Frjáls verslun - 01.03.1974, Page 49
Grundar-
fjörður
Einnig í Grundarfirði byggir
fólkið afkomu sína á útgerð
og fiskvinnslu. Þar eru gerðir
út 18 bátar 15-105 tonn að
stærð. Fiskvinnslan fer fram í
Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar
'h.'f., fiskverkunarstöði Soffaní-
asar Cecilssonar og í rækju-
verksmiðju Júlíusar Gestsson-
ar. Væntanleg eru nýtt 150
tonna skip og í september nýr
skuttogari, sm'íðaður hjá Stái-
vík h.f. og eign Guðmundar
Runólfssonar o. fl.
Hafnarframkvæmdir eru
fyrirhugaðar fyrir 18,5 millj.
kr., en aðalverkefni hreppsins
er bygging á nýju skólahús-
næði, sem að nokkru leyti heif-
ur verið tekið í notkun. Börn
Stykkis-
hólmur
og
Búðardalur
Frá Stykkishólmi eru gerðir
út um iþað bil 10 bátar, 50-80
tonn, og fer fiskvinnslan fram
í Hraðfrystihúsi Sigurðar Ág-
ústssonar, Skelfiskvinnslunni
h.f., og hjá Raekjunesi h.f.
Önnur aðalatvinnugreinin er
iðnaður, og vinna nú um 80
manns i skipasmíðastöðinni
Skipavík h.f., Trésmiðju
Stykkishólms h.f., Trésmiðj-
unni Ösp h.f., og í húsgagna-
gerðinni Aton.
Töluverðiur ferðamanna-
straumur er á sumrin, og
byggir Þór h.f., stórt nýtt hót-
el, sem nú er rúmlega fokhelt.
Þórsnes h.f. ráðgerir byggingu
á fiskverkunarhúsi, en á veg-
um hreppsins er framkvæmd-
á skólaskyldualdri eru tæp
200, sem er óvenju hátt hlut-
fall af íbúafjölda. Aðrar helztu
framkvæmdir sveitarfélagsins
í ár eru götur og holræsi og
undirbúningur vegna nýrra
byggingarlóða m. a. með jarð-
arkaupum.
um að ijúka við vatnsveitu,
sem kostar um 20 millj. króna.
Aformuð er bygging á 8 íbúða
fjölbýlishúsi, og úthlutað hef-
ur verið 25 einbýlishúsalóðum
í ár.
Búðardalur er miðstöð verzl-
unar og þjónustu í Dalasýslu.
Stærsti vinnuveitandinn er
Kaupfélag Hvammsfjarðar sem
rekur sláturhús og allar al-
gengustu þjónustugreinar, en
Mjólkursamlagið er vinnslu-
stöð mjólkurafurða.
Helztu framkvæmdir á næst-
unni er bygging frystihúss á
vegum kaupfélagsins og barna-
skólahús sem Laxárdalshrepp-
ur byggir. Miklar vonir eru
tengdar hugsanlegri leirverk-
smiðju við Búðardai, en fyrstu
rannsóknir á leirnum benda
til þess, að vinnsla hans gæti
orðiið hagkvæm.
FV 3 1974
49