Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1975, Síða 27

Frjáls verslun - 01.11.1975, Síða 27
Efnahagsmál Árangur af toppfundinum ? Sérfræðingar vara við bjartsýni á að efnahagslegur bati sé á næsta leiti á Vesturlöndum. Grein byggð á frásögn L.S. INIeivs and World Report. Loforðin lágu á lausu: Sameiginlegar aðgerðir til að bæla nið'ur verðbólgu, hleypa lífi í viðskipti, binda enda á efnahagsörðugleika. En hvernig þetta skuli fram- kvæmt er annað mál. Evrópubúar eru hóflega hamingjusamir yfir þeim séu ótímabærar og geti samvinnuanda, sem leiðtog- ar sex mestu iðnríkja hins vestræna heims sýndu á fundi sínum um miðjan nóvember. Almenningur í Vestur-Evrópu taldi fund- inn í Chateau Rambouillet fyrir utan París marka upp- haf sameiginlegra ráðstaf- ana, sem lengi hefur verið beðið eftir hjá leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands. Frakklands, Vestur-Þýzka- lands og Japan í því augna- miði að grípa á vandamá1- unum, sem eru kjarnar efnahagskreppunnar í heim- inum. Evrópskir efnahagssér- fræðingar og bankastjórar hafa þó varað við bjartsýni á að einn fundur, meira að segja „topp“-fundur geti breytt rás viðburða á einni nóttu. Mjög áberandi svart- sýni gætir á gildi yfirlýs- inga hinna vestrænu leið- toga um að ástandið sé að batna. HÆTTUR BJARTSÝN- INNAR. Evrópskir sérfræðingar taka varlega ummælum Fords Bandaríkjaforseta um að efnahagslegur bati í Bandaríkjunum sé vel á veg kominn. í einkaviðræð- um láta þeir i ljós þá skoð- un, að fully.rðingar Fords geti gefið Evrópumönnum falsvonir um einhver geysi- leg straumhvörf til hins betra í bandarískum efna- hagsmálum. Helztu efnahags- málasérfræðingar eru mjög efins um að efnahagsástand- ið vestan hafs hafi batnað svo mjög. Þeir benda á, að fasteignakaup séu í lág- marki. Og með miklum halla í opinberum rekstri sé vart hægt að búast við vaxta- lækkunum á næstunni. Sumir hagfræðingar í Ev- rópu draga líka í efa skoð- anir Helmut Schmidts, kanzlara Vestur-Þýzkalands um að Vestur-Þýzkaland sé nú komið upp úr lægðinni og muni taka höndum sam- an við Bandaríkin um að leggja af mörkum stærstan skerf til endurlífeunar verzlunar og viðskipta á næsta ári. Haft er eftir einum af seðlabankastjórum í Ev- rópu, að spár um efnahags- bata í Vestur-Evrópu á næsta ári séu enn byggðar á „vonum fremur en stað- reyndum.“ MÁLAMIÐLUN. Henry Kissinger, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, segir mesta ávinninginn af fundinum í Rambouillet fólginn í málamiðlunarsam- komulagi Frakka og Banda- ríkiamanna um gjaldeyris- mál, sem getur stuðlað að stöðugri gengisskráningu á alheims vísu. Milli ríkisstjórna Frakk- lands og Bandaríkjanna hef- ur lengi staðið ágreiningur vegna ásetnings Frakka um að hverfa aftur að föstu gengi en Bandaríkjamenn eru hins vegar staðráðnir í að halda því fljótandi. Samkvæmt þessu nýja samkomulagi, sem aðrar Þannig sá teiknari blaðsins San Diego Union viðureign ríkjaleiðtoganna við efna- hagsvandamál iðnveldanna. ríkisstjórnir hafa ekki fall- izt á, verður ekki horfið að fastri gengisskráningu. Þó verður gætt strangara aðhalds með „röngum“ eða „óreglulegum“ sveiflum, sem kunna að eiga sér aðr- ar orsakir en efnahagslegar. „Hvorugur aðilinn sigraði, og hvorugur fór halloka“, sagði William Simon, fjár- málaráðherra Bandaríkj- anna. SPOR í RÉTTA ÁTT. Bankastjórar í Evrópu fögnuðu málamiðlun Frakka FV 11 1975 25

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.