Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1976, Side 81

Frjáls verslun - 01.01.1976, Side 81
— Heldurðu að konan þín geti þagað yfir leyndarmáli. — Já, örugglega. Segðu henni bara ekki að það sé leyndarmál. Hjúkrunarkonan óskaði föð- urnum til hamingju með nýja soninn, sem fæddist heilbrigð- ur og pattaralegur. — Þakka þér kærlega fyrir. Það verður eiginlega að halda upp á þetta. Ertu laus í kvöld? Svo var það maðurinn, sem kom inn í forngripaverzlunina og sagði: — Góðan daginn, góð- an daginn. Nokkuð nýtt í dag? Lögreglumaðurinn í sveit- inni keyrði heim að iitla kotinu hans Stebba. Hann var úti við og var að brenna sinu af tún- inu heima við bæinn, — Ertu vitlaus, Stefán. Veiztu ekki, að það þurfa að vera 100 metrar að minnsta kosti milli húss og opins elds? — Jú, svaraði Stebbi, — en það hefur enginn sagt, að það þurfi að vera í beinni línu. 602 var léleg skytta. Ekkert af skotunum hans hitti skífuna. — Heyrðu, sagði liðsforing- inn. — Nú ertu búinn að hleypa af 200 dýrmætum skotum. Hef- urðu nokkra hugmynd um, hvar þau hafa hafnað? — Nei, en ég veit að þau komust anzi langt. Hljómsveitarstjórinn talar yfir hausamótunum á sellóleik- aranum á æfingu: — Fröken. Milli fótanna haf- ið þér tæki, sem gæti fært okk- ur öllum mikla ánægju. En hvað gerið þér svo? Misþyrmið því gróflega með sargi og klóri. — Hvaða læti eru þetta? Ég er hara að leita að fyrirsætum. Þau voru alltaf að rífast og það var orðið hálf pínlegt fyrir gesti að sitja undir því, þegar þeir komu í heimsókn. Gamall og góður vinur reyndi einu sinni að slá á léttari strengi, þegar hann kom í heimsókn og benti á þrjú börn hjónanna. — Nú, þið hafið allavega orð- ið þrisvar sinnum sammála. — Nei, öskraði frúin. Þetta eru þríburar. FV 1 1976 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.