Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 43
ÍSLENSKT HRÁEFNI NOTAÐ
í GRÆNMETIÐ MEÐAN
KOSTUR ER.
Notað er íslenskt hráefni til
niðursuðu grænmetis, en þegar
komið er fram á vetur og græn-
meti á innanlandsmarkaði fell-
ur ekki til lengur er hráefni
flutt inn frá Bandaríkjunum,
Hollandi, Danmörku, Þýzka-
landi og einstaka sinnum frá
Póllandi.
Niðursuðuverksmiðjan Ora
í Kópavogi er byggð samkvæmt
ströngustu kröfum um hrein-
læti á vinnslustöðum í mat-
vælaframleiðslu og vélar fyrir-
tækisins eru mjög fullkomnar
og afkastamiklar.
Unnt er að framleiða 5—7
tonn af fiskfarsi á dag, en Ora
kaupir nýjan fisk, sem síðan er
flakaðu.r og roðflettur í niður-
suðuverksmiðjunni. Unnt er að
hræra allt að 100 kg af fisk-
farsi í einu í hrærivélinni, og
önnur vél getur lokað um
25.000 dósum af fiskbollum og
fiskbúðingum á dag.
Framileiðsla og niðursuða
grænmetis fer einnig fram í
mjög fullkomnum vélum, sem
geta lokað allt að 10.000 %
dósum á klukkustund. Ora hef-
ur möguleika á enn meiri fram-
leiðslu, en þess er ekki kostur,
þar sem markaðurinn hér inn-
anlands er svo lítill og eftir-
spurn er algjörlega ful'lnægt.
7 STÓR KJÚKLINGABÚ Á
LANDINU
Fyrir u.þ.b. 30 árum voru
hænsni seld til matar hér á
landi í því ástandi, að ólíklegt
var að sala eða neysla mundi
aukast, því þau voru seld með
fiðri og innyflum. Stór breyt-
ing hefur orðið hér á og nú eru
kjúklingar og unghænur mjög
vinsæll matur hér á landi, sér-
staklega eftir að húsmæðurnar
og aðrir þeir sem matreiða
náðu betri tökum á hinni fjöl-
breyttu matargerð á fuglum,
og æ fleiri neyta nú fuglakjöts
bæði á sunnudögum og á hátíð-
is- og tyllidögum.
Nú eru 7 stór kjúklingabú á
landinu. Tvö þeirra e,ru á Norð-
urlandi og er aninað þeirra það
stærsta á landinu, Alifuglabúið
Fjöregg í Sveinbjarnargerði á
Svalbarðsströnd. Ennfremur
eru tvö bú á Suðurlandi og
þrjú í nágrenni höfuðborgar-
innar.
ERFITT ÁR HJÁ ALIFUGLA-
FRAMLEIÐENDUM
Þetta ár hefur verið erfitt
hjá alifuglabændum. Fóður
hefur hækkað, þjónusta og
vinnulaun stórhækkað svo og
ýmsar rekstrarvörur s.s. um-
búðir. Kjúklingabændur hafa
ekki getað fylgt hækkununum
Unnið við kyngreiningu á
kjúklingum.
eftir vegna samkeppninnar við
annað kjöt á markaðnum.
Jón M. Guðmundsson, ali-
fuglabóndi á Reykjum í Mos-
fellssveit er brautryðjandi í ali-
fuglarækt hér á landi. Hefur
hann á búi sínu um 800 varp-
hænur og er helmingur þeirra
af kyninu Plymouth Rock. Frá
þessum varphænum fást um 30
þúsund kjúklingar til slátrun-
ar á ár.i F.V. ræddi við Jón um
málefni alifuglaframleiðenda.
KJÚKLINGUR HÆKKAR UM
MEIR EN HELMING FRÁ
FRAMLEIÐANDA TIL
NEYTANDA
Kjúklingur, sem vegur um
1 kg. kostar nú kr. 722 á heild-
söluverði. Rétt er að taka það
fram að verð þetta er nýhækk-
að, en áður kostaði kjúklingur
að sömu þyngd 600 kr. Áður en
en varan kemst til neytandans
hækkar hún um 10—15%
vegna dreifingarkostnaðar, 25
—30% vegna álagningar sem
er frjáls og ofan á útsöluverðið
bætist síðan 20% söluskattur.
Varan hefur því hækkað um
meira en helming frá heildsal-
anum til neytandans. Alifugla-
bændur geta ekki .ráðið við
slíkar hækkanir, en telja heppi-
legustu lausnina, sem auk þess
ætti að vera krafa neytandans
að fella niður söluskattinn á ali-
fuglum.
Yfirleitt eru fáanlegir í versl-
unum kjúklingar, unghænur
og hænsni. Kjúklingarnir eru
10—16 vikna þegar þeim er
slátrað, unghænum er slátrað
1 árs gömlum, en hænsnin eru
eldri fuglar. Fuglarnir eru seld-
ir í verslunum heilir og hálfir,
svo og eru einnig seldar bring-
ur og læri svo eitthvað sé nefnt.
Samkvæmt reglugerð er skylda
að merkja allar kjötvörur, svo
hægt sé að sjá hver sé fram-
leiðandinn. Vörumerkin Holda-
kjúklingur, Móakjúklingur,
Heiðarkjúklingur og Kletta-
kjúklingur eru m.a. vel þekkt.
Fóðurkorntegundir eru inn-
fluttar s.s. bygg, maís, hveiti
og hafrar, en fiskimjöl, gras-
mjöl, skeljasandur og lýsi eru
innlendar fóðurtegundir.
SS REKUR 7 SLÁTURHÚS
OG 10 MATVÖRU-
VERSLANIR
í Reykjavík starfar kjöt-
vinnslufyrirtæki Sláturfélags
Suðurlands, sem stofnað var ár-
ið 1907. Félagið rekur 7 slátur-
hús og 10 smásöluverslanir. Sú
elsta þeirra er starfrækt í
Reykjavík en það er Matar-
dei'ldini, og var sú verslun opn-
uð árið 1907, í Hafnarstræti 5.
Hjá Sláturfélagi Suðurlands
við Skúlagötu eru framleiddar
20 tegundir af áleggi í loft-
FV 11 1976
41