Frjáls verslun - 01.08.1974, Blaðsíða 29
Kjötiðnaðarstöð KEA:
Árleg framleiðsluaukning
hefur verið um 30%
Reksturinn óðum að komast í eðlilegt horf eftir
ketilsprenginguna ■ sumar
Rekstur kjötiðnaðarstöðvar KEA á Akureyri er nú
óðum að komast í eðlilegt horf eftir ketilspreng-
inguna miklu, sem varð þar aðfaranótt 12. júlí sl.
Vinnslan hefur verið mjög aðþrengd með pláss og
hefur þurft að koma lagernum fyrir í öðrum hús-
um og beinn fjárhagslegur skaði af þessu slysi er
tilfinnanlegur.
Óli Valdimarsson, vinnslu-
stjóri, áætlar að sölutap vegna
þess nemi um 20 milljónum
króna, en tjón á vinnsluvél-
um til daglegra nota hefur
verið áætlað um 15 milljónir
króna. Öll vinnsla lá niðri í
kjötiðnaðarstöðinni í 15 daga
eftir óhappið, en þar sem
starfsfólkið tók höndum saman
um að hreinsa og lagfæra
þegar í stað, varð rekstrar-
stöðvun ekki lengri. Óli sagði,
að skemmdir á öðrum vélum
og húsinu sjálfu hefðu ekki
enn verið fullmetnar, en þær
væru miklar.
ÁRLEG FRAMLEIÐSLU-
AUKNING 30%.
Kjötiðnaðarstöðin hóf starf-
semi sína i núverandi húsa-
kynnum á Oddeyri árið 1966
og hefur þar um 1700 fer-
metra gólfpláss. Áður hafði
Kaupfélag Eyfirðinga kjöt-
vinnslu í tengslum við kjöt-
verzlun sína, eða allt frá ár-
inu 1950. Mikil aukning hefur
orðið í framleiðslu kjötiðnað-
arstöðvarinnar hin síðari ár,
og að sögn Óla Valdimarsson-
ar hefur árlegt framleiðslu-
magn aukizt um 30% að jafn-
aði og raunverulega aldrei
hafzt undan til að anna allri
eftirspurn. Kjötskurðurinn,
sem unninn er í höndunum,
hefur reynzt helzti flöskuháls
í þessu tilliti enda seinlegur
og vinnuaflsfrekur.
F J ÖLBREYTTAR
VÖRUR.
Fyrirferðarmesta framleiðsl-
an er í pylsum, bjúgum og
kjötfarsi eða 400-500 tonn á
ári. Þar af eru aðeins seld um
20% á Akureyri en öðru
dreift víða um land, m. a. fara
15% af þessari framleiðslu í
IMA-verzlanir í Reykjavík.
Eru kjötvörur sendar tii
þeirra reglulega einu sinni í
viku.
Niðursoðnum kjötvörum
KEA, sem hafa verið mjög
eftirsóttar af neytendum, er
dreift af heildverzlun Eggerts
Kristjánssonar og Samband-
inu. Þar er úr 10 tegundum af
niðursoðnu kjöti að velja og
aldrei hefur eftirspurninni
verið mætt, þó að framleiddar
séu 300 þús. dósir á ári. Tvö
sl. sumur hefur aðaláherzlan
verið lögð á 2-3 tegundir,
einkanlega saxbauta og kjöt-
búðing, enda tekur fram-
leiðsla þeirra minnstan tíma.
SKILNINGSSKORTUR VERÐ-
LAGSYFIRVALDA.
Óli Valdimarsson sagði, að
niðursuðan hefði dregizt sam-
an að undanförnu vegna þess
að verðlagsyfirvöld leyfðu
ekki það verð, sem þörf væri
á. Nú væri svo komið t. d.,
að sama hráefnið væri selt 100
kr. ódýrar í saxbauta heldur
en hakki, og þegar farið væri
í vinnslusal kjötiðnaðarstöðvar KEA.
FV 8 1974
29