Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Side 56

Frjáls verslun - 01.03.1974, Side 56
5 stærðir af kókflöskum eru til í heiminum, en aðeins eru notaðar hér á landi tvær stærðir. Fyrst var farið að nota stærri gerðina af kók- flöskum um jólaleytið 1967, en síðan hefur stóra flaskan unnið stöðugt á, að sögn Pét- urs. Talnalega séð er notkunin i stóru flöskunum rétt rúmlega 50%, en að sögn Péturs hefur ekki verið unnt að anna eftir- spurn í stóru flöskunum sér- staklega vegna yfirstandandi olíukreppu. Sagði Pétur, að nú væri orðið nokkuð erfitt að fá flöskur og væru þær orðnar geysilega dýrar, eða milli 16- 20 krónur í innkaupum. BREYTT FYRIRKOMULAG í FRAMLEIÐSLU Um 200 manns eru nú á launaskrá hjá kók verksmiðj- unni á Ártúnshöfða, og flutti allt starfsfólkið úr verksmiðj- unni Vífilfelli í nýju verk- smiðjuna á Ártúnshöfða. Sagði Pétur að nú væri verið að vinna að því að finna nýjan starfsvettvang fyrir gömlu Víf- ilfellsverksmiðjuna. Flestir vinna við framleiðslu og dreifingu eða milli 60-70 manns, bílar eru í stöðugum útkeyrslum með kók allan daginn. Þá vinna einnig nokkr- ir að skrifstofustörfum. Verk- smiðjustjóri er Smári Wírum. Að sögn Péturs, er verið að vinna að því nú að breyta fyr- irkomulaginu í framleiðslu og dreifingu og samræma það því fyrirkomulagi sem er erlendis. Pétur Bjöi’nsson vildi geta þess að gosdrykkjaiðnaðurinn í heiminum hefði dregizt tals- vert aftur úr almennum vísi- töluverðhækkunum s.l. áratugi samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru árið 1960. TVÖ HEIMSFRÆG AUGLÝSINGALÖG Öllum auglýsingum sem birtast hér sem erlendis er stjórnað frá aðalstöðvum Coca Cola í Bandaríkjunum, að sögn Péturs. Coca Cola notar ákveðna upphæð árlega til að auglýsa og 'hefur fyrirtækið samræmda alheimsstefnu í auglýsingamálum, og eru sömu auglýsingarnar sýndar á sama tíma víða um heim. Tvisvar 'hefur Coca Cola látið semja lög fyrir auglýsingar og hafa þau bæði orðið mjög vinsæl. Er þar fyrst að nefna lag sem kom fram á stríðsárunum og sungið var af Andrews systrum. Það lag hlaut strax heimsfrægð. Seinna lagið er frekar nýtt og var á hvers manns vörum fyrir u. þ. b. 2 árum. Það lag syngur hópur ungs fólks undir berum himni og var það kallað “It’s a real thing”. Að sögn Péturs Björnssonar hefur Coca Cola fyrirtækið selt útgáfuréttinn á lögum þessum, en fengið alltaf vissa upphæð af gróðanum, sem síð- an er gefið til góðgerðarstarf- semi. Prjónastofan Iðunn hf: 60 þúsund peysur framleiddar í ár Rætt við IXIjál Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Iðunn framleiðir eingöngu peysur fyrir innanlandsmarkað. Prjónastofan Iðunn h.f., á Seltjarnarnesi er með eldri starfandi fyrirtækjuin í prjóna- iðnaðinum á landinu, en fyrir- tækið var stofnað árið 1934, sem hlutafélag. Núverandi eig- endur tóku við því árið 1950, en áður hafði starfsemi þess gengið nokkuð misjafnlega, m. a. vegna ýmissa hamla á efn- um til framleiðsl'unnar. Hinir nýju eigendur hófu þegar upp- byggingu prjónastofunnar, cnda hefur árangurinn sýnt sig. Ein mesta breyting í starfs- sögu fyrirtækisins var þeigar prjónastofan flutti í nýtt og fullkomið 1200 m- húsnæði, að Skerjabraut 1, og var það tekið í notkun á árinu 1968. f þessu húsnæði er prjónastofa, saumastofa, lager og skrifstof- ur og fer öll önnur starfsemi fyrirtækisins þar fram. Kom þetta m. a. fram í viðtali sem F.V. átti við framkvæmda- stjóra prjónastofunnar Iðunn- ar, Njál Þorsteinsson. 60 ÞÚS. PEYSUR Á S.L. ÁRI Prjónastofan Iðunn h.f. framleiðir eingöngu peysur fyrir innanlandsmarkað á börn og fullorðna. Eru þær úr acrylefnum, sem flutt eru inn frá Danmörku og Belgíu. Við fyrirtækið starfa nú 25 starfs- menn. Margar þeirra kvenna, sem vinna að framleiðslunni eru húsmæður, sem vilja vinna úti allan daginn, eða einhvern hluta úr degi. Hér nýtist vinnuafl, sem af öðrum ástæð- 5G FV 3 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.