Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.03.1974, Blaðsíða 29
SaniíðamaÉur Kristín Þorkelsdóttir, auglýsingateiknari: „Vantar nauðsynlega nýja löggjöf um auglýsingar” — Auglýsingastofurnar verða að endurskoða þá stefnu, að þjóna aðeins einu fyrirtæki á hverju viðskiptasviði Kristín Þorkelsdóttir, auglýsingateiknai-i, er fædd i Iíeykjavík 4. desember 1936. Hún er dóttir hjónanna Þorkels Sigurðssonar, vélstjóra, og Önnu Þ. Sigurðardóttur. Að loknu landsprófi hóf Kristín nám í Handíða- og myndlistarskólan- u.m og lauk teiknikennaraprófi 3 árum síðar, en lagði jafn- framt stund á nám í tauþrykki og batik einn vetur. Kristín er sjálfmenntuð sem auglýsingateiknari. Kristín hefur unnið til margra verðlauna sem teikn- ari, þ. á. m. tók hún þátt í samkeppni um gerð merkis iðnsýningarinnar 1966 og merkis Náttúruverndarráðis. Hún varð hlutskörpust í bæði skiptin. í umbúðasamkeppni, sem efnt var til af félagi ís- lenzkra iðnrekenda 1968, hlaut hún sjö viðurkenningar, og síðast en ekki sízt vann hún í samkeppni þjóðhátíðarnefnd- ar um þjóðlhátíðarmerkið 1974. Auglýsingastofa Kristínar Þorkelsdóttur, sem starfrækt er í Kópavoginum, hefur einn- ig unnið til ýmissar viður- kenningar m. a. vann sjón- varpsauglýsingakvikmynd fyr- ir Ádam, sem gerð var á stof- unni, til verðlauna, sem bezta sjónvarpsauglýsing ársins 1970. Þá hlaut stofan fjórar viðurkenningar í umbúðasam- keppni F.Í.I. 1972. Tcikniborðið mikið til undir- Iagt og hugmynd að sjónvarps- auglýsingu að fæðast. Hug- myndin er útfærð á svokallað „storyborð“, sem sýnir upp- drátt af hverri senu ásamt áætlaðri tímalengd hennar. Kristín er gift Herði Daní- elssyni og eiga þau þrjá syni. F.V.: — Hvað réði bví að þú fórst að gera auglýsingar, Kristín, og hvað er langt síðan? Kristín: — Það var hreint brauðstrit, sem réði þessu, ég byrjaði að einhverju ráði árið 1960, en þetta varð afskaplega skemmtilegt brauðstrit á end- anum. F.V.: — Hverjir voru fyrstu viðskiptavinir þínir og hvemig voru vcrkefnin? Kristín: — Með fyrstu við- skiptavinum mínum var t. d. Magnús Víglundsson með Sam- einuðu verksmiðjuafgreiðsluna (SAVA), sem var með stærri fyrirtækjum í fataiðnaðinum þá. Verkefnin komu slitrótt til mín, ein og ein umbúð, blaða- auglýsing og svo bíóauglýsing- ar. Ég gerði geysimikið af bíóauglýsingum þá. Þær voru með betri tækifærum til að koma fullum litum á fram- færi, bæði í ljósmynd og teikn- ingu. Ég þurfti að gera allt sjálf, sem við kom auglýsineafaginu, bæði texta og teikningar. Dæmi þess eru t. d. slagorð fyrir Trico sokka: „Enginn stendur á gati í Trico sokkum“ og annað slagorð, sem kom nú FV 3 1974 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.