Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.01.1976, Blaðsíða 69
Skólamál á ísafirði Haffræði og fiskifræði kennd ■ menntaskólanum Memendur hans hafa tekið að sér rannsóknarverkefni fyrir Hafrannsóknarstofnunina Eitt af því sem einna niest hefur haft áhrif á bæjarbrag ísafjarðar síðust'u árin, er tilkoma mennta- skólans. Eitt hundrað aðkomunemendur dveljast vetrarlangt á ísafirði við nám og 70—80 ísfirsk ungmenni stunda nú menntaskólanám heima hjá sér í stað þess að halda burtu eða láta menntaskóla- nám eiga sig. Til þess að fræðast rneira um þennan nýja skóla og skólamál á ísafirði yfirleitt náði Frjáls verzlun tali af Jóni Baldvin Hannibalssy ni skólameistara og bæjarfulltrúa á ísafirði. — Þetta er sjötta árið sem menntaskólinn starfar, sagði Jón Baldvin, — og er nú hægt að velja tvö kjörsvið að loknu fyrsta ári. Kjörsviðin eru raun- greinasvið og félagsfræðisvið. Eftir þriðja árið skiptist raun- greinasvið í eðlisfræðisvið og náttúrufræðisvið. Við höfum ekkert málasvið við skólann, en við félagsfræðisviðið kennum við lágmark í erlendum málum miðað við nýmáladeildar- kennslu. NÁMIÐ tengt við ATVINNUVEGINA Þegar betur er að gáð kemur í ljós að staðurinn og skólinn móta hvorn annan og njóta góðs hvor af öðrum. Skólinn veldur því að margt ungt fól'k dvelur lengur í heimabæ sinum og einmitt á þeim árum þegar fólk er á mótunarskeiði og byrjar að skjóta rótum. Margir nemendur Menntaskólans á ísa- firði stefna staðfast að því að hverfa aftur til sinnar heima- byggðar og reyna að finna sér framhaldsnám með það í huga. Aðrir skólar á ísafirði hafa not- ið góðs af innflutningi kennara með langskólanám að baki og jafnvel ýmsar stofnanir hafa notið góðs af skólanum. — Við höfum reynt að tengja námið við skólann við atvinnu- vegina á staðnum, sagði Jón Baldvin. — Þó byrjuðum við ekki á þeim tilraunum fyrr en við töldum sannað að mennta- skóli gæti þrifist hér. í fyrsta lagi getum við nefnt að haf- fræði og fiskifræði er kennd á síðasta ári á náttúrufræðisviði. Nemendur þaðan hafa tekið að sér rannsóknarverkefni fyrir Hafrannsóknastofnunina, aðal- lega við flokkun og athugun á rækju. Á félagsfræðisviði'nu eru nemendurnir sendir út af örkinni og látnir gera athugan- ir á bæjarlífinu og eins þurfa þeir að gera langar ritgerðir um islensk efnahagsmál. Þar hafa vandamál landsbyggðar- innar sérstaklega verið tekin fyrir og sem dæmi get ég nefnt, að hópur héðan rannsakaði rekstrargrundvöll skuttogara. Ég veit ekki betur en sú rann- sókn hafi orðið að gagni, sagði Jón Baldvin. NÝBYGGINGAR Á TORFU- NESI Menntaskólinn á ísafirði er nú til húsa í gamla barnaskól- anum, sem er hlýlegt gamalt hús, en gerist nú of lítið. Á Torfunesi eru að rísa bygging- ar. fyrir menntaskólann og er helmingur heimavistar þegar risinn. Engin fjárveiting er til byggingar skólahússins fyrir 1976. MARGIR SKÓLAR En á ísafirði eru fleiri skólar en menntaskólinn. — Hér er barnaskóli með venjulegu sniði og hefur hann haft forskóla- deildir í 3 ár, sagði Jón Bald- vin. — Gagnfræðaskóli er og á staðnum og húsmæðraskóli, sem aðallega keninir í nám- skeiðum. Aðsókn að heimavist hefur verið mjög lítil þar síð- ustu árin. Hér er iðnskóli, sem mér finnst merkilega upp- byggður, sagði Jón Baldvin, en við hann eru deildir frá Stýri- mannaskólanum og Vélskólan- um og undirbúningsdeild fyrir tækniskóla. Á ísafirði er tón- listarskóli, sem er óvenju stór í S'niðum miðað við stærð staðar- ins. Þar stunda nú nám um 120 nemendur. Skólinn er vel mannaður og kennaraliðið er vel menntað. í kringum skól- ann hefur svo þróast mikið tón- listarlíf. Hér er kammersveit starfandi og samkór og gesta- komur tónlistarmanna eru nokkuð tíðar. Ég tel ísafjörð vera mesta tónlistarbæ í Evr- ópu norðan Bæheims, sagði Jón Baldvin. — Það síðasta skólakyns sem við getum talið, sagði Jón Bald- vin er svo Kvöldskólinn. Hann hóf starfsemi sína haustið 1974 eftir að kannað hafði verið um undirtektir fólks hér. Það kom strax í ljós að mikill áhugi var á þessu og mættu 160 manns á námskeið. Mest er það mála- nám sem þarna fer fram, en einnig eru tveir hópar við nám í bókfærslu. Þetta er ekki enn- þá komið á fastan grundvöll og nýtur ekki mikilla styrkja, en byrjunin lofar góðu, sagði Jón Baldvin Hannibalsson að lok- um. FV 1 1976 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.