Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Side 29

Frjáls verslun - 01.01.1976, Side 29
arfrí frá lýjandi stÖrfum, þá líður oft a. m. k. ein vika áð- ur en að mesta þreytan fer að líða úr, það er því sennilegt, að heppilegra sé að taka sér samfellt 4 vikna frí, frekar en að skipta því í viku frí 4 sinn- um á ári. Enda er það svo hér á landi, að margir fá ágæt vetrarfrí um hátíðar, vegna margra frídaga. Þeir sem fá sitt sumarfrí, fá því í raun dágott frí frá störfum tvisvar á ári. F.V.: Hvað um daglegar lík- amsæfingar og hvað er einfalt og aðgengilegt en áhrifaríkt í því efni? Snorri Páll: Breyttir starfs- hættir með vaxandi tækni hafa haft í för með sér að æ fleiri þegnar þjóðfélagsins stunda nú kyrrsetustörf. Sem dæmi má nefna að íslenzkar hagskýrslur frá árinu 1914 töldu yfir 80% af körlum erf- iðisvinnumenn en 1960 var tala þeirra komin niður í 50%, og vafalítið hefur þessi tala lækkað mikið síðan. Kyrr- seta barna og unglinga hefur auk þess aukizt mjög með sí- felldri lengingu skólatímans. Þetta er áreiðanlega óheppi- leg þróun, m. t. t. heilbrigðis, og eru menn sammála um að dagleg líkamleg áreynsla stuðli að heilbrigði og vellíðan. Brýna nauðsyn ber því til að fólk stundi líkamsæfingar hverskonar, svo sem sund, gönguferðir, skíðaferðir, lik- amsæfingar sem stæla vöðva, lungu og hjarta og auka við- námsþrótt fólks. Æskilegt væri að menn temdu sér að draga úr bílanotkun, ýmist með því að ganga til og frá vinnu, eða þá að leggja bílum sínum nokkuð frá vinnustað og ganga þannig dálítinn spöl á hverjum degi. En hin almenna bíla- notkun landsmanna hefur dreg- ið mjög úr líkamlegri á- reynslu. Áreynsla við göngu er einmitt mjög heppileg, þjálfar vel lungu, hjarta og æðakerfi, og stærstu vöðva líkamans. F.V.: Hve umfangsniiklar rann- sóknir hafa farið fram á veg- um Hjartaverndar, og telji'ð þér greinanlegan árangur liafa orðið af starfi félagsins og rannsóknarstöðvarinnar? Snorri Páll: Nýlega hefur Nikulás Sigfússon yfirlæknir á rannsóknarstöð Hjartaverndar skýrt allítarlega frá niðurstöð- um af rannsóknarstarfinu, sem þar fer fram. Aðalverkefni rannsóknarstöðvarinnar hefur verið frá upphafi að rann- saka heilsufar fólks, þ. e. a. s. vissa aldursflokka frá 24-61 árs, á Reykjavíkursvæðinu. Til þessa hafa 37 þús. einsták- lingar verið rannsakaðir hjá Hjartavernd og 13,5 milljón athuganir hafa verið skráðar. Hjartaverndarsamtökin hafa einnig staðið fyrir sambærileg- um rannsóknum víðsvegar úti um landsbyggðina. Rannsókn- ir þessar hafa leitt í ljós margskonar sjúkdóma, s. s. kransæðasjúkdóma, háþrýst- ing, sykursýki, offitu, blóð- skort, æðaþrengsli í fótum, gláku, þvagfærasýkingar, of- fitu í blóði og margt fleira. í mjög mörgum tilfellum hafa þessir sjúkdómar fundizt hjá fólki, sem hefur talið sig vera heilbrigt. Rannsóknir þessar hafa m. a. leitt í ljós að háþrýstingur er mjög algengur hér á landi, eða milli 12 og 45% eftir ald- ursflokkum, meðal karla, en sjaldgæfari hjá konum. Þrem af hverjum fjórum karlmönnum var ókunnugt um að þeir hefðu of háan blóðþrýst- ing áður en þeir komu í rann- sóknina. Rannsóknin hefur líka leitt i ljós, að meðal karlmanna er kólesterólmagn blóðsins með því hæsta sem þekkist meðal annarra þjóða, og er það e. t. v. vísbending um að íslend- ingar neyti mikils af mettaðri fitu og kólesteróls, enda er vitað að hér á landi eru 43% hitaeininga fæðunnar komin úr fitu. Það er einnig mjög athyglisvert, að rannsóknirnar sýna að meðalþyngd íslenzkra karla er um 10 kg of mikil. Sýnir þetta að ofneyzla á hita- einingunum miðað við líkam- lega áreynslu sé einkenni fyr- ir mataræði íslendinga. Mikið vantar á að unnið hafi verið úr öllum þeim upp- lýsingum, sem safnað hef- ur verið við framangreindar rannsóknir í rannsóknarstöð Hjartaverndar, en þegar erljóst að rannsóknin hefur mjög mik- FV 1 1976 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.