Frjáls verslun - 01.08.1974, Blaðsíða 33
Bílasalan á Akureyri
Hefur selt 150 Fordbíla það sem
af er þessu ári
Alls voru flutfir 1616 Fordbilar til landsins fyrstu sex mánuði 1974
Bílasalan hf. á Akureyri er eina bílaumboðið utan
höfuðborgarsvæðisins, sem starfar sjálfstætt og
flytur inn bíla beint erlendis frá. Bílasalan hefur
haft umboð fyrir Ford-verksmiðjurnar allt frá því
að Kristján Kristjánsson stofnaði fyrirtækið árið
1946.
Kristján hafði stofnað bif-
reiðaverkstæði BSA löngu áð-
ur, eða árið 1922, og fyrir 6
árum voru þessi tvö fyrir-
tæki sameinuð og nefnast nú
Bílasalan hf. Eru skrifstofur
og varahlutaverzlun í húsnæði
áföstu verkstæðinu í Strand-
götu 53.
Ingi Þór Jóhannsson, aðal-
eigandi og framkvæmdastjóri
Bílasölunnar, tjáði F. V., að
fyrirtækið væri í sambandi við
verksmiðjur Ford í Banda-
ríkjunum, Bretlandi og Þýzka-
landi og afgreiddu þær bíla og
varahluti beint til þeirra. Full-
trúar fyrirtækjanna koma
reglulega í heimsókn norðiur
eins og til umboða Ford í
Reykjavík og leiðbeina t. d.
um pantanir og sölu á vara-
hlutum.
150 BÍLAR SELDIR í AR.
Það sem af er þessu ári hef-
ur Bílasalan hf. selt 150 Ford-
bíla, þar af yfir 50 Bronco-
jeppa. Kaupendurnir eru
víða að og þess eru dæmi, að
fyrirtækið hafi selt bíla til
Reykjavíkur, enda engin skipt-
ing sölusvæða milli umboðr
anna. Af öðrum Fordbílum
hefur mest selzt af Cortinu,
Escort og Mercury Comet.
Eins og kunnugt er hafa
Bronco-jepparnir átt miklum
vinsældum að fagna undanfar-
ið og eftirspurn eftir þeim
verið gífurleg, enda munu
hafa verið seldir 600-700 bílar
af þessari gerð einni. í árs-
byrjun urðu geysimiklar tafir
á flutningi jeppanna til lands-
ins og var gripið til þess ráðs
að flytja þá með sérstökum
bílaskipum.
Ingi Þór Jóhannsson, sagði,
að slíkt fyrirkomulag reyndist
þó ekki heppilegt fyrir Bíla-
söluna á Akureyri. Þótt
flutningsgjaldið að utan til
Reykjavíkur væri hagstætt,
bættist flutningskostnaður inn-
anlands ofan á. Hagstæðara
væri að flytja bílana með Eim-
skip á svokallaðri framhalds-
frakt og fengist bíllinn þá
fluttur fyrir sama verð til Ak-
ureyrar og Reykjavíkur. Á
þessu byggjast kostir þess að
kaupa bíl á Akureyri. Kaup-
endur þar þurfa ekki að fara
suður að ná í bílinn með þeim
aukakostnaði sem hlýzt af
flugíerðium, uppihaldi í
Reykjavík og akstri norður.
HAGSTÆÐIR SAMNINGAR
Sérstakir samningar við
verksmiðjurnar hafa gert
kleift að halda verði á Ford-
bílum í lágmarki miðað við
aðrar tegundir. Gengisfellingin
og verðhækkanir frá verk-
smiðjunum, sem t. d. nema um
12% á Escort og Cortinu frá
1. ágúst, hafa hins vegar
breytt myndinni mjög mikið.
Bronco-jeppi, 6 cylindra, kost-
aðá liðlega 800 þús. fyrir geng-
isfellingu en mun nú hækka í
1 millj. og 700 þús. kr. Af
þessu taka verksmiðjurnar
Ingi Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Bílasöluimar.
FV 8 1974
33