Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Page 31

Frjáls verslun - 01.03.1974, Page 31
Óli Örn Andreassen (lengst t. v.) og Hörður Daníelsson (lengst t. h.) undirbúa töku sjónvarpsaug- lýsingar með nokkrum skellinöðrupiltum í aðalhlutverkum. reyndar seinna fram: „Ostur er veisiukostur". Það er enn í fullri notkun. F.V.: — Hvernig var aðstað- an til að vinna að verkeínun- um? jj^, Kristín: — Næði til að sinna verkeínum var bezt á kvöidin eftir að strákarnir voru sofn- aðir og svo fram eftir nóttu. Eg heid að sjaldan hafi verið siokkt hjá okkur á nóttunni fyrr en um fjögurleytið. Þetta kom auðvitað niður á mér á morgnana. Eg man eftir einu tilieiii þegar næturvökurnar fóru alveg með mig. Ég hafði verið að undirbúa útstillingu i Málaragluggann aðfaranótt mánudags og ekkert getað lagt mig. Síðan tók ég til við út- stillinguna eftir hádegið og var að vinna við hana eftir lokun um kvöldið, þá kom Hörður að mér steinsofandi ofan á gólfteppabingnum í gólfteppadeildinni. F.V.: — Hvenær varð aug- Iýsingastofan til? Kristín: — Auglýsingateikn- un var fyrst eins konar tóm- stundavinna hjá mér, og mað- urinn minn, Hörður Daníels- son, veitti mikið aðhald með því að skoða gaumgæfilega og gagnrýna verkin, áður en ég lét þau frá mér fara. Reynslan leiddi svo í ljós, að markaður- inn var geysistór og sífellt varð meira að gera. Maðurinn minn varð nú beinn þátttakandi í starfinu og Friðrika Geirsdótt- Hér er sjónvarpsauglýsing að mótast í klippiborðinu. Kristín er klippistjóri í þessu tilfelli, en Hörður maður hennar klipp- ari. ir kom til starfa með okkur sem teiknari. Það sýndi sig fljótlega, að þörf var á fleirum en teiknur- um til starfa á stofunni, en þá kom Bjarni Grímsson, reyndur verzlunarmaður, til starfa með okkur og hefur annazt mark- aðsmálin síðan. Fyrir fjórum árum leigðum við jarðhæð hér í Kópavogin- um fyrir stofuna, en fluttum í þau húsakynni, sem auglýs- ingastofan er nú í, á Álfhóls- vegi 5, fyrir tæpum tveimur árum. F.V.: — í hverju felst munur á auglýsingateiknistofu og aug- lýsingastofu? Kristín: — Það má segja, að það sé síður tekið við einstök- um verkbeiðnum á auglýsinga- stofu en teiknistofu. Áuglýs- ingastofa vegur og metur þarf- ir viðskiptavinarins og gefur ráðleggingar eftir því. Við veitum alhliða þjónustu, en teiknistofur eru miðaðar við að veita teikniþjónustu. Til þess að geta veitt alhliða þjónustu settum við á stofn kvikmyndadeild fyrir tveimur árum. Nú starfa þar tveir menn allan daginn og er mað- urinn minn annar þeirra. Við gáfumst hreinlega upp á þvi að leita alltaf út fyrir stofuna til að fá sjónvarpsauglýsingar unnar. Að þessu leyti stöndum við hvað bezt að vígi allra stof- anna. í fyrstu óttuðumst við að deildin fengi ekki nóg að gera, en reynslan hefur sýnt annað, og við erum hreykin af að hafa tekið þetta stökk og komið nið- ur á lappirnar. F.V.: — Er mjög fast á það sótt af hálfu aðstandenda hinna ýmsu blaða og tímarita að knýja út auglýsingar hjá ykk- ur? Kristín: — Þetta var plága. Það var búið að koma því inn FV 3 1974 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.