Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 67

Frjáls verslun - 01.02.1976, Page 67
Hin nýja síldarbræðsla Síldarvinnslunnar á Norðfirði. Síldarvinnslan iVeskaupstað: Bætur Viðlagasjóðs duga ekki fyrir endurbyggingu Rætt við Óskar Gunnarsson framkvæmdastjóra — Það má segja að þetta fyrirtæki sé umfangsmikið á mælikvarða staðarins. Við er- um með frystihús, saltfiskverk- un, skreiðarverkun þegar hún á við, niðurlagningu og niður- suðu þegar eitthvað er hægt að gera á því sviði, síldarverk- smiðju, útgerð á tveimur skut- togurum og einu nótnaskipi. Þetta sagði Olafur Gunnarsson, framk væmdastjóri Síldarvinnsl- unnar hf. á Neskaupstað þegar Frjáls verzlun heimsótti hann á dögunum. Síldarvinnslan hf. er svo til eini aðilinn í Neskaupstað sem fæst við fiskverkun og jafn- framt stærsti vinnuveitand- inn á staðnum. — Við erum með allt frá 80-200 manns í vinnu, eftir því hvaða árs- tími er og hvernig aflabrögðin eru, sagði Ólafur. — Síðasta ár hefur verið mikii atvinna hér á staðnum og mikil eftir- spurn eftir vinnuafli vegna uppbyggingarstarísins. Síldar- vinnslan hefur þurft að standa í ströngu við uppbyggingu, því frystihúsið skemmdist og síld- arvetksmiðjan eyðilagðist al- veg í snjóflóðunum, sagði Ól- afur. Kapphlaup við tímann. Síldarvinnslan fékk lóð und- Ólafur G'unnarsson, framkvæmdastjóri. ir nýja verksmiðju í júní eða júlí 1975 og var þá þegar haf- ist handa við undirbyggingu. í byrjun september voru vélar settar á undirstöðurnar og þakið var komið á í október. Það hefur verið unnið jöfnum höndum með allt í verksmiðj- unni og endurbyggingin tekið tiltölulega skamman tíma. — Við vonum að þetta fari að komast í skikkanlegt horf allt saman, sagði Ólafur. Við höf- um verið í kapphlaupi við tím- ann vegna þess að við höfum ekki viljað láta loðnuna fara framhjá áður en við setjum verksmiðjuna í gang. Þetta er búið að vera kostnaðarsamt fyrirtæki, t. d. vegna þess hve viðamikið þetta hefur verið. Frystihúsið var ekki í gangi í 3 mánuði vegna skemmda, en það var allt sett upp á sama stað, sagði Ólafur. Vegna þessara gífurlegu skemmda á eignum Síldar- vinnslunnar hefur fyrirtækið fengið bætur frá Viðlagasjóði. — Þessar bætur hafa ekki dug- að fyrir kostnaðinum við end- urbygginguna, sagði Ólafur og vantar mikið upp á en það dæmi verður ekki fullreiknað fyrr en eftir 3-4 mánuði. Bæt- urnar voru miðaðar við verð- lag seinni hluta síðasta árs og í sambandi við frystihúsið, sem tók tiltölulega skamman tíma að gera við kemur dæmið sennilega ekki mjög illa út. Sæmilegur afli togaranna. Síldarvinnslan hf. var stofn- uð árið 1957 og byrjaði fyrst með síldarverksmiðju. Á ár- unum 1964—1967 voru keyptir 4 nótnabátar, en frysti'húsið FV 2 1976 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.