Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Side 16

Frjáls verslun - 01.01.1976, Side 16
Viðskiptamál: Staða heildverzlunarinnar á Norðurlöndum Byggt á upplýsingum í tímariti EFTA um heildverzlun í Finnlandi INloregi og Svíþjóð Á undanförnum árum hefur oröið mikil breyting á heimsverzluninni, og hinum einstöku grein- um verzlunarinnar, sem hafa átt við ýmis vand amál að glíma, eins og t. d. samdrátt, aukna sam- keppni, minni álagningu og rekstrarfjárörðugleika. Norðurlöndin hafa ekki orðið útundan í þess- um efnum, enda eru þau framarlega á sviði verzlunar og iðnaðar. Fjögur þeirra —- Finnland, ís- land, Noregur og Svíþjóð — tilheyra EFTA, en Danmörk ka'iís aftur á móti EBE. í þessari grein verður leitast við að fjalla í stórum dráttum umstöðu heildverzlunarinnar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem er að mörgu leyti svipuð, enda vandamálin oft á tíðum þau sömu. • Fullkomið markaðskerfi Finnska verzlunin hefur reynt að aðlagast breyttum þjóðfélagsháttum, á sama tíma og hún hefur aukið framleiðni og bætt rekstrarfyrirkomulag- ið. Þessar breytingar hafa haft talsverð áhrif á undirstöðu verzlunarinnar þar í landi, eins og víða annars staðar. Breyt- inga fór fyrst að verða vart á sjöunda áratugnum, en þær halda áfram enn í dag. Hinar skörpu línur, sem í eina tíð skildu að heildsölu og smásölu Finna, hafa dofnað og jafnvel horfið, enda ekki lengur mikil- vægar sem slíkar. Miklar breytingar hafa t.d. átt sér stað í samskiptum milli framleiðandans og hinna ýmsu stiga verzlunarkerfisins. Auk þess hefur verið unnið að því að einfalda dreifikerfi milli framleiðandans og neytandans, sem hefur orðið til þess að samskipti og samvinna heild- sölunnar og smásölunnar i Finnlandi hefur þróast í full- komið markaðskerfi. Á sama tíma hefur hlutverk heildsöl- unnar aukist verulega þar í landi ef miðað er við hlutfall hennar í heildarþjóðarfram- leiðslunni. Árið 1960 nam hluti heildsölunnar í þjóðarfram- leiðslu Finna 4,1% en var kom- inn í 5,1% árið 1974. Á árunum 1969-74 jókst heildarveltan um 44%, en starfsmannafjöldinn um aðeins 18%. Árið ’74 voru starfsmenn þessarar verzlunar- greinar 84.500, eða 3,7% af vinnandi fólki í landinu. • Hækkandi rekstrarkostn- aður Aukin samkeppni og hækk- andi rekstrarkostnaður hefur ýtt undir betri rekstur heild- sölufyrirtækja, en miðað við heildsölu í heiminum, er finnska heildverzlunin neydd til að lifa á tiltölulega lítilli álagningu. Heildarrekstrarkostnaður heildverzlunarinnar 1969 var 14,3% af veltunni, en árið ’74 14% (þetta hlutfall er breyti- legt eftir hinum ýmsu greinum heildverzlunarinnar). Miðað við upplýsingar fyrir 1974 um verzlun í Finnlandi skiptist heildsalan eins og hér segir: 20% matvæli og ný- lenduvörur, 5% maís, fóður, fræ og áburður, 32% verkfæri og byggingarvörur, 4% fata- efni, skófatnaður og skinn, aðr- ar vörur 34% og smásala heild- verzlunarinnar sjálfrar 5%. Á undanförnum árum hefur heildverzlun með rafmagnsvör- ur, rafeindatæki, verkfæri og byggingarvörur aukizt veru- lega. • 6% aukning á ári Reiknað er með að heild- verzlunin aukist á þessum ára- tug um 6% á ári, en smásalan um aðeins 4%. Ástæðan fyrir mismuninum er sú að heild- verzlunin selur sífellt meira beint til ýmissa aðila en áður, eins og t.d. til byggingaiðnað- 16 FV 1 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.