Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 38

Frjáls verslun - 01.02.1976, Side 38
greidd á annað þúsund slíkra viðfangsefna. Þessi þjónustu- verkefni greinast í: Steypu- rannsóknir, jarðtæknirannsókn- ir, vegagerðarrannsóknir, bygg- ingatæknilegar rannsóknir og ýmsar rannsóknir. Tæmandi yf- irlit yfir starfsemina er í árs- skýrslu stofnunarinnar 1974— 1975 sem er væntanleg. Varla er við því að búast að skörp skil séu milli verksviða rannsóknastofnana, og sumt af því sem Rannsóknastofnun iðn- aðarins fæst við tengist meira og minna byggingaiðnaði. Hjá þeirri stofnun standa nú yfir rannsóknir og tilraunir með ís- lenskan perlustein með tilliti til hagnýtingar hans sem bygg- ingarefnis, bæði sem einangrun og efni í milliveggja- og þilplöt- ur. Þá hafa einnig verið gerðar tilraunir með steinullargerð úr basaltbráð. Perlusteinstilraunir eru framkvæmdar samhliða til- raunaþenslu á perlusteini, sem nú sendur yfir hjá Sements- verksmiðjunni að tilhlutan Gos- efnanefndar Iðnaðarráðuneyt- isins. Hér á landi hefur starfað ungverskur sérfræðingur á veg- um SameinUðu þjóðanna í rúmt ár og er hann ráðgefandi um perlusteinsvinnslu. Víða er- lendis er umtalsverður iðnaður byggður á notkun perlusteins og virðist þróunin vera tví- mælalaust í þá átt að perlu- steinn verði sífellt verðmeira iðnaðarhráefni. Með tilliti til þess hve gífurlegt magn af vinnsluhæfum perlusteini er i Prestahnúki á Kaldadal, vægt reiknað um 30 milljón tonn, má ætla að útflutningur í stór- um stíl gæti orðið veruleg bú- bót fyrir þjóðarbúið á næstu áratugum. Þó er rétt að vera hæfilega bjartsýnn á tekjuöfl- un af þeim útflutningi, þar sem mörg ljón eru á veginum, og skortur íslendinga á þekkingu og reynslu af markaðsöflun er- lendis á þessu afmarkaða sviði, er líklegur til að þyngja róður- inn verulega. Nokkrar aðrar opinberar stofnanir fást við, eða munu fást við rannsókna- og tilrauna- starfsemi á sviði byggingaiðn- Smári hf. Byggingaverktakar Furuvöllum 3, Akureyri. Sími 96-21234 Erum að hefja byggingu á fjölbýlishúsi, 2, 3 og 4 herbergja íbúðum. • Sala íbúðanna hefst um miðjan marz. Kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála. • Teikningar og allar upplýsingar Iiggja frammi á skrifstofunni. • Beðið verður eftir láni Húsnæðismálastjórnar ríkisins. Smári hf. Byggingaverktakar Furuvöllum 3 — Akureyri — Sími 96-21234 38 FV 2 1976

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.