Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.08.1974, Blaðsíða 73
il spenna er þar ríkjandi. Það er oft erfitt að taka verk- efni til skila á ákveðnum tíma, vegna þess að það er lítið að fá af fólki og sá mannskapur sem til þoða stendur, kann oft lítið til verka. Markaður- inn er tiltölulega þröngur og mikið um sveiflur og því hætta á því að verktakar fari í undirþoð til að hafa næg verkefni fyrir fast starfsfólk. Þá er það einnig, að fjármögn- unarmöguleikar verktaka til að standa undir véla og tækja- kaupum eru nánast engir. F.V.: — Nú er mikið af smærri verktakafyrirtækjum hér á landi. Myndi ekki verða hagkvæmara ef nokkur fyrir- tæki sameinuðust í eina stóra heild, eins og t. d. er rætt um í sambandi við bankana og olíufélögin? ÓHEPPILEGT. — Jú, það getur stundum hentað, en það er einnig vandamál að verða of stór, ef við tökum tillit til markaðar- ins. Þórisós sf. og Aðalbraut sf. voru t. d. stofnuð til að sporna við því, að erlendir aðr ilar kæmust inn á markaðinn. Það, sem gæti bætt ástandið er, að ríki og bæjarfélög hefðu jafnari framkvæmdahraða til að dreifa verkefnunum meira og að þau komi ekki öll í einni bendu og síðan komi dauðir tímar á milli. Það er óheppilegt fyrir þá og vinnu- markaðinn að hafa of mikið og síðan ekkert. Það skapar alltof mikla spennu. F.V.: — Er ekki mikill vandi að bjóða í verk á ís- landi miðað við þá verðbólgu, þróun, sem hér hefur ríkt á undanförnum árum? — Það væri ekki hægt að bjóða í verk, ef ekki væru í samningum verðbólguákvæði. Hins vegar eru þessi ákvæði æði misjöfn og í sumum til- fellum ná þau ekki nema til hluta af kostnaði. Hitaveita Reykjavíkur hefur verið til fyrirmyndar í þessu sam- bandi og í þeirra samning- um ná verðbótaákvæðin til allt að 95% samningsupphæð- ar. Raunhæfar verðbætur ti'yggja betri og áreiðanlegri tilboð og minnka áhættu verk- kaupa því að þá þarf verk- taki ekki að fara út í spá- mennsku um hluti, sem hann hefur ekki vald yfir. Það er algerlega óraunhæft, er verðr bætur ná ekki yfir nema t. d. helming af samningsupphæð. Slíkt leysir engan vanda. F.V.: — Þú talaðir um tæknilega örðugleika í sam- bandi við lagnir í húsi í Hafn- arfirði? — Já, það er erfitt verk. Jarðvegur allur er tómt hraun °g grjót. Lagnirnar eru um 18 km á lengd, en dreifðar yfir svæði, sem er 10 ferkíló- metrar og því er erfitt að stjórna verkinu. Það sem hef- ur hjálnað okkur mjög mikið, er sérstaklega góð samvinna við bæjaryfirvöld í Hafnar- og öll bæjarfyrirtæki, en án slíkrar samvinnu væri nær ó- gerlegt að framkvæma svona verk. Skipulagning verksins og verkhraði byggist á slíkri samvinnu. Við gerum ráð fyr- ir að ljúka þessu verki á áætl- un fyrir áramót nk. F.V.: — Þú talaðir um að verktakar færu út í að undir- bjóða verk til að tryggja vinnu handa föstu starfsliði. — Það hefur komið fyrir, að verktakar hafa gefið lág tilboð í verk, vegna þess að þeir hafa haft áhyggjur af vetrarstarfi. í sumum tilfellum hefur verið um óraunhæf til- boð að ræða. Það er stundum hægt að gera lág tilboð með því að reikna sér lága tækja- leigu og þannig hanga í ball- ans, en það verður að vera einkamál hvernig aðilar gera siík tilboð, en það er ein- göngu gert með það í huga að geta haldið mannskapnum og er mjög óheppilegt. F.V.: — Hver heldur þú að þróunin verði í verktakamál- um? — Það er eðlilegt, að ríkis- valdið viðurkenni þetta, sem mikilvæga atvinnugrein, í ljósi þess að íslenzkir verk- takar hafa nú yfirtekið flest stórverkefni, sem áður þurfti erlenda aðila til að fram- kvæma. F.V.: — Nú á enginn ísl. aðili aðild að framkvæmd við Sigöldu? — Það er vegna vonlausrar fjármagnsfyrirgreiðslu hér á landi. Hins vegar hefðu ís- lenzkir aðilar átt að hafa möguleika á samvinnu. Þetta verkefni krefst svo gífurlegs höfuðstóls og áhættufjármagns að íslendingar voru ekki inn í myndinni. Hitt er svo annað, að lægsta tilboð þarf ekki allt- af að vera bezta tilboðið fyrir verkkaupa. Hér á landi er fyr- ir hendi allur tækjabúnaður og tækniþekking til að leysa þetta verkefni, en vantar fjár- magn. Þetta hefur í för með sér, svo dæmi sé tekið, að öll tækin, sem notuð verða við framkvæmdirnar fara aftur úr landi, en hefðu orðið eftir, ef íslenzkur aðili hefði getað tek- ið verkið að sér. — Eitthvað að lokum Guðr mundur? —• Við höfum talsvert velt fyrir okkur húsbyggingamál- um. Þau mál eru sem önnur mjög sveiflukennd. Við teljum æskilegt að opinbert fjármagn verði notað til að ýta undir tækniþróun, sem miðá að því að sem mest sé notað af inn- lendum hráefnum sem gefi hagkvæmt verð og uppfylli þarfir íbúanna, sem eins og reynslan sýnir að breytast einu sinni á hverjum áratug. Eins ber að gæta að íslenzk veðrátta krefst varanlegri húsagerðar en flestar ná- grannaþjóðir okkar þurfa. SJÁVARFRÉTTIR, sérrit þeirra, sem íylgjast með sjávarútvegi og fiskiðnaði. Eingöngu selt í áskrift. • Áskriftarsímar 82300 - 82302. SJÁVARFRÉTTIR, LAUGAVEGI 178, REYKJAVÍK. FV 8 1974 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.