Frjáls verslun - 01.11.1976, Blaðsíða 23
lega á síðustu árum.
Sovétríkin þróa samskipti sín
við öll lönd á grundvelli full-
komins jafnréttis aðila, gagn-
kvæms ávinnings og afskipta
leysis um innanríkismál. Hið
sósíalíska áætlunarkerfi, sem
ekki verður fyrir áhrifum af
neinum tímabundnum hags-
munum, gerir það kleift að
stofna til samvinnu á stöðug-
um, langtíma grundvelli. Sov-
ésk-japönsk viðskipti eru gott
dæmi um þessa traustu og
gagnkvæmt hagstæðu sam-
vinnu. Japan leggur Sovétríkj-
unum til tæki til vinnslu kola-
auðlinda Suður-Jakútíu. Tækin
verða endurgreidd með sovésk-
um kolum sem japanskur iðn-
aður er í sárri þörf fyrir. Jap-
an selur Sovétríkjunum einnig
tæki til handa efnaiðnaðinum
og kaupir frá þeim háþróaða
tækni á sviði málmvinnslu og
fleiri iðngreina. Iðnrekendur
okkar beina athygli að Sovét-
ríkjunum sem landi þar sem
hægt er að finna mjög hag-
kvæmar lausnir flókinna tækni-
vandamála sagði H. Jamasaki,
fulltrúi japanska fyrirtækisins
Nissio Iwai.
SOVÉSKT-FRANSKT
SAMSTARF
Auk beinna skipta á tækni
hafa sum vestræn ríki tekið í
samvinnu við Sovétríkin að
skapa nýja tækni. Sem dæmi
má nefna samninginn milli
Sovétríkjanna og Frakklands á
sviði flugmála, sem undirritað-
ur var, er Frakklandsforseti, V.
Giscard d’Estaing, heimsótti
Sovétríkin síðast, en hann fjall-
ar um samvinnu um smíði
nýr.ra flugvéla. Sovéskir og
bandarískir vísindamenn hafa
náin samskipti varðandi hag-
nýtingu nýrra raforkuauðlinda.
Þrátt fyrir það þróast tækni-
skipti milli Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna ekki eins og
best verður á kosið.
Sovétríkiim kaupa vélar og
tæki frá Bandaríkjunum.
Bandarísk fyrirtæki hafa einn-
ig áhuga á að auka þessi
viðskipti. Auk gamalgróinnar
söluvöru (krómaðs járns,
efnavöru og málma) eru Sov-
étríkin nýverið tekin að flytja
út til Bandaríkjanna ýmis-
konar vélar og tæki (dráttar-
vélar, tæki og áhöld. rafeinda-
búnað, o.s.frv.) sem bandarísk
fyrirtæki hafa áhuga á að
kaupa. Á sama tíma og Sovét-
ríkin flytja meira inn frá
Bandaríkjunum heldur en þau
flytja út til þeirra sökum mis-
munaraðgerða Bandaríkjaþings,
er þessi innflutningur lítill
miðað við vaxandi tæknimögu-
leika Sovétríkjanna.
SOVÉSK TÆKI TIL VESTUR-
LANDA
Sovétríkin halda áfram að
auka kaup sín á tækjum og
öðrum vörum frá vestrænum
ríkjum jafnframt því sem út-
flutningur þeirra breytistsmám
saman á þá leið að hlutur unn-
innar vöru verður meiri. Sú
stefna hefur mótast að auka út-
flutning á sovéskum tækjum til
vestrænna landa, en þar hafa
innflytjendur áhuga á sovésk-
um tækjum til námuvinnslu,
fyrir málm- og olíuhreinsunar-
iðnaðinn, fyrir vatnsorku- og
kjaxnorkurafstöðvar, á loft-
púðaskipum, dráttarvélum og
ýmsum vélum og verkfærum.
í náinni framtíð munu Sovét-
ríkin setja á heimsmarkaðinn
fjarskiptahnetti, og ýmsan ann-
an háþróaðan tæknibúnað.
Þannig fara s'kipti á tækni-
þekkingu, rétt eins og öll önnur
viðskipti Sovétríkjanna við
önnur lönd, vaxandi og færast
yfir á nýjan grundvöll. Sovét-
ríkin sjá ekki aðeins í því efna-
hagslegan hagnað fyrir sig og
viðskiptaaðila sina, heldur líta
þau og á það sem mikilvægan
þátt í eflingu góðrar nágranna-
sambúðar og framkvæmd al-
þjóðlegrar spennuslökunar, sem
er í fullu samræmi við bókstaf
og anda lokaályktunar Evxópu-
ráðstefnunnar í Helsinki.
FV 11 1976
21