Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Side 23

Frjáls verslun - 01.03.1974, Side 23
Ef nahagsmál: Sfafangur - miðstöð olíuiðnaðarins í IMoregi Strandlengjan og höfnin við Stafangur í Noregi hafa lítið breytzt. Gamlar timbur- byggingarnar standa á barmi brattra kletta, sem ná niður í flæðarmál. Og svona hefur það verið öldum saman. Sjómennirnir labba um á bryggjunum og horfa til hafs. Á útimarkað- inum uppi á hæðinni er enn hægt að kaupa kartöflur og kálmeti og rauð, girnileg norsk ber. Efst á hæðinni stendur dómkirkjan í Stafangri, sem lætur ekkert á sjá þó að hún sé 800 ára gömul. Fagur vordagur við höfnina í Stafangri. höifn, aukið sölu á steiikarkjöti En undir þessu yfirborði hefur margt tekið breytingum, því að Stafangur er miðstöð olíuleitar og olíuvinnslu Norð- manna. Þar er viðgerða- og birgðastöð fyrir þá liðlega tíu olíupalla, sem að staðaldri eru að leita að olíu á botni Norð- ursjávarins. Mjólk og egg handa neyzlufrekum áhöfnum pallanna, járn í borana, gas- kútar fyrir rafsuðumennina — allt kemur þetta frá Stafangri, flutt á löngum birgðaskipum með opnu dekki. Og þegar á- hafnir pallanna hafa lokið störfum sínum á sjónum í bili kemur þyrla frá Stafangri til að flytja þá í land. Venjulegur ferðamaður í Stafangri verður kannski ekki svo ýkja mikið var við merki um olíuleitina. Að vísu eru jú nýir gestir að staðaldri í mót- tökusölum hótelanna, menn, sem selja rafeindabúnað, pípur og bolta, prófunartæki, kafara- búninga og allt annað sem menn þarfnast til olíuleitar á hafsbotni. Þarna eru for- stjórar olíufyrirtækja, lögfræð- ingar þeirra og blaðamenn, sem skrifa um olíuna. Inn á milli eru líka áhugamannahóp- ar, sem komnir eru til að kanna, hvernig yfirvöldum í Stafangri tekst að hafa hemil á allri þessari öru framþróun. „180 GRÁÐA STEFNUBRE YTING“ Það er ekki hægt að fá nokkur þúsund aðkomumenn til fastrar búsetu án þess að bæjarbragui’inn breytist eitt- hvað lítillega. Mathákar frá Texas verða að fá mat eins og þeir borða heima í Texas og þess vegna hefur Albert Idsöe, sem á kjötverzlun niðri við eins og það gerist í Ameríku. Það er meira lausafé í Staf- angri en áður, meira að gera í bönkunum, aukin þörf fyrir húsbyggingar. A1 Vick, borun- arstjóri hjá Philips Petroleum segir: „Olían hefur breytt stefnu þessa bæjarfélags um 180 gráður". Það sem athyglisverðast FV 3 1974 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.