Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.08.1974, Blaðsíða 47
Hótel Húsavík Ekki eðlilegar aðstæður fyrir hótelrekstur í sumar — 16 ferðamannahópar afpöntuðu — of dýrt fyrir íslendinga “ rætt við Sigtrygg Albertsson, hótelstjóra Sigtryggur Albertsson, hótelstjóri, fyrir framan anddyri hins nÝja og glæsilega hótcls á Húsavík. Á Húsavík er starfrækt eitt hótel, Hótel Húsavík. Byrjað var á byggingu hússins, sem er sambyggt félagsheimilinu, árið 1967 og var það tekið í notkun sumarið 1973. Byggingarkostnaður hússins var 75 milljónir, og enn á eft- ir að ganga frá lóð og bíla- stæði og er áætlað að kostnað- ur við þær framkvæmdir verði í kringum 35 milljónir króna. í hótelinu eru 34 tveggja manna herbergi, og 24 þeirra eru með baði. í sumar starfaði um 20 manns við hótelið en á vet- urna eru aðeins 8 starfsmenn. Þá byggist starfsemin aðallega á veitingasölu fyrir árshátíðir og aðrar samkomur, sem haldnar eru í félagsheimilinu. Aðaleigandi hótelsins er Húsavíkurbær, en aðrir eig- endur eru Kaupfélag Þingey- inga, félagsheimilið, Sigtrygg- ur Albertsson, sem jafnframt er hótelstjóri, og fleiri minni hluthafar. Sigtryggur 'hefur mikla reynslu í hótelrekstri, því í 13 ár hefur hann starfað sem hótelstjóri; fyrst stýrði hann gamla hótelinu á Húsavík, sem brann, og síðan því nýja. Blaðamaður F. V. átti leið um Húsavík í byrjun septem- ber og ræddi þá við Sigtrygg um rekstur hótelsins. „Við álitum að það væri grundvöllur fyrir rekstri á stóru hóteli í Húsavík, miðað við eðlilegar aðstæður, en þær hafa ekki verið fyrir hendi í sumar. Útlendir ferða- mannahópar hafa brugðizt og ein ferðaskrifstofa afpantaði, gistingu og mat fyrir 16 hópa. Þessi afpöntun var mikið fjár- hagslegt áfall fyrir hótelið. Hvað viðkemur íslenzkum ferðamönnum, þá hafa þeir flestir meðferðds tjöld eða hjólhýsi á ferðalögum sínum um landið, því þeir hafa ein- faldlega ekki efni á því að búa á hótelum. Þó búið sé að lækka'matinn svolítið í verði, er hann enn dýr, sérstaklega fyrir útlent ferðafólk, og það eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að niðurgreiða matinn mikið.“ GREIÐA HÆRRI LAUN. „Einnig gerir okkur erfitt fyrir, að við fáum ekki að greiða starfsfólki sömu laun og gert er á höfuðborgarsvæð- inu. Alþýðusamband Norður- lands skarst þar í leikinn og við greiðum mánaðarlega 5000 krónum hærri laun á hvern starfsmann að meðaltali, en gert er fyrir sunnan. Starfs- menn boðuðu verkfall og við urðum að semja um þessa hækkun. í vinnulaun í sumar hefur verið greitt 12-1400 þús. krónur á mánuði. Það er ekkert leyndarmál að afkoman í ár verður mjög slæm, og óhjákvæmilegt er að halli verði á rekstrinum. Að vísu var alitaf gert ráð fyrir, að reksturinn yrði erfiður fyrstu árin, en ekki svo að borga þyrfti með hótelinu. Þrátt fyrir slæma afkomu geri ég ráð fyrir, að rekstrin- um verði haldið áfram, vegna þess að varla verður hjá því komizt að starfrækja hótel á svona stórum stað.“ LÉLEG HERBERGJA- NÝTING. „í vetur var herbergjanýt- ing frá 10% upp í 30% og sýnir það, að lítill grundvöll- ur er til að starfrækja hótel hér á veturna. í júlí var hún 63%, eða 30% of lítil og í FV 8 1974 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.