Frjáls verslun - 01.08.1974, Blaðsíða 85
Steingrímur Helgason.
Það hefur frá upphafi verzl-
að með vefnaðarvörur, tilbú-
inn fatnað, (barnafatnað),
leikföng og leiktæki. Aðal við-
skiptalönd eru Norðurlönd,
Bretland, Bandaríkin og V.-
Þýzkaland.
2 starfsmenn starfa hjá
heildsölunni, að viðbættum
sölumanni, sem er ekki fast-
ráðinn.
GEVAFOTO HF.
Fyrirtækið var stofnaði árið
1956, og hafði þá aðstöðu í
Hafnarstræti 22. Stofnandi var
Sveinn Björnsson, núverandi
Ásgeir Einarsson.
stjórnarformaður, sem er einn-
ig aðaleigandi Gevafoto hf.
Núverandi framkvæmdastjór-
ar eru Ásgeir Einarsson og
Gísli Tómasson.
Jafnframt því aði vera heild-
sala, hefur fyrirtækið rekið
framköllunarstofu frá upphafi,
sem er nú til húsa að Suður-
landsbraut 2, og smásöluverzl-
un; fyrst við Lækjartorg og
nú í Austurstræti 6.
Gevafoto hefur umboð fyrir
nokkrar þekktustu ljósmynda-
vélar í heiminum og má nefna
Hasseiblad, Ernst Leitz, Bolex
og Konica. Iðnaðarvörur s. s.
filmur til prentmyndagerðar,
röntgenfilmur, kvikmyndafilm-
ur og ljósritunarefni koma frá
Agfa og Gevaert.
Alls starfa 20 manns hjá
Gevafoto.
GÍSLI JÓNSSON & Co., hf.
Gísli Jónsson stofnaði heild-
söluna árið 1943, en 1968 tók
Þorsteinn Baldursson við því,
og er nú eini eigandi fyrirtæk-
isins og framkvæmdastjóri.
Þorsteinn Baldursson.
Loftþéttar matvælaumbúðir,
vörur fyrir bílaviðgerðir, hjól-
hýsi og snjóvélsleðar eru
helztu vörurnar, sem heildsal-
an verzlar með.
Starfsmenn hjá fyrirtækinu
eru 3.
HEILDVERZLUN ANDRÉS-
AR GUÐNASONAR,
HAG.
Fyrirtækið var upphaflega
sameignarfélag Andrésar
Guðnasonar og Páls Ólafsson-
ar, og bar þá nafnið Páll Ól-
afsson og Co. Árið 1964 keypti
Andrés hluta Páls, og jafn-
framt var nafni fyrirtækisins
breytt.
Andrés G'uðnason.
HAG hefur umboð fyrir
sportvörur, vefnaðarvörur, og
tilbúinn fatnað, en skófatnaður
er stærsti liðurinn. Eru skórn-
ir keyptir frá Viking í Noregi,
Humanic í Austurríki, Lotus
og John White í Englandi.
Starfsmenn heildverzlunarinn-
ar eru tveir til þrír talsins, og
eigandinn er Andrés Guðna-
son.
HEILDVERZLUN JOHAN
RÖNNING HF.
Heildverzlunin Johan Rönn-
ing var upphaflega stofnuð
sem rafverktakafyrirtæki árið
1933. Rönning var einka-
eigandi lengi framan af, eða
þar til ársins 1941, er fyrir-
tækinu var breytt í hlutafélag.
Arið 1960 var verktakastarf-
semi fyrirtækisins seld, og var
því breytt í umboðs- og heild-
verzlun með rafmagnsvörur.
Johan Rönning thefur
stærsta húsnæðið til umráða,
af fyrirtækjum, sem eru starf-
FV 8 1974
85