Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 59

Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 59
Norðurbraut hf. sjái um iagn- ingu varanlegs slitlags á götur Raufarhafnar, en sveitarfélagið er hluthafi í Norðurbraut. Reiknað er með að lagning var- anlegs slitlags hefjist 1978, en samtímis gatnagerðiruni verður allt holræsakerfið endurnýjað og sömuleiðis vatnsveitukerfið í bænum. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Skrifstofur Raufarhafnar- hrepps fluttu á sl. sumri í ný- innréttað og vandað skrifstofu- húsnæði. Hreppurinn hefur leigt hús til 10 ára og notar það jafnframt fyrir bókasafn. Skrifstofa ihreppsins var áður í einu herbergi í svokölluðum læknisbústað, eni þar sem fjölga þurfti starfsfólki á skrifstof- unni var óhjákvæmilegt að auka við húsnæðið. Umsvif hafa aukist mjög hjá hreppnum á undanförnum árum og var því ráðin stúlka á skrifstofuna til að annast launaútreikninga og önnur skrifstofustörf. Áður þurfti sveitarstjórinn að sjá um alla skrifstofuvinnu auk áætl- anagerðar fyrir 'hreppinn, verk- stjórnar við leiguíbúðirnar og stjórnun á áhaldahúsi hrepps- ins, sem er eina þungavinnu- vélafyrirtækið í nágrenninu. HAFNARFRAMKVÆMDIR Á sl. sumri kom samstarfs- nefnd um hafnarmál ásamt hafnarmálastjóra í heimsókn og upplýstist það þá, að fyrir- hugað er að koma upp grjót- garði úr 15000m;! af grjóti til skjóls fyrir smábáta í höfninni. Hefja á verkið á næsta ári og vinna þá fyrir 20 milljónir. Á árinu 1978 er svo áformað að byggja 60 metra langa viðlegu- bryggju fyrir smábáta innan grjótgarðsins. Áætlaður kostn- aður við það verk er 25 millj- ónir. Sama ár er ætlunin að dýpka höfnina. Þá má gera ráð fyrir að höfnin fari að verða sæmilega örugg fyrir þessa 30 —40 smábáta, sem gerðir eru út á staðnum, en aðstaða fyrir þá hefur verið óviðunandi. Þá er það á áætluninni að koma upp löndunarkanti í tengslum við frystihúsið, en það verður 50 metra langt stálþil. ÍÞRÓTTAHÚS Á þessu hausti á að byrja framkvæmdir við byggingu í- þróttahúss, sem nýlega var klárað að hanna. Byrjað verð- ur á því að grafa grunn undir sundlaugarhluta, en í húsinu verður bæði sundlaug og í- þróttasalur. Hreppurinn hefur að vísu ekM fengið fram- kvæmdaleyfi, en ætlar sér að byrja upp á eigin spýtur. Eins og er verðum við að senda börn á sundnámskeið að Laug- um í Suður-Þingeyjarsýslu, svo þörfin er brýn að koma sund- lauginni upp. SKIPULAG Ekki er til neitt staðfest skipulag af Raufarhöfn, en til er endurskoðað skipulag frá 1942, sem reynt er að fara eft- ir. Núna er verið að vinna að endurskoðun skipulagsins hjá skipulagsstjóra ríkisins og er þá jafnframt unnið að skipu- lagi hafnarinnar í samvinnu við hafnarmálastjóra. Gamla skipu- lagið var allt miðað við síldar- útvegsbæ, sem ekki er lengur raunhæft og var því þörf á að endurskoða þetta. S AMGÖN GUMÁL Þeir sem áræða að fara land- leiðina til Raufarhafnar veita því óhjákvæmilega athygli, að Sléttuvegur er með því lakara sem til er á landinu. Það hefur verið deilt um það hvort fara ætti með sjó við endurbyggingu vegarins, eða hvort gera ætti veg þvert yfir sléttuna. Valið hefur verið að fara með sjón- um, þótt um lengri leið sé að ræða, því sú deið ikemur til með að haldast opin lengur. Það var byrjað á þessari framkvæmd á árinu og unnið fyrir 20 millj- ónir króna. Ef svona verður haldið áfram ætti heils árs vegur að vera kominn fy.rir Sléttu eftir 3 ár. Það verður veruleg bragarbót fyrir okkur, því mest af aðdráttum hiingað fer fram landleiðina. Kaupfélag l\l-Þingeyinga Verða að taka mjólk frá Húsavík Á Raufarhöfn búa einungis um 480 manns, en þar eru þó reknar tvær matvöruverslanir. Önnur þeirra er útibú frá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga á Kópaskeri og er að sumu leyti fjarstýrt þaðan, en dag- legum rekstri verslunarinnar stjórnar ung stúlka að nafni Ingunn Árnadóttir, og átti hún einmitt 21 árs afmæli daginn sem Frjáls verslun hitti hana að máli á Raufarhöfn. Verslunarstjórinn Ingunn Árnadóttir. FV 11 1976 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.