Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.08.1974, Blaðsíða 45
Húsavíkurbær greiðir leigu til landeiganda á Hveravöllum árlega, og er áætlað að gjaldið verði 2 milljónir króna á þessu ári. 5 LÆKNAR. Sjúkrahús Húsavíkur var tekið í notkun árið 1970, en það var reist á vegum ríkisins, Húsavíkurbæjar og sveitarfé- laga í kring. Við sjúkrahúsið starfa 5 læknar, ásamt hjúkr- unarkonum og öðru starfsliði. 60-70 rúm eru á spítalanum, og á efstu hæð hússins er starfrækt ellideild, en fyrir- hugað er að hefja byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða næsta sumar. Sjúkrahús Húsavíkur þjónar svæði, sem 4-5000 manns byggja. ÍÞRÓTTIR MIKIÐ STUNDAÐAR. Á Húsavík er hlutfallslega meira af ungu fólki, en al- mennt gerist í gömlum bæjar- félögum, og kannski er það ein ástæða þess, hve í- þróttir eru þar mikið stundað- ar. Stefnt er að því, að gera að- stöðu fyrir frjálsíþróttir sem bezta, og er m. a. verið að reisa skíðalyftu í Húsavíkur- fjalli. í sumar var unnið við lokafrágang á malarvelli, og nú er verið að gera grasvöll. Fyrirhugað er að reisa í- þróttahús, sem hefur sal 22x42 m að stærð, ásamt búnings- klefum og tilheyrandi aðstöðu. 5 milljónir eru til fyrir bygg- ingu íþróttahússins, en það er ekki komið inn í fjárlög rík- isins, og því ekki vitað hve- nær framkvæmdir hefjast. Þá má geta þess að ráðgert er að byggja nýja álmu við Félagsheimili Húsavíkur. Þar á að vera aðstaða fyrir kvik- mynda- og leiksýningar, en eins og kunnugt er, hefur lengi verið starfandi öflugur leikflokkur á Húsavík. Tón- mennt er líka mikið iðkuð, og auk tónskóla, eru tveir kórar og ein lúðrasveit starfandi. STÓRFRAMKV ÆMDIR VIÐ HÖFNINA. Eitt stærsta verkefnið á veg- um bæjarins um þessar mund- ir eru hafnarframkvæmdir. Byrjað var í sumar á öðrum á- fanga, sem er bygging þver- garðs í suðurgarði, og á í skjóli hans að vera viðlegu- pláss fyrir smábáta og fiski- skip. Síðar verður unnið að dýpk- un hafnarinnar, en á því verki var byrjað s. 1. sumar. Öllum kísil, sem fluttur er til útlanda, er skipað út frá Húsavík, og er orðið mjög að- kallandi að bæta aðstöðu fyrir hin stóru skip, sem annast flutninginn, og er fyrirhugað að dýpka höfnina í norður- garði, þar sem þessi skip hafa aðstöðu. Höfnin hefur haft miklar tekjur af Kísilgúrverksmiðj- unni. og er hún stærsti greið- andi til hafnarinnar. FJÁRMÁL ERFIÐ. Að lokum sögðu Guðmund- ur Bjarnason og Guðmundur Níelsson, að greiðslustaða bæj- arins væri erfið nú á tímum verðbólgu og dýrtíðar. Það sem gerir fjármálin erfiðust, er að framkvæmdatíminn er yfir sumarmánuðina, og þá þarf að leggja fram mikið fé, en tekjur bæjarins koma að stórum hluta inn seinni hluta árs. Áætlaðar tekjur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja eru 170 milljónir á þessu ári. Fjárhagsáætlun bæjarins er í endurskoðun, og gert er ráð fyrir að fresta verði fram- kvæmdum á næstunni, en bæj- arstjórn hefur enn ekki tekið ákvörðun um, hvernig því verður háttað. íþrótta- blaðið Eina iþróttablað landsins. Fjallar um íþróttir og útilíí. Áskrif tasímar: 82300 — 82302 Stálhúsgögnin, sem standa sig. Við framleiðum flestar tegundir stál- húsgagna fyrir heimili (margar gerðir), skóla (einnig margar gerðir), félagsheimili og fundarsali. Tökum jafnframt að okkur sérsmíði. SÍMI 33590. STÁLHÚSGAGNA- GERÐ STEINARS JÓHANNSSONAR SKEIFUNNI 8, REYKJAVÍK. FV 8 1974 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.