Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 55

Frjáls verslun - 01.03.1974, Síða 55
Fyrirtaeki,Hiirur. þjénusia Coca Cola: 27 þúsund flöskur á klukkustund Rætt vift Pétur Björnsson, forstjóra Kók-verksmiðjan er ein fullkomnasta ftosdrykkjarverksmiðja á landinu. íslendingar drekka meira kók en flestar aðrar þjóðir heims, eða sem svarar til 7 kassa á hvert mannsbarn á íslandi á ári. Kókið, sem oft liefur verið kallað í gríni þjóð- ardrykkur íslendinga hefur verið framleitt lengst allra gosdrykkja í heiminum eða í tæplega 100 ár. Aðalstöðvar Coca Cola eru nú í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum og verða allar kók verksmiðjum í heiminum að fylgja þessum reglum í framleiðislunni, sem þar eru settar. Kók er nú framleitt i allflestum iöndum heims, und- ir ströngu eftirliti, og er í eigu innlendra aðila. Kók var fyrst framleitt á íslandi árið 1942 og var fyrsti forstjóri Coca Cola, Björn Ólafsson, en nú- verandi forstjórar eru Pétur Björnsson og Ki'istján Kjart- ansson. F.V. átti nýlega samtal við Pétur Björnsson og innti hann eftir starfsemi fyrirtækisins. 27 ÞÚS. FLÖSKUR Á KLUKKUSTUND Nýlega tók til starfa ný og mjög fullkomin kók verk- smiðja á nýja iðnaðarsvæðinu í Árbæjarhverfi. Verksmiðja þessi er fullkomnasta gos- drybkjaverksmiðja á landinu, nær sjálfvirk og afkastageta hennar er 27 þúsund flöskur á klukkustund. Kassar með tómum flöskum koma af lager. Eru þær færð- ar upp á færibönd með vélum. Síðan tekur við, vel, sem tek- ur tómu flöskurnar upp úr kössunum og flytur þær á annað færiband. Síðan fara þær í þvottavél, sem þvær flöskurnar upp úr mismunandi vö-kvum, en að síðustu eru þær skolaðar. Að þvotti lokn- um eru flöskurnar gegnum- lýstar og þær flöskur sem eru brotnar eða gallaðar teknar út. Þá halda flöskurnar áfram á færibandi í ásetningu, þar sem þær eru fylltar af gosdrykkj- um, sem áður hefur verið blandaður í þar til gerðum vél- um. Að öllu þessu loknu eru tapparnir settir á flöskurnar í vél, en halda síðan áfram á færibandi í kassana, sem áðúr hafa verið þvegnir vel og vandlega í sjálfvirkni þvotta- vél. Að lokum eru kassarnir með kókinu færðir á lager til- búnir til útkeyrslu. HÖRGULL Á STÖRUM FLÖSKUM Um 95% af framleiðslu verksmiðjunnar er kók, en Freska um 5% framleiðslunn- ar. Að sögn Póturs eykst notk- un þess drykkjar stöðugt. Þá framleiðir nýja kók verksmiðj- an einnig nokkrar tegundir drykkja frá Coca Cola í Bandaríkjunum fyrir kæli- tanka með krana, sem mikið eru notaðir á veitingastöðum og matsölustöðum. Efnið í kókið, sem íslend- ingar drekka kemur aðallega frá Brússel, þar sem fram- leiðsla þess fer fram. í kókinu eru ýmsar efnablöndur, en einnig er í því kolsýra, sem myndar gosið í drykknum. Að sögn Péturs, er haft mjög mik- ið gosmagn í þvi kóki sem framleitt er hér, vegna þess að íslendingar vilja svo mikið magn goss. Vegna þessa þarí kók verksmiðjan íslenzka að sækja um undanþágu til aðal- stöðvanna í Bandaríkjunum. Nokkur önnur lönd nota einnig jafn mikið magn kol- sýr-u í kó-k, og mé þar nefna Norðurlöndin og Kanada. FV 3 1974

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.