Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Side 51

Frjáls verslun - 01.03.1974, Side 51
ÞÖRF A ÁTAKI í GATNA- OG UMHVERFISMALUM Hér á undan hefur verið skýrt frá grundvelli atvinnu- lífs og helztu framkvæmdum í kaupstöðum og kauptúnum Vesturlands. Þeim er það öll- um sameiginlegt, að í kjölfar gagngei’ðra umbóta á fisk- vinnslustöðvunum samkvæmt hraðfrystihúsaáætluninni hef- ur þörfin á að gera átak í gatna- og umhverfismálum aukizt. Gerðiar hafa verið kostnaðaráætlanir fyrir varan- lega gatnagerð á öllum stöðun- um, en hún er vart hafin nema á Akranesi og í Borgar- nesi. Á vegum Samtaka sveit- arfélaga í Vesturlandskjör- dæmi er rannsóknum og áætl- un vegna olíumalarframleiðslu að ljúka með jákvæðum ár- angri. Framkvæmd þessara á- ætlana er sveitarfélögunum hinsvegar íjárhagslega ofviða með óbreyttum tekjustofnum, nema á löngum tíma. Mikill 'Sikortur er á íbúðar- húsnæði, en þrátt fyrir stór- auknar 'húsbyggingar hefur ekki tekizt að fullnægja eftir- spurninni. Öll sveitarfélögin leggja fram mikið fé í nýjar götur og holræsi og til að gera lóðir byggingarhæfar. Á Vesturlandi er eitt stórt orkuver, Andakílsárvirkjun, sem er sameign Akraneskaup- staðar, Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu. Orkuvinnsla þess 1972 var 28.741 MWh. Um þriðjungur af orkuöflun kjör- dæmisins er aðkeypt orka. Tvö sjúkrahús eru á Vestur- landi, á Akranesi og í Stykkis- hólmi. Gert er ráð fyrir heilsu- gæzlustöðvum í Borgarnesi, Ó'l- afsvík og Búðardal. Grunn- skólar eru í öllum þéttbýlis- 'stöðvunum og víða í sveitun- um, en sérskólar, Samvinnu- skóli á Bifröst, bændaskóli á Hvanneyri, húsmæðraskólar á Varmalandi og Staðarfelli og iðnskólar á Akranesi, Borgar- nesi og Stykkishólmi. Nú er verið að gera ítarlega könnun á skólaskipan fyrir næstu framtíð á vegum Samtaka sveitarfélaga í Vesturlands- kjördæmi. í Söluskálinn við íþróttablaðinu Ólafsbraut, Ólafsvík er lesefni fyrir alla, ekki sízt þá, sem hafa áhuga á íþróttum og vilja gæta heilsu sinnar. Býður: Shell, Esso og BP þjónustu. Hjólbarðaviðgerðir. öl, sælgæti, tóbak og allar nauðsynlegar ferða- og ljósmyndavörur. • Nesti. Áskriftarsímar: Smáréttir — kaffi, og samlokur. 82300 - 82302. Opið frá fel. 9.00 — 23.00 FV 3 1974 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.