Frjáls verslun - 01.08.1974, Blaðsíða 93
IMýjung frá IBIVI
Disklingur í stað gataspjalda
Undanfarna áratugi hefur
gataspjald verið nátengt tölv-
unni. Allt fram til þessa hef-
ur það verið sá miðill, sem
hvað stærstu hlutverki hefur
gegnt til að mata tölvuna á
nauðsynlegum upplýsingum.
Svo náin hafa þessi tengsl
tölvunnar og gataspjaldsins
verið, að sumir hafa gefið
tölvunum nafnið gataspjalda-
vélar.
Fyrir rúmu ári síðan kynnti
IBM nýja tækni, og er nú allt
útlit fyrir að þessi nýjung
ætli að skipa sama sess og
gatasojöldin áður fyrr. Þessi
nýjung frá IBM eru svo
kallaðir disklingar. Diskling-
ar eru þunnar og meðfærileg-
ar plötur, um 20 cm á hvorn
veg, og á hverjum disklingi er
rúm fyrir svipað upplýsinga-
magn og á 1900 gataspjöldum.
Vélar sem nota disklinga
eru þegar í notkun hérlendis
og mun þeim fjölga að mun á
næstu mánuðum, þar sem IBM
hafa þegar borizt margar
pantanir á þessum vélum. Vél-
ar þessar hafa samheitið IBM
3740 og eru til af mörgum
gerðum, með margskonar
notagildi.
Ein gerðin leysir svipuð
verkefni og gatarinn, en er á
margan hátt fullkomnari.
T. d. er lítill sjónvarpsskermur
á öllum 3740 vélunum, sem
sýnir þær upplýsingar, sem
eru slegnar inn á vélina til
leiðbeiningar fyrir þann, sem
við vélina vinnur.
Þegar framkvæma þarf úr-
vinnslu í tölvu er farið með
disklingana eða þeir sendir
til innlestrar til þess staðar,
sem tölvan er staðsett á. Önn-
ur gerð af IBM 3740 er að því
leyti frábrugðin þeirri fyrr-
nefndu að i stað þess að fara
með disklingana til innlestr-
ar eru upplýsingarnar sendar
af disklingunum yfir símalínu.
Útreikninga og lista úr tölv-
unni má svo senda til baka
símleiðis og skrifa þær út í
sérstakan prentara, sem tengja
má við 3740 vélarnar.
Þriðja gerðin af 3740 vélun-
um er með forskriftarmögu-
leika og er því í raun lítil
tölva, sem getur framkvæmt
hin ýmsu verkefni um leið og
upplýsingarnar eru skráðar.
Reikningsútskrift er gott dæmi
um hagkvæma notkun á þess-
ari gerð af IBM 3740.
Reikningsútskriftin yrði af-
ar fljótvirk, þar sem unnt
væri að hafa skrá yfir vörur
(nr. heiti og verð) og skrá yf-
ir viðskiptamenn (nr. nafn,
heimili o. fl.) á disklingnum.
Það eina sem slá þyrfti inn
væri númer viðskiptamanns,
svo og númer og fjölda hverr-
ar vörutegundar. Sjálft við-
skiptamannabókhaldið yrði
síðan unnið í tölvu, en
upplýsingarnar um úttektir,
innborganir o. fl. sendar á
disklingnum eða yfir símalínu.
ÍBM SYSTEM
/3 TÖLVA, GERÐ 8.
IBM System/3 er sú af tölv-
unum, sem mestri útbreiðslu
hefur náð í heiminum í dag.
Ástæðan fyrir því er eflaust
sú, hve sveigjanlegt þetta
tölvukerfi er bæði hvað varð-
ar stærð, gerð og hæfileika til
úrlausnar á verkefnum. IBM
System/3 er bæði notuð fyrir
verkefni úr viðskiptalífinu og
til lausnar á vísindalegum og
verkfræðilegum verkefnum.
Kerfið hentar bæði stórum
sem smáum fyrirtækjum.
Fyrir örfáum dögum kynnti
IBM nýja tölvu í System/3
fjölskyldunni og er hún köll-
uð gerð 8. Er það fyrsta tölv-
an, sem IBM setur á markað
viðskiptalífsins. Þessi nýja
tölva notar eingöngu disk-
linga, sem inntaksmiðil og
bindur IBM miklar vonir við
þessa nýju brautryðjendavél.
Samskonar tengibúnað fyrir
disklinga er nú einnig unnt
að fá í eldri gerðirnar af S/3.
IBM System/3 gerð 8 not-
ar nýja tegund af minni, svo-
kallað MOSFET (Metal Oxide
Semiconductor Field Effect
Transistors), sem er sérstak-
fyrirferðarlítið og með mun
lægri leigu en áður hefur
þekkst. Þá hefur S/3 gerð 8
einnig mun öflugri búnað
fyrir fjarvinnslu en aðrar tölv-
ur í System 3 fjölskyldunni.
FV 8 1974
93