Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 69
Skólamál á ísafirði
Haffræði og fiskifræði kennd ■
menntaskólanum
Memendur hans hafa tekið að sér rannsóknarverkefni
fyrir Hafrannsóknarstofnunina
Eitt af því sem einna niest hefur haft áhrif á bæjarbrag ísafjarðar síðust'u árin, er tilkoma mennta-
skólans. Eitt hundrað aðkomunemendur dveljast vetrarlangt á ísafirði við nám og 70—80 ísfirsk
ungmenni stunda nú menntaskólanám heima hjá sér í stað þess að halda burtu eða láta menntaskóla-
nám eiga sig. Til þess að fræðast rneira um þennan nýja skóla og skólamál á ísafirði yfirleitt náði
Frjáls verzlun tali af Jóni Baldvin Hannibalssy ni skólameistara og bæjarfulltrúa á ísafirði.
— Þetta er sjötta árið sem
menntaskólinn starfar, sagði
Jón Baldvin, — og er nú hægt
að velja tvö kjörsvið að loknu
fyrsta ári. Kjörsviðin eru raun-
greinasvið og félagsfræðisvið.
Eftir þriðja árið skiptist raun-
greinasvið í eðlisfræðisvið og
náttúrufræðisvið. Við höfum
ekkert málasvið við skólann, en
við félagsfræðisviðið kennum
við lágmark í erlendum málum
miðað við nýmáladeildar-
kennslu.
NÁMIÐ tengt við
ATVINNUVEGINA
Þegar betur er að gáð kemur
í ljós að staðurinn og skólinn
móta hvorn annan og njóta
góðs hvor af öðrum. Skólinn
veldur því að margt ungt fól'k
dvelur lengur í heimabæ sinum
og einmitt á þeim árum þegar
fólk er á mótunarskeiði og
byrjar að skjóta rótum. Margir
nemendur Menntaskólans á ísa-
firði stefna staðfast að því að
hverfa aftur til sinnar heima-
byggðar og reyna að finna sér
framhaldsnám með það í huga.
Aðrir skólar á ísafirði hafa not-
ið góðs af innflutningi kennara
með langskólanám að baki og
jafnvel ýmsar stofnanir hafa
notið góðs af skólanum.
— Við höfum reynt að tengja
námið við skólann við atvinnu-
vegina á staðnum, sagði Jón
Baldvin. — Þó byrjuðum við
ekki á þeim tilraunum fyrr en
við töldum sannað að mennta-
skóli gæti þrifist hér. í fyrsta
lagi getum við nefnt að haf-
fræði og fiskifræði er kennd á
síðasta ári á náttúrufræðisviði.
Nemendur þaðan hafa tekið að
sér rannsóknarverkefni fyrir
Hafrannsóknastofnunina, aðal-
lega við flokkun og athugun á
rækju. Á félagsfræðisviði'nu
eru nemendurnir sendir út af
örkinni og látnir gera athugan-
ir á bæjarlífinu og eins þurfa
þeir að gera langar ritgerðir
um islensk efnahagsmál. Þar
hafa vandamál landsbyggðar-
innar sérstaklega verið tekin
fyrir og sem dæmi get ég nefnt,
að hópur héðan rannsakaði
rekstrargrundvöll skuttogara.
Ég veit ekki betur en sú rann-
sókn hafi orðið að gagni, sagði
Jón Baldvin.
NÝBYGGINGAR Á TORFU-
NESI
Menntaskólinn á ísafirði er
nú til húsa í gamla barnaskól-
anum, sem er hlýlegt gamalt
hús, en gerist nú of lítið. Á
Torfunesi eru að rísa bygging-
ar. fyrir menntaskólann og er
helmingur heimavistar þegar
risinn. Engin fjárveiting er til
byggingar skólahússins fyrir
1976.
MARGIR SKÓLAR
En á ísafirði eru fleiri skólar
en menntaskólinn. — Hér er
barnaskóli með venjulegu sniði
og hefur hann haft forskóla-
deildir í 3 ár, sagði Jón Bald-
vin. — Gagnfræðaskóli er og á
staðnum og húsmæðraskóli,
sem aðallega keninir í nám-
skeiðum. Aðsókn að heimavist
hefur verið mjög lítil þar síð-
ustu árin. Hér er iðnskóli, sem
mér finnst merkilega upp-
byggður, sagði Jón Baldvin, en
við hann eru deildir frá Stýri-
mannaskólanum og Vélskólan-
um og undirbúningsdeild fyrir
tækniskóla. Á ísafirði er tón-
listarskóli, sem er óvenju stór í
S'niðum miðað við stærð staðar-
ins. Þar stunda nú nám um 120
nemendur. Skólinn er vel
mannaður og kennaraliðið er
vel menntað. í kringum skól-
ann hefur svo þróast mikið tón-
listarlíf. Hér er kammersveit
starfandi og samkór og gesta-
komur tónlistarmanna eru
nokkuð tíðar. Ég tel ísafjörð
vera mesta tónlistarbæ í Evr-
ópu norðan Bæheims, sagði Jón
Baldvin.
— Það síðasta skólakyns sem
við getum talið, sagði Jón Bald-
vin er svo Kvöldskólinn. Hann
hóf starfsemi sína haustið 1974
eftir að kannað hafði verið um
undirtektir fólks hér. Það kom
strax í ljós að mikill áhugi var
á þessu og mættu 160 manns á
námskeið. Mest er það mála-
nám sem þarna fer fram, en
einnig eru tveir hópar við nám
í bókfærslu. Þetta er ekki enn-
þá komið á fastan grundvöll og
nýtur ekki mikilla styrkja, en
byrjunin lofar góðu, sagði Jón
Baldvin Hannibalsson að lok-
um.
FV 1 1976
69