Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Side 59

Frjáls verslun - 01.03.1974, Side 59
Halldór Jónsson hf: IVfarkaðurinn allt of lítill Þegar komið er á skrifstofu Halldórs Jónssonar h.f. að Ell- iðavogi 117, má sjá, að þar er allt húsnæðið nýinnréttað. F. V. átti nýlega viðtal við for- stjóra fyrirtækisins, Halldór Jónsson og innti hann fyrst eftir því, hvort fyrirtækið hefði verið lengi í þessu hús- næði. — Skrifstofan fluttist hing- að í ágúst 1973, en hún var áður í leiguhúsnæði að Hafnar- stræti 18. Verksmiðjan Voga- fell h.f. sem er dótturfyrirtæki Halldórs Jónssonar h.f. var í þessu húsnæði áður. Nú er Vogafell flutt í nýbyggingu á þessari sömu lóð, en skrifstofa og efnaverksmiðja Halldórs Jónssonar h,f. er í þessu hús- næði nú. — Hvaða starfsemi annast þessi fyrirtæki, og hvað starfa margir við þau? — Hjá báðium fyrirtækjun- um starfa um 40 manns. Voga- fell h.f. flytur inn svamp frá Dunlop í Englandi í stórum blokkum og sker svampinn niður í dýnur, eftir því, sem viðskiptavinirnir kjósa. Innan fyrirtækisins starfar sauma- stofa, sem saumar utan um dýnurnar ef viðskiptavinirnir óska þess. Auk þess flytur fyr- irtækið inn ýmsar vörur, sem húsgagnabólstrarar nota til framleiðslu sinnar. Halldór Jónsson h.f. annast innflutning, sölu og dreifingu á snyrtivörum og auk þess talsverða framleiðslu. Snyrti- vörunum má, skipta í aðal- atriðum í tvo flokka þ. e. hár- greiðsluvörur og aðrar snyrti- vörur. Framleiðsla okkar er fyrst og fremst á sviði hár- greiðsluvaranna, en auk þess framleiðum við ofnhreinsilög, svitalyktareyði, lofthreinsilög og margt fleira. Fyrirtækið hefur einkarétt á framleiðslu á Wella hár- greiðsluvörunum á íslandi. í þeim flokki má nefna hárlakk, 'hárlagningarvökva, hárnær- ingu o. fl. Framleiðslan er til- tölulega einföld, þó gæta þurfi mikillar nákvæmni við blönd- un, en hún fer-fram eftir upp- skriftum frá Wella. Sérfræðingar frá Wella í Þýzkalandi heimsækja fyrir- tækið af og til og hafa eftirlit með að framleiðslan sé sam- kvæmt ströngum fyrirmædum þeirra. Auik þess sendum við höfuðstöððvum Wella mánað- arlega skýrslur um fram- leiðsluhætti og framleiðslu- magn. Daglegt eftirlit með framleiðslunni annast verk- smiðjustjórinn Guðíbjartur Sturluson, en hann hefur sótt námskeið í Sviss varðandi framleiðslu á snyrtivörum, og hann er lyfjafræðingur að mennt. Wella hárgreiðsluvörurnar eru mikið notaðar á hár- greiðslustofum, og í sambandi við þau viðskipti okkar reyn- um við að hafa ávallt á boð- stólum allar þær vörur, sem þær þurfa á að halda. Við önn- umst einnig innflutning á hár- þurrkum, hárnetum, rúllum, spennum og ýmsu öðru. Þetta teljum við sjálfsagða þjónustu við hárgreiðslustofurnar vegna þess, hve mikið þær verzla við okkur. í sambandi við viðskipti okkar við Wella, önnumst við innflutning á Inka snyrtivör- um. Inka snyrtivörur þykja sérstaklega mildar, og eru mjög þekktar í heimalandi sínu, Þýzkalandi. Til fram- leiðslu Inka snyrtivaranna eru eingöngu notuð náttúruleg efni, og virðast slíkar vörur eiga mun befur við íslenzka veðráttu. Annað sem telja má sérstakt við Inka snyrtivörurn- ar er, hversu fjölbreyttar þær eru. Sérstakar vörur eru fyrir ungar, miðaldra og eldri kon- ur, en þessar vörur skiptast svo í fimm flokka fyrir norm- al húð, þurra og viðkvæma húð, blandaða húð, feita húð og fyrir unga húð. Auk Inka snyrtivaranna framleiðum við Moonsilk snyrtivörurnar, en þær virðast eiga vinsældum að fagna, sem dæma má af sífellt aukinni sölu. — Eru ekki margs konar vandkvæði á framleiðslu snyrtivara á Islandi? — Nei, framleiðslan sjálf er engum vandkvæðum háð, ef ávallt er gætt fyllstu ná- kvæmni. Viði höfum samvinnu við svissneska efnarannsóknar- stofu að nafni Givaudan. Þessi rannsóknarstofa er mjög full- komin og nýtízkuleg og er ein tveggja rannsóknarstofa, sem sérstaklega þjóna snyrtivöru- iðnaðinum í Evrópu. Givaudan annast fyrir okkur allar þær rannsóknir sem viði þurfum á að halda og þar eru prófaðar sérhverjar vörutegundir, áður en við setjum þær á markað. Þar með er okkar stærsta og eina framleiðsluvandamál leyst. Hitt er svo annað mál að markaðsstærðin veldur okkur talsverðum vandkvæðum. Vegna þess, hve markaðurinn er lítill, verðum við að vera með margar vörutegundir og í efnaverksmiðjunni. Halldór Jónsson lengst til liægri. FV 3 1974 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.