratt í Bandarikjunum á undanförnum árum. Ymsar ástæður eru sagðar fyrir þessu. Ein er sú, að verðbólga sé lægri þar en annars staðar, önnur, að hlutabréf hafi verið í tiltölulega lágu verði, hin þriðja, að óttast sé, að þingið samþykki innan tíðar takmarkanir á slikum fjárfesting- um og að síðustu gengislækkun dollar- ans um tíma. 0 Vegur Kiruna-IMarvik Þrátt fyrir nokkur mótmæli íbúa á stöðunum, virðist allt benda til þess, að akvegur verði lagður milli Kiruna og Narvik. Náttúruverndaraöiljar hafa tekið vel í málið. FV 3 1974

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.