Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1974, Qupperneq 62

Frjáls verslun - 01.03.1974, Qupperneq 62
Rafbúðin hf: Fjölbreytt úrval kastljósa Rætt við Sigurð R. Guðjónsson rafvirkjameistara Almenningur gerir sér sí- fellt betur grein fyrir mikil- vægi réttrar og góðrar lýsing- ar á heimilum og vinnustöð- um. Gæði birtunnar eru einn- ig mikilvæg og rétt heimilis- Iýsing þarf að hafa nægilega birtu fyrir öll störf og alla aldursflokka. Rafbúðin, Auð- brekku 49, Kópavogi leggur sérstaka áherzlu á ljós og Iampa, sem hafa ljóstæknilegt gildi og gefa rétta lýsingu á heimilum, vinnustöðum, sam- komuhúsum og víðar. Rafbúðin var opnuð vorið 1967 og er eigandi hennar Sig- urður R. Guðjónsson, raf- virkjameistari. Upphaflega verzlaði hann eingöngu með raflagnaefni, en með tímanum var vöruúrvalið aukið og verzlunin fór að hafa á boð- stólum ýmsar gerðir ljósa og lampa svo og ýmis rafmagns- tæki. Kom þetta m. a. fram í viðtali, sem F.V. átti við Sig- urð Guðjónsson. Nú s.l. haust var verzlunar- húsnæðið stækkað verulega og innréttað á ný. Jókst því vöruúrvalið að sama skapi. Rafbúðin flytur inn ýmsar gerðir ljósa og lampa frá brezka lýsingarfyrirtækinu Concorde, sem er sérhæft í framleiðslu kastljósa til gluggalýsinga, lýsingar á veit- ingahúsum og í heimahúsum m. a. Rafbúðin leggur mikla áherzlu á kastljósin og hefur jafnan á boðstólum margar gerðir. Ahugi fyrir kastlýsingu hef- ur vaxið mikið undanfarið. Ljós þessi eru venjulega höfð uppi við loft, og kemur mjög skemmtileg og þægileg birta í herbergi, þar sem þau eru not- uð. Lýsing frá kastljósum er mjög góð. Þau fást í mörgum litum svo sem rauðu, gulu, bláu, hvítu, svörtu og gráu og kosta frá 2-3000 krónum. Einn- ig hefur Rafbúðin á boðstólum hreyfanleg kastljós á raf- brautum. Slík kastljós eru mjög algeng í verzlunum, en eru einnig nokkuð notuð á heimilum. Fjölbreytt úrval útiljósa er í verzluninni bæði með gamal- dags og nýtízkulegu útliti. Einnig eru á boðstólum sér- stök garðljós. Þá selur Rafbúð- in einnig standlampa, leslampa og ýmsar gerðir loftljósa. Af rafmagnstækjum hefur verzl- unin m. a. á boðstólum brauð- ristar, straujárn, vöfflujárn, grill og ýmsar tegundir gjafa- vara í þessum vöruflokki. Rafbúðin leggur einnig á- herzlu á lampa til að fella upp í loft. Lýsing af þessum lömpum er jöfn og góð og ryðja þeir sér sífellt meira til rúms á heimilum, en eru einnig mjög mikið notaðir á skrifstofum og verkstæðum. Glóperur eru í þessum lömp- um. Flúrljós njóta mikilla vin- sælda nú og eru mikið notuð á heimilum. Hægt er að velja um 9 staðlaða liti, þar af einn, sem er sérstaklega ætlaður til notkunar í heima'húsum og hefur sama blæ og glóperur. Ending flúrljósanna er miklu meiri en venjulegrar glóperu og auk þess gefur flúrljós 5 sinnum meiri birtu. Rafbúðin selur mikið af þessum ijósum, aðallega á skrifstofur, í skóla, verkstæði, samkomusali o. fl. Miklar sveiflur eru í tízk- unni og á þetta einnig við um ljós og lampa. Nú eru mjög vinsælir lampar og loftljós með gamaldags sniði, svo og gömul húsgögn, og innrétta margir húsnæði sitt samkvæmt því. Þessir gamaldags lampar og loftljós setja mjög mikinn svip á herbergi, sem búin eru gamaldags húsgögnum. Sigurður sagði, að vöruúr- valið væri alltaf að aukast með tilkomu stærra húsnæðis. Með haustinu er von á úrvali af lampaskermum svo og fjöl- breyttu úrvali af ljósum og lömpum. Nú má leggja 36,5% á ljósa- vörur og 'kvaðst Sigurður nokkuð ánægður með þá á- lagningu, ef ekki yrði of mikil rýrnun á lömpunum, m. a. vegna þess, að glerið hefur brotnað í sendingu. Einnig sagði hann að nokkrar sveifl- ur væru í sölu á þessum vör- um, minna seldist á sumrin, en á haustin og fram undir jól er yfirleitt afar mikil sala á ljósum og lömpum. Verzlunin leggur álierzlu á ljós, sem hafa Ijóstæknilegt gildi. 62 FV 3 1974
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.