Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 21

Frjáls verslun - 01.02.1976, Síða 21
mikílvægu framleiðsíugrein Skota sem sérstaka tekjulind fyrir ríkissjóð hvenær sem slíks er þörf, hefur verið tekin upp á öðrum vettvangi til umfjöll- unar, að sögn framleiðenda. Samkvæmt upplýsingum sam- bands skozkra viskíframleið- enda hækkuðu álögur eða skatt- ar á skozkt viskí í 28 löndum í fyrra. í Brasilíu hækkaði verð- ið um 60%, í Grikklandi var settur á það 80% munaðarvöru- tollur, í Hong Kong hækkaði tollurinn um 7,5%, stjórn Líb- anon kom á 12 punda tolli á hvern lítra af innfluttu áfengi og Nicaragua tók upp nýjan virðisaukaskatt sem nemur 63%. Þetta eru aðeins fáein dæmi um versnandi kjör fyrir viskíframleiðendur á erlendum mörkuðum. Þeir hafa þó alla tíð staðið frammi fyrir svipuðum vanda. Reynslan áður fyrr var aftur á móti sú, að þegar viðskiptamúr- ar voru reistir á einum stað jókst eftirspurn til mikilla muna annars staðar. Að undan- förnu hefur útflutningur Skota hins vegar minnkað að magni til vegna þess að mörg beztu viðskiptalöndin hafa orðið illi- lega fyrir barðinu á efnahags- kreppunni. Fyrri helming árs- ins í fyrra var afgreitt 2% minina af viskíi til útlanda en á sama tíma 1974, eða 41,5 millj- ón gallon. Það kom sem reiðar- slag yfir viskíframleiðendur að útflutndngur til Bandaríkjanna, sem eru stærsti markaðurinn fyrir skozkt viskí minnkaði um 7% á þessum tíma. HUGGUN HARMI GEGN Á heimamarkaðinum hefur hækkun viskítolls ríkisins haft sín áhrif og síðari helming árs- ins hafði salan minnkað að magni til. Það er þó huggun harmi gegn fyrir viskíframleiðendur að þeim tókst að hækka útflutn- ingsverðið svo mikið, að þrátt fyrir minnkað útflutningsmagn hefur verðmætið ekki minnk- að nema ef síður væri. Á tíma- bilinu janúar-júní í fyrra jókst söluverðmæti erlendis um 10% upp í 164 milljónir sterlings- punda. Vestrænir kaupsyslumenn spyrja: Hvernig á að gera viðskipti við Arabahöfðingjana? Sölumenn frá Vesturlöndum flykkjast til Arabalanda og læra af reynslunni Kaupsýslumenn alls staðar að úr heiminum flykkjast nú til Araba- ríkjanna við Persaflóa til að reyna að ná viðskiptasamningum við hin vellauðugu olíuríki. Kaupsýslumennirnir eru að reyna að ná sér í bita af stærstu peningaköku heims með því að bjóða ráða- mönnum olíuríkjanna tækjabúnað og þjónustu í sambandi við hinar miklu þróunar og uppbyggingaráætlanir, sem þessi ríki hafa sett í gang. Kaupsýslumennirnir hafa undanfarið einkum verið frá vestrænum ríkjum, sem hvað verst urðu úti í kreppunni, sem kom í kjölfar olíuverðhækkun- arinnar, en nú bætast óðum í hópinn menn frá Asíulöndum, Afríku og S-Ameríku, sem hafa það eitt í huga að rétta af við- skiptahallann, sem þau urðu fyrir vegna olíuverðshækkunar- innar. Viðskiptavertíðin á þessum slóðum hefst fyrir alvöru, er kemur fram í desember og jan- úar, er þrúgandi hiti og raki sumarsins við Persaflóa hefur vikið fyrir aðeins kaldara og þægilegra veðurfari. Þó er allt- af nokkur hópur harðsækinna manna, sem lætur hitann ekki á sig fá og telja hagsmunum sínum betur borgið þegar sam- keppnin er í lágmarki. BJÓÐA HÖNNUN OG SMÍÐI ATVINNUFYRIRTÆKJA Þessir menn bjóðast til að byggja verksmiðjur, selja vör- ur, þjónustu og sérfræðikunn- áttu til ríkjanna við flóann frá Kuwait til Omanifjallanna, sem Rikin við Persaflóa auglýsa viðskiptamöguleika sína í heimsblöð- 'unum. Nýrra atvinnufyrirtækja er þörf til að bæta lífskjör fólks- ins. Flylran AirtO ilun lr»a I Ikcoumn'j vou rcally tin'utloitl ixh u nctv opportunities. rcw<ouiuiicj»nr»btrt icniunK'ronJofiulrokUoíflhÆf moicdcuiU. hnlJouihctiopn»p«iiioihí cvtrv kinJ.Ifiou'rtpUnninit ÆtZ---, ... viuung Bnmh bmmcvmun a biumco mp n> ihc lar Eait, JZIMf SU§ FV 2 1976 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.