Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.03.1974, Qupperneq 15
maður íslands í Chicago árið 1942 og kom oft til íslands. I erfðaskrá sinni arfleiddi hann Thor Thors-sjóðinn að hluta af eignum sínum en hann dó árið 1970, barnlaus. HLUTABRÉF OG SKULDABRÉF Samanlagt nam höfuðstóll sjóðsins 239 þús. dollurum, þegar arfurinn eftir Árna Helgason var meðreiknaður. Ásamt öðrum sjóðum Ameri- can Scandinavian Foundation, sem nema samtals um 5 millj- ónum dollara, er fjármagn Thor Thors-sjóðsins ávaxtað í hlutabréfum og skuldabréfum. Að jafnaði mun sjóðurinn fá um 5% arð árlega, sem er til ráðstöfunar í styrkveitingum. Það er Íslenzka-ameríska félag- ið á íslandi, sem milligöngu hefur um þessar styrkveiting- ar en eins og áður sagði hafa um 100 íslendingar notið góðs af og nokkrir Bandaríkja- menn. Það eru um 20 greinar háskólanáms, sem þessir styrk- þegar hafa lagt stund á en að auki hafa íslenzkir kennarar verið styrktir til þátttöku í sumarnámskeiðum Luther Col- lege og hlotið að jafnaði um 300 dollara til þess. Að sögn Sigurðar Helgason- ar hafa undirtektir fyrirtækja og einstaklinga við beiðni sjóðsstjórnar um framlög, yfir- leitt verið mjög góðar og væri þetta framtak talandi tákn um árangur, er einstaklingar gætu náð án atbeina ríkisvaldsins. Félagar í Íslendingafélögunum vestan hafs hefðu lagt þessu máli lið og unnið ágætt starf en í þeim munu nú vera lið- lega 2500 félagar. Orkumál: Jarðgufuaflsstöð í Henglinum fyrir Reykjavlkursvæðið? Stjórn Landsvirkjunnar hefur gert ákveðnar tillögur um næstu virkjanir Reykjavíkurborg á Landsvirkjun til helminga á móti ríkinu. Breytt viðhorf í orkumál- um heimsins undanfarna mánuði hafa meðal annars leitt til áætlanagerðar hér á landi um hröðun framkvæmda vegna aukinnar orkuframleiðslu úr innlendum hráefnum, ef svo mætti segja. Stjórn Landsvirkjunar hefur að undanförnu tekið til með- ferðar, hvað við skuli taka af Sigölduvirkjun, sem nú er í smíðum, en, eins og lög Lands- virkjunar mæla fyrir um, hvíl- ir á fyrirtækinu sú skylda að byggja og starfrækja mann- virki til vinnslu og flutnings á raforku til almenningsnota og iðnaðar á orkuveitusvæði sínu. Fyrir nokkru samþykkti stjórn Landsvirkjunar að í eft- irtalinn undirbúning skuli ráðr izt og að því stefnt, að honum verið lokið innan árs: 1. Gerð verði útboðslýsing á- samt nauðsynlegum viðbót- arrannsóknum á um 850 gígavatta virkjun Tungnaá- ar við Hrauneyjafoss. Áætl- aður kostnaður við þetta verk er 60 millj. króna. 2. Gerð verði hagkvæmnis- skýrsla ásamt nauðsynleg- um rannsóknum um 450 gígavatta virkjun við Sult- artanga, neðst í Tungnaá. Áætlaður kostnaður við þetta verk er 25 millj. króna. 3. Gerð verði í samvinnu við Reykjavíkurborg hag- kvæmnisskýrsla ásamt nauð- synlegum rannsóknum um 400 gígavatta jarðgufuvirkj- un í Hengli. Áætlaður kostnaður við þetta verk er 20 millj. króna. 4. Leitað verði samninga við Verkfræðiskrifstofu Sigurð- ar Thoroddsen og Harza Engineering International Company um undirbúnings- vinnuna við vatnsaflsvirkj- anirnar. Einnig verði í sam- ráði - við Reykjavíkurborg leitað samninga við hæfa sérfræðinga um undirbún- ingsvinnu við jarðgufuvirkj- unina. Þá segja forráðamenn Lands- virkjunar ennfremur, að orku- spá sú, sem gerir ráð fyrir ör- astri aukningu almennrar notkunar sýni, að ný virkjun verði að taka til starfa á árinu 1980, en ári síðar, ef aukning notkunar verður hægari. í báðr um tilvikum er reiknað með málmblendiverksmiðju við Hvalfjörð. Stjórn Landsvirkj- unar segir, að virkjun við Hrauneyjafoss geti verið tilbú- in nægjanlega snemma til þess að mæta örastri aukningu markaðarins, ef strax verður hafizt handa um gerð útboðs- gagna. Ef orkuaukningin vex hægar er nauðsynlegt að eiga einnig aðrar og jafnframt minni virkjanir undirbúnar, sem til starfa gætu tekið nægj- anlega snemma. Verður að teljast nauðsynlegt, að sögn forráðamanna Landsvirkjunar, að ráðast þegar í stað í gerð hagkvæmnisskýrslna um virkj- un við Sultartanga og jarð- gufustöð í Hengli. ORKUSPÁR ENDURSKOÐAÐAR Verkfræðideild Landsvirkj- unar hefur lokið við endur- skoðun á fyrri orkuspám og þeim virkjunarkostum, sem fyrir hendi eru til þess að mæta orkumarkaðinum, þegar Sigölduvirkjun sleppir, en á- ætlað er að sú virkjun taki til starfa fyrir haustið 1976. Þrjár mismunandi orkuspár hafa verið gerðar. í þeirri fyrstu er gert ráð fyrir rúm- lega 6% vexti hins almenna markaðar en það er sá vöxtur, sem Alþjóðabankinn reiknar FV 3 1974 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.