Frjáls verslun - 01.08.1974, Blaðsíða 22
Hér fara á eftir nokkur
dæmi um fjárfestingu erlendra
fyrirtækja í Bandaríkjunum:
• Fyrirtæki í Bretlandi hef-
ur keypt vöruhús Gimbel
Brothers, Inc., stórmarkaði
Grand Union Company og
mótel-hringinn TraveLodge
International Inc.
• Tilkynnt hefur verið, að
Volvo-bílaverksmiðjurnar
sænsku og Volkswagen í V-
Þýzkalandi ætli að setja á
stofn samsetningarverksmiðjur
í Bandaríkjunum.
• Brezk samsteypa hefur
lagt 50 milljónir dala í smá-
köku- og kexgerð Keebler
Company í Elmhurst, Ulinois.
® í Suður-Karólínu ætlar
Michelin-fyrirtækið franska að
reisa hjólbarðaverksmiðju,
sem kosta mun um 200
milljónir dollara.
® Nestlé- matvælaframleiðsl-
an í Sviss áformar að kaupa
meirihluta í Libby, McNeill &
Libby matvælagerðunum í
Chicago.
® Olivetti-fyrirtækið ítalska
hefur onnað nýja verksmiðju
r Harrisburg í Pennsylvaníu,
þar sem smíðaðar eru raf-
magnsritvélar.
® Fjárfestingarfélag í Ku-
wait hefur varið 17,4 milljón-
um dollara til kaupa á Kiaw-
ah-eyju í Suður-Karólíu, þar
sem byggður verður upp
hvíldarstaður og dvalarheimili
sem kosta mun 100 milljónir
doliara.
® Arabískir aðilar hafa fest
kaup á skrifstofuhúsnæði, í-
búðum og öðrum fasteignum í
New York, Atlanta, St. Louis
og borgum í Kaliforníu.
ð Japanir hafa keypt stór
landflæmi fyrir nautgriparækt
í Texas og fasteignir á Hawaii.
EKKI NÝTT FYRIRBÆRI.
Erlend fjárfesting í Banda-
ríkjunum er ekki ný af nál-
inni. Meginstefnan var mörk-
uð af fyrsta fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, Alexander
Hamilton árið 1791, en hann
lýsti því yfir, að um erlent
fjármagn í Bandaríkjunum
ættu að gilda sömu reglur og
um hið innlenda. Upphaflega
sóttust Bandaríkin mjög eftir
erlendu fjármagni til upp-
byggingar undirstöðuatvinnu-
veganna. Þótt sú þörf sé ekki
lengur fyrir hendi, er stefnan
enn hin sama nema hvað viðr
kemur nokkrum mjög sér-
hæfðum framleiðslugreinum.
Richard Nixon, fyrrverandi
Bandaríkjaforseti, sagði, að
með hvatningu til erlendra
kaupsýslumanna um að fjár-
festa í Bandaríkjunum væri
ekki mörkuð ný stefna heldur
ítrekað gamalt boð.
Svo að dyrunum sé haldið
galopnum fyrir erlendu fjár-
magni, leyfa bandarisk lög
frjálsan flutning á hagnaði,
arði og vöxtum til móðurfyrir-
tækja utan Bandaríkjanna. í
mörgum tilvikum hafa erlend-
ir fjárfestingaraðilar greiðan
aðgang að lánum frá sam-
bandsstjórninni í Washington,
einstökum ríkjum og sveitar-
félögum, auk annarra hlunn-
inda. Fasteignagjöld af landi,
þar sem verksmiðjurnar eru
byvgðar, falla algjörlega niður
í vissan árafjölda eða lækka
frá venjulegum gjaldstiga.
Surn ríkin hafa skrifstofur í
Evrópu og Austurlöndum
fiær, sem annast námskeiða-
hald með þátttöku kaunsýslu-
manna í viðkomandi löndum,
svara fyrirsnnrnum og vekia
áh”Pa á staðsetningu fvrir-
t.ækia í TTi-ndæmi beirra vestan
hafs. Ríkisstiórnirnar hafa á
sínum snærum tölfræðinga,
tuneumála-, fasteigna- og fram-
leiðshisérfræðinea. sem gefa
hngsanlegurn fiárfestingaraði1-
i'm Póð ráð. Heima í héraði
w'ta háskólar almenninei
hiálfun til að ^eta geent sér-
hæfgUm störfnm hjá nyju, er-
hnrfii fvrirt.æki, sem tekur til
starfa í nágrenninu.
Á þessu fyrirkomulagi
hagnast Bandaríkiamenn á
marga lund. Ný atvinnutæki-
færi skapast, gerð er krafa til
sérhæfingar, nv tækni er flutt
inn, samkeDnni evkst og úrval
og gæði framleiðslunnar verða
meiri. Prófessorarnir hiá rík-
isháskólunum i Ohio og Ge-
oreíu segja, að hiá erlendum
fvrirtækium í Bandarikiunum
starfj nú um 975.000 banda-
rískir starfsmenn. eða um 1%
af vinnuafli í Bandaríkjunum.
UGGUR
Vöxtur og viðgangur er-
lendu fyrirtækjanna er
bandarískum fjármálamönnum
engan veginn óblandið gleði-
efni. Þeir sjá þó ekki beina
ógnun við tilveru sjálfra sín
með auknu erlendu fjár-
magni í landinu. Könnun með-
al forstöðumanna bandarískra
fyrirtækja leiddi í ljós, að
65% töldu erlendu fjárfest-
inguna ekki myndu hafa nein
áhrif á fyrirtækisrekstur
sinn. 17% sögðu, að fyrirtæki
sín myndu hagnast á starfsemi
erlendu fyrirtækjanna. Svo er
því við að bæta, að bandarísk-
ir fyrirtækjaeigendur óttast,
að ráðstafanir gegn erlendum
fyrirtækjum vestan hafs
myndu leiða af sér hefndar-
aðgerðir gegn bandarískum
fyrirtækjum utanlands. Einn
þáttur þessa máls hefur þó
sameinað hluthafa og stjórn-
endur bandariskra fyrirtækja í
afstöðu sinni gegn erlendri
fjárfestingu. Það er, að þeirra
sögn, mjög greinileg og ógeð-
felld aðferð til að komast yfir
bandarísk fyrirtæki. Algeng-
ust ku vera „tilboðsaðferðin“
svonefnda en þá býðst erlend-
ur kaupandi til að kaupa
hlutabréf í fyrirtæki á hærra
verði en markaðsverði.
ÞINGIÐ GRÍPUR
í TAUMANA
Eitt virðist ljóst: Banda-
ríska þjóðþingið ætlar að
kynna sér betur starfsháttu er-
lendra fyrirtækja i landinu. í
júní samþykkti öldungadeild-
in að hefja rúmlega tveggja
ára rannsókn á erlendri fjár-
festingu í Bandaríkjunum svo
að fyrir liggi upplýsingar til
grundvallar „samræmdri
stefnu“ er nái til alls landsins.
Þessi ákvörðun naut stuðnings
ríkisstjórnarinnar í Washing-
ton.
Rannsókn af þessu tagi
myndi hjálpa bandarískum
lagasmiðum til að uppgötva,
hve víða erlend fyrirtæki hafa
náð fótfestu í landi þeirra og
til að ákvarða, hvort strang-
ari reglur um starfsemi þeirra
eigi rétt á sér. Á meðan þetta
starf er unnið mega banda-
rískir borgara búast við sí-
aukinni erlendri framleiðslu
undir gamalkunnum, banda-
rískum merkjum.
22
FV 8 1974