Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 21

Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 21
mikílvægu framleiðsíugrein Skota sem sérstaka tekjulind fyrir ríkissjóð hvenær sem slíks er þörf, hefur verið tekin upp á öðrum vettvangi til umfjöll- unar, að sögn framleiðenda. Samkvæmt upplýsingum sam- bands skozkra viskíframleið- enda hækkuðu álögur eða skatt- ar á skozkt viskí í 28 löndum í fyrra. í Brasilíu hækkaði verð- ið um 60%, í Grikklandi var settur á það 80% munaðarvöru- tollur, í Hong Kong hækkaði tollurinn um 7,5%, stjórn Líb- anon kom á 12 punda tolli á hvern lítra af innfluttu áfengi og Nicaragua tók upp nýjan virðisaukaskatt sem nemur 63%. Þetta eru aðeins fáein dæmi um versnandi kjör fyrir viskíframleiðendur á erlendum mörkuðum. Þeir hafa þó alla tíð staðið frammi fyrir svipuðum vanda. Reynslan áður fyrr var aftur á móti sú, að þegar viðskiptamúr- ar voru reistir á einum stað jókst eftirspurn til mikilla muna annars staðar. Að undan- förnu hefur útflutningur Skota hins vegar minnkað að magni til vegna þess að mörg beztu viðskiptalöndin hafa orðið illi- lega fyrir barðinu á efnahags- kreppunni. Fyrri helming árs- ins í fyrra var afgreitt 2% minina af viskíi til útlanda en á sama tíma 1974, eða 41,5 millj- ón gallon. Það kom sem reiðar- slag yfir viskíframleiðendur að útflutndngur til Bandaríkjanna, sem eru stærsti markaðurinn fyrir skozkt viskí minnkaði um 7% á þessum tíma. HUGGUN HARMI GEGN Á heimamarkaðinum hefur hækkun viskítolls ríkisins haft sín áhrif og síðari helming árs- ins hafði salan minnkað að magni til. Það er þó huggun harmi gegn fyrir viskíframleiðendur að þeim tókst að hækka útflutn- ingsverðið svo mikið, að þrátt fyrir minnkað útflutningsmagn hefur verðmætið ekki minnk- að nema ef síður væri. Á tíma- bilinu janúar-júní í fyrra jókst söluverðmæti erlendis um 10% upp í 164 milljónir sterlings- punda. Vestrænir kaupsyslumenn spyrja: Hvernig á að gera viðskipti við Arabahöfðingjana? Sölumenn frá Vesturlöndum flykkjast til Arabalanda og læra af reynslunni Kaupsýslumenn alls staðar að úr heiminum flykkjast nú til Araba- ríkjanna við Persaflóa til að reyna að ná viðskiptasamningum við hin vellauðugu olíuríki. Kaupsýslumennirnir eru að reyna að ná sér í bita af stærstu peningaköku heims með því að bjóða ráða- mönnum olíuríkjanna tækjabúnað og þjónustu í sambandi við hinar miklu þróunar og uppbyggingaráætlanir, sem þessi ríki hafa sett í gang. Kaupsýslumennirnir hafa undanfarið einkum verið frá vestrænum ríkjum, sem hvað verst urðu úti í kreppunni, sem kom í kjölfar olíuverðhækkun- arinnar, en nú bætast óðum í hópinn menn frá Asíulöndum, Afríku og S-Ameríku, sem hafa það eitt í huga að rétta af við- skiptahallann, sem þau urðu fyrir vegna olíuverðshækkunar- innar. Viðskiptavertíðin á þessum slóðum hefst fyrir alvöru, er kemur fram í desember og jan- úar, er þrúgandi hiti og raki sumarsins við Persaflóa hefur vikið fyrir aðeins kaldara og þægilegra veðurfari. Þó er allt- af nokkur hópur harðsækinna manna, sem lætur hitann ekki á sig fá og telja hagsmunum sínum betur borgið þegar sam- keppnin er í lágmarki. BJÓÐA HÖNNUN OG SMÍÐI ATVINNUFYRIRTÆKJA Þessir menn bjóðast til að byggja verksmiðjur, selja vör- ur, þjónustu og sérfræðikunn- áttu til ríkjanna við flóann frá Kuwait til Omanifjallanna, sem Rikin við Persaflóa auglýsa viðskiptamöguleika sína í heimsblöð- 'unum. Nýrra atvinnufyrirtækja er þörf til að bæta lífskjör fólks- ins. Flylran AirtO ilun lr»a I Ikcoumn'j vou rcally tin'utloitl ixh u nctv opportunities. rcw<ouiuiicj»nr»btrt icniunK'ronJofiulrokUoíflhÆf moicdcuiU. hnlJouihctiopn»p«iiioihí cvtrv kinJ.Ifiou'rtpUnninit ÆtZ---, ... viuung Bnmh bmmcvmun a biumco mp n> ihc lar Eait, JZIMf SU§ FV 2 1976 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.