Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Síða 28

Frjáls verslun - 01.01.1976, Síða 28
Snorri Páll: Hér á landi er neyzla sykurs mjög mikil miij að við það sem víða er ann- ars staðar, og hefur því raun- ar verið haldið fram, að við værum mesta sykurneyzlu- þjóð heims. Sykurneyzla hef- ur þó minnkað aðeins síðustu 5 árin og var 140 gr. á hvert mannsbarn á dag, en er nú komin, eftir skýrslum að dæma, niður í 110 gr á dag. Offita er algeng hér á landi, rannsóknir Hjartaverndar hafa m. a. leitt það í ljós. Það staf- ar að sjálfsögðu af of mikilli neyzlu hitaeininga samfara kyrrsetum. íslendingar neyta einnig mikils af mettaðri fitu og kólesteróls, og eins og flestar aðrar vestrænar þjóðir, einnig mikils af fæðutegund- um sem innihalda lítið gróf- meti eins og áður er sagt. Miðað við aðrar velmegunar- þjóðir eru matarvenjur íslend- inga líklega svipaðar, þó er talið að leiðbeiningar og á- róður um mataræði hafi þegar haft nokkur áhrif í löndum eins og Bandaríkjunum og Svíþjóð, og þar sé nú neytt minna sykurs og mettaðrar fitu og kólesteróls en áður var. í Bandaríkjunum er talið, að það kunni að eiga þátt í lækk- un dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma, sem átt hefur sér stað síðustu fimm .ár- in þar í landi. Mataræði fá- tækra, vanþróaðra þjóða er að sjálfsögðu með allt öðrum hætti en meðal velmegunar- þjóðanna og einkennist af fáum hitaeiningum, lítilli mettaðri fitu, litlu kólesteróli og minni eggjahvítu. Meðal margra þjóða er blóðfitugildi miklu lægra en meðal hinna vestrænu velmegunarþjóða og æðakölkun og kransæðasjúk- dómar næstum óþekkt fyrir- bæri. F.V.: Hver eru áhrif tóbaks og áfengis í þessu sambandi? Við hvaða mörk er neyzlan orðin líkleg til að valda skaða í æðakerfi eða á hjarta? Snorri Páll: Reykingar eru taldar meðal aðaláhættuþátta í sambandi við æðakölkun og kransæðasjúkdóma. Vindlinga- reykingar eru taldar hættuleg- astar en vindla- og pípureyk- ingar einnig ef þær eru í miklum mæli. Hættan virðist standa í beinu hlutfalli við það magn sem reykt er, hætt- an á æðaskemmdum þar á meðal kransæðakölkun er tal- in vera mikil þegar reykt er meira en 20 vindlingar á dag. Rannsókn, sem gerð var í Bandaríkjunum sýndi að mað- ur sem reykti meira en einn pakka af vindlingum á dag hafði þrisvar sinnum meiri lík- ur til að fá kransæðasjúkdóm en sá sem ekkert reykti. Ekki er vitað með vissu á hvern hátt vindlingareykingar verka á slagæðarnar. Vera má að nikótínið sjálft hafi bein á- hrif á æðaveggina en einnig er vitað að vindlingareykingar örva myndun á hormónum frá nýrnahettum svokölluðum ka- tekólaminum, sem geta skemmt æðar og hjarta, séu þessi efni í mjög miklum mæli í blóðinu. Við miklar vind- lingareykingar myndast einn- ig kolsýringur í blóðinu og hefur verið sýnt fram á að þetta efni skemmir æðaveggi. Auk þess valda vindlingareyk- ingar blóðþrýstingshækkun og auknum hjartslætti. Sitthvað er vitað um áhrif alkóhóls á hjarta og æðakerfi. Svo virðist sem hjarta og æð- ar þoli betur alkóhól en sum önnur líffæri líkamans svo sem lifrin. Þó er talið að langvar- andi alkóhólneyzla valdi stund- um skemmdum á hjartavöðvan- um sjálfum sem leiðir til alvar- legrar hjartabilunar sé alkóhól- neyzlu haldið áfram. Mikil alkóhólneyzla veiklar hjarta- vöðvann og dregur þar með úr afköstum hjartans. Sé hjart- að sjúkt fyrir svo sem eftir kransæðastíflu, lokugalla, há- þrýsting eða aðra sjúkdóma þá getur alkóhólneyzla valdið alvarlegri hjartabilun og er ekki fátítt að sjá þess dæmi. Alkóhólneyzla virðist ekki hafa í för með sér aukna tíðni æðakölkunar nema saman fari miklar reykingar eða ofneyzla óheppilegra fæðutegunda. Ein- mitt þetta vill oft fara sam- an þegar alkóhóls er neytt. F.V.: Hvernig getur Iangvar- andi álag og streita lcitt til áfalla af þessu tagi og á hvað löngum tíma gerist slíkt? Er hægt að gefa mönnum einhver ráð um Iengd daglegs hvíldar- tíma eða hvernig heppilegast sé að haga orlofstíma? Á að skipta honum? Er æskilegt að breyta oft rnn umhverfi? Er vikufrí fjórum sinnum á ári æskilegra en 4 vikur sam- fleytt til hvíldar og hressing- ar? Snorri Páll: Streita er frem- ur illa skilgreint hugtak, en það er ástand, sem stafar af óhóflega miklu andlegu álagi, sem oft fylgir asa og lífsgæða- kapphlaupi nútíma velmegun- arþjóðfélaga, samfara of lít- illi líkamlegri áreynslu. Streit- an hefur með tímanum skað- leg áhrif á líkamsstarfsem- ina. Hún veldur auknu hor- mónaflæði frá nýrnahettum, svo kölluð katekólamín, sem er blanda af adrenalíni og noradrenalíni. Mikið magn af þessum efnum er skaðlegt fyr- ir æðar og hjarta og býður heim sjúkdómum í þessum líf- færum. Auk þess veldur streit- an gjarnan of háum blóðþrýst- ingi og hröðum hjartslætti, einnig aukinni blóðfitu. Mjög er mismunandi hvað menn þola streitu vel. Streitan er hættulegri, ef menn hafa aðra hættuþætti til viðbótar, t. d. reykja mjög mikið, hafa of háan blóðþrýsting, aukna blóðfitu og þar fram eftir göt- unum. Engar áreiðanlegar rannsóknir liggja fyrir um tímalengd sem þarf til þess að streitan valdi æða- og hjartasjúkdómum. Hæfileg hvíld dregur úr streitu. Það er almenn reynsla að langar samfelldar lotur eru lýjandi og talið er að auka megi af- köst vinnu með stuttum hvíld- arhléum. Þegar um langan vinnudag er að ræða virðist góð hvíld og afslöppun á miðjum degi auka mjög vinnu- þrek og vellíðan. Lítið virðist liggja fyrir af rannsóknum um skiptingu hvíldartíma, t. d. í sambandi við sumarleyfi og er þá helzt að vitna til reynslu manna. Er menn taka sér sum- 28 FV 1 1976
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.