Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 13
Menningarmál:
Höfuðstóll Thor Thors- sjóðsins
tæplega 240 þús. doilarar
Söfnunarherferð vestan hafs hefur tekizt vel
Sjóðurinn, sem stofnaður
var 1965 til minningar um
Thor Thors, sendiherra, hefur
nú styrkt samtals tæplega 100
íslendinga til náms í Banda-
ríkjunum og liingað til Iands
hafa komið bandarískir
menntamenn til náms við Há-
skóla íslands fyrir tilstuðlan
hans. Yfirleitt eru betta 1000
dollara styrkir, sem veittir
hafa verið, en á þessu ári er
ráðstöfunarfé hans um 12.500
dollarar.
Sigurður Helgason, forstjóri
Loftleiða í New York er for-
maður sjóð;stjórnarinnar og
sagði hann frá störfum henn-
ar í samtali við F. V.
Forsaga málsins er sú, að
Thor Thors-sjóðurinn var
stofnaður fyrir forgöngu Pet-
ers Strong, formanns Ameri-
can Scandinavian Foundation
IH< IHOR ÍHOR$ KtLANÞK FVNt>
Forsíða kynningar-
bæklings sjóðsins.
í New York og hefur starf
sjóðsins síðan fariði fram inn-
an vébanda þeirra samtaka.
Með almennri söfnun vestan
hafs tókst að afla í byrjun um
50 þús. dollurum til sjóðsins
en þar af lagði Rockefeller-
stofnunin fram um 25 þús.
dali.
50 ÞÚS. DOLLARAR
FRÁ ÍSLANDI
Hér heima á íslandi hafa
þeir Þórhallur Ásgeirsson,
ráðuneytisstjóri, Jónas Haralz,
bankastjóri og Pétur Thor-
steinsson, ráðuneytisstjóri, ver-
iði forvígismenn um að afla
sjóðnum framlaga frá ýmsum
íslenzkum aðilum, og var unnt
að leggja þannig til 50 þús.
dollara frá íslandi á móti
stofnfénu bandaríska. Auk
þessara þriggja íslendinga hafa
Sigurður Helgason, Haraldur
Kröyer, Stefán Wathne, Sonja
Benjamínsson og Áskell Löwe
starfað ötullega fyrir sjóðinn.
Hannes Kjartansson, ambassa-
dor, serh nú er látinn, var lika
í hópi fyrirsvarsmannanna
vestan hafs og átti sæti í
stjórn sjóðsins.
TAKMARKIÐ 250 ÞÚS.
DOLLARAR
Árið 1969 var ákveðið að
hefja skipulega söfnun fyrir
sjóðinn vestan hafs. Markmið-
ið var að höfuðstóll sjóðsins
kæmist í 250 þús. dollara með
þessu átaki. Var leitað til fyr-
irtækja og einstaklinga um
framlög og sagði Sigurður
Helgason, að ýmis bandarísk
‘fyrirtæki, sem viðskipti gera
við íslendinga, hefðu lagt sitt
af mörkum en í söfnunarher-
Sigurður Helgason,
forstjóri.
ferðinni voru fyrirtæki þessi
beðin að gefa 250 dollara.
Slík framlög eru frádrátt-
arbær á skattaframtali. Ár-
angurinn af þessari herferð
voru framlög, er námu 42 þús.
dollurum til ársloka 1973. Til
viðbótar því kom svo framlag
Árna Helgasonar, ræðismanns
íslands í Chicago en hann arf-
leiddi Thor Thors-sjóðinn að
86 þús. dollurum.
Árni Helgason var ættaður
úi' Hafnarfirði en fór ungur
vestur um haf. Hann nam raf-
magnsverkfræði í háskóla í
N.-Dakota og starfaði síðan
með Hirti Thordarson, sem
rak fyrirtækið Thordarson
Electric í Chicago. Árni stofn-
aði seinna sitt eigið fyrirtæki,
Chicago Transfer Corp. og rak
það æ síðan. Hann varð ræðis-
FV 3 1974
13