Frjáls verslun - 01.08.1974, Blaðsíða 51
gúrverksmiðjuna. Björn sagði,
að íslendingar hefði ekki enn
laert að notfæra sér kísil til að
hreinsa sundlaugar, eins og
víða er gert erlendis, og er
viðurkennd langbezta aðferðin.
Einnig er hugsanlegt að nota
kísilgúr til að hreinsa drykkj-
arvatn í bæjum, og gæti það
sparað tugmilljónir í vatns-
veituframkvæmdum.
BÆTA NÝTINGU OG
MINNKA TÖP
Að lokum sagði Björn að
verksmiðjan væri í stórum
dráttum komin í það horf, sem
hún verður í í framtíðinni og
núna verður aðal verkefnið að
bæta nýtingu og hagræðingu,
og minnka töp.
„Verksmiðjan á í nokkrum
fjárhagserfiðleikum eins og
sakir standa, og gengisbreyt-
ingin mun hjálpa okkur i
augnablikinu, en ef að líkum
lætur. verðum við fljótlega
komnir í sömu stöðu og áður.
Hér verður aldrei byggður út-
flutningsiðnaður, ef verðlag á í
framtíðinni að miðast við verð-
sveiflur fisks,“ sagði Björn.
Hraftfrystihús IVIagnúsar Gamalíelssonar, Ólafsfirði:
Yfir 100% nýting frystihússins ■ sumar
“ rætt vi5 Svavar IVIagnússon
Upphafið að stofnun fiskvinnslu Magnúsar Gamalíelssonar á
Ólafsfirði var að árið 1950 reisti Magnús þurrkhús fyrir salt-
fiskvinnslu, 600 fermetra að stærð. Það var ekki fyrr en tíu
árum seinna að frystihúsið, sem nú er starfrækt, var tekið í
notkun.
Fyrirtækið, sem er rekið i 1600 fermetra húsnæði, var gert
að hlutafélagi árið 1972. Flestir hluthafar eru ættingjar
Magnúsar, og ræddi blm. F.V. við einn af eigendum, Svavar
Magnússon, son Magnúsar Gamalíelssonar.
„Eftir að starfsemi frysti-
hússins komst á góðan rek-
spöl tekur það á móti 2000
tonnum af fiski til vinnslu á
hverju ári, sagði Svavar. Þó
er ráðgert að aflinn verði
meiri á þessu ári, því nú þeg-
ar er búið að taka á móti 1600
tonnum, og nýr skuttogari
kemur til Ólafsfjarðar í lok
september, og er ráðgert að
hraðfrystihúsið taki á móti
hluta af afla hans.
Aðrir helztu aflabátar frysti-
hússins eru í eigu fyrirtækis-
ins. Ber þar fyrst að nefna
Sigurbjörgu, sem er 350 tonn
aði stærð, og hefur hún aflað
mjög vel á þessu ári, og Ólaf
Bekk, 500 tonn, sem er í eigu
fyrirtækisins að 1/3. Einnig
hefur frystihúsið tekið á móti
afla smærri báta, sem eru
gerðir út frá Ólafsfirði, og má
þar nefna Arnar, sem hefur
lagt til verulegan hluta aflans.
Aðspurður sagði Svavar að
mestur hluti aflans væri
frystur, en það sem ekki ynn-
ist tími til að frysta væri
saltað, og hefur saltfiskverkun
verið óvenju mikil tvö síðast-
liðin ár, en hafði þá legið
niðri að mestu leyti í nokkur
ár.
í frystihúsinu starfa um 40-
50 manns að meðaltali, en það
sem háir starfseminni mest er
plássleysi. Augljóst er að
hægt væri að taka á móti
meiri fiskafla og auka afköst
til muna ef rúm væri fyrir
fleiri starfsmenn. í flestum
tilfellum er unnið frá klukkan
8 á morgnana til klukkan 7
á kvöldin, og yfirleitt hefur
verið starfað alla daga vikunn-
ar nema sunnudaga í sumar.
Svavar sagði, að ef starfs-
fólk sæi að bjarga þyrfti hrá-
efni frá skemmdum, legði það
á sig mikla vinnu og hefur
nýting á frystihúsinu í sumar
verið yfir 100% á virkum dög-
um.
BREYTINGAR A FRYSTI-
HÚSINU.
Miklar breytingar standa nú
yfir í frystihúsinu, og eru þær
í sambandi við auknar kröfur
um hollustuhætti frá Banda-
ríkjamarkaði.
Verið er að útbúa nýja
snyrtiaðstöðu og kaffistofu í
nýbyggingu, sem reist var s.l.
ár.
Þá er verið að stækka pökk-
unarsal, og unnið er að breyt-
ingu í fiskmóttöku, sem er í
því fólgin að koma upp ein-
angraðri fiskmóttöku með
kæli. Með þessum nýja út-
búnaði getur frystihúsið tekið
á móti meira hráefni og haft
jafnari lager af fiski, en áður
var fiskurinn geymdur í mót-
tökusal án nokkurar kæliað-
stöðu.
Þegar áætlunin um þessar
breytingar var gerð fyrir
þremur árum, var búizt við að
kostnaður við þær yrði um 30
milljónir, en erfitt er að segja
til um hverjar þær verða nú.
Að lokum sagði Svavar að
reksturinn hefði verið mjög
erfiður í ár vegna hinna
miklu verðlækkana fisks á
Bandaríkjamarkaði og allur
tilkostnaður við reksturinn
mikill. Kvaðst hann ekki hafa
trú á því, að það sem eftir
væri ársins nægði til að vega
upp á móti þessum erfiðleik-
um.
FV 8 1974
51