Frjáls verslun - 01.03.1974, Side 29
SaniíðamaÉur
Kristín Þorkelsdóttir, auglýsingateiknari:
„Vantar nauðsynlega nýja löggjöf
um auglýsingar”
— Auglýsingastofurnar verða að endurskoða þá stefnu, að þjóna aðeins
einu fyrirtæki á hverju viðskiptasviði
Kristín Þorkelsdóttir, auglýsingateiknai-i, er fædd i
Iíeykjavík 4. desember 1936. Hún er dóttir hjónanna Þorkels
Sigurðssonar, vélstjóra, og Önnu Þ. Sigurðardóttur. Að loknu
landsprófi hóf Kristín nám í Handíða- og myndlistarskólan-
u.m og lauk teiknikennaraprófi 3 árum síðar, en lagði jafn-
framt stund á nám í tauþrykki og batik einn vetur. Kristín
er sjálfmenntuð sem auglýsingateiknari.
Kristín hefur unnið til
margra verðlauna sem teikn-
ari, þ. á. m. tók hún þátt í
samkeppni um gerð merkis
iðnsýningarinnar 1966 og
merkis Náttúruverndarráðis.
Hún varð hlutskörpust í bæði
skiptin. í umbúðasamkeppni,
sem efnt var til af félagi ís-
lenzkra iðnrekenda 1968, hlaut
hún sjö viðurkenningar, og
síðast en ekki sízt vann hún
í samkeppni þjóðhátíðarnefnd-
ar um þjóðlhátíðarmerkið 1974.
Auglýsingastofa Kristínar
Þorkelsdóttur, sem starfrækt
er í Kópavoginum, hefur einn-
ig unnið til ýmissar viður-
kenningar m. a. vann sjón-
varpsauglýsingakvikmynd fyr-
ir Ádam, sem gerð var á stof-
unni, til verðlauna, sem bezta
sjónvarpsauglýsing ársins
1970. Þá hlaut stofan fjórar
viðurkenningar í umbúðasam-
keppni F.Í.I. 1972.
Tcikniborðið mikið til undir-
Iagt og hugmynd að sjónvarps-
auglýsingu að fæðast. Hug-
myndin er útfærð á svokallað
„storyborð“, sem sýnir upp-
drátt af hverri senu ásamt
áætlaðri tímalengd hennar.
Kristín er gift Herði Daní-
elssyni og eiga þau þrjá syni.
F.V.: — Hvað réði bví að
þú fórst að gera auglýsingar,
Kristín, og hvað er langt síðan?
Kristín: — Það var hreint
brauðstrit, sem réði þessu, ég
byrjaði að einhverju ráði árið
1960, en þetta varð afskaplega
skemmtilegt brauðstrit á end-
anum.
F.V.: — Hverjir voru fyrstu
viðskiptavinir þínir og hvemig
voru vcrkefnin?
Kristín: — Með fyrstu við-
skiptavinum mínum var t. d.
Magnús Víglundsson með Sam-
einuðu verksmiðjuafgreiðsluna
(SAVA), sem var með stærri
fyrirtækjum í fataiðnaðinum
þá. Verkefnin komu slitrótt til
mín, ein og ein umbúð, blaða-
auglýsing og svo bíóauglýsing-
ar. Ég gerði geysimikið af
bíóauglýsingum þá. Þær voru
með betri tækifærum til að
koma fullum litum á fram-
færi, bæði í ljósmynd og teikn-
ingu.
Ég þurfti að gera allt sjálf,
sem við kom auglýsineafaginu,
bæði texta og teikningar.
Dæmi þess eru t. d. slagorð
fyrir Trico sokka: „Enginn
stendur á gati í Trico sokkum“
og annað slagorð, sem kom nú
FV 3 1974
29