Frjáls verslun - 01.11.1976, Qupperneq 70
Skeifan í Kópavogi
Fluttu inn 12 mánuðum eftir
að framkvæmdir hófust
Rætt við IVlagnús Jóhannsson, kaupmann
Magnús:
„Verzlunin
í Kópavogi
hefur
gefið
mjög góða
raun og
starfsemi
Skeifunnar
flyzt
þangað
algjörlega
um ára-
mótin.“
— Það liðu ekki nema 12
mánuðir frá því að við byrjuð-
um á húsinu, þar til við flutt-
um bólsturgerðina í það, og
eftir rúma 12 mánuðina opnuð-
um við verzl'unina, sagði Magn-
ús Jóhannsson framkvæmda-
stjóri Húsgagnaverzlunarinnar
Skeifunnar í samtali við FV.
Skeifan tók í notkun á s.l. ári
2000 fermetra hús á tveimur
hæðum við Smiðjuveg í Kópa-
vogi.
Hið nýja hús Skeifunnar, er
steypt jarðhæð, en efri hæðin
er Butler-stálgrindarhús. Áður
en farið var út í þessa miklu
byggingu var gerð nákvæm
byggingaráætlun, og stóðst hún
svo til algjörlega. Veður var
reyndar mjög hagstætt þann
tíma sem húsið var í byggingu
og eins segist Magnús hafa ver-
ið mjög heppinn með iðnaðar-
menn.
— Stálgrindarhúsið hefur
reynst ágætlega og hafa engir
gallar komið fram á því. Ein-
angrun í húsinu er nokkuð góð,
og hefur hitakostnaðurinn ver-
ið tiltölulega hagstæður, en
hann er veigamikið atriði í
svona stórri byggingu. Ástæð-
an fyrir því að við reistum stál-
grindarhús, en steyptum ekki
upp allt húsið, eins og almennt
hefur tíðkast, er að á þeim
tíma, sem við byggðum var
þetta ódýrasta byggingarað-
ferðin, segir Magnús.
Húsgagnaverzlunin Skeifan
er nú orðin 23 ára gömul og
hefur starfað lengst af í Kjör-
garði. Jafnhliða verzluninni
hefur fyrirtækið rekið um-
fangsmikla húsgagnabólstrun,
en þegar flutt var í nýja hús-
næðið, stofnaði Magnús nýtt
bólsturfyrirtæki, sem hann á
ásamt þremur starfsmönnum
fyrirtækisins. Nefnist bólstur-
fyrirtækið Bæjarbólstrarinn og
er til húsa á efri hæð nýja hús-
næðisins í Kópavogi, og selur
það Skeifunni sína framleiðslu.
— Við vorum áður með sér-
stakt bólsturverkstæði, og lag-
era hingað og þangað um
Reykjavík, og þetta var óhemju
dýrt að vera á mörgum stöðum.
>að hefur nú komið í ljós, að
það er ómetanlegt að vera með
alla starfsemi undir sama þaki.
Magnús segir, að verzlunin i
Kópavogi hafi gefið sérstaklega
góða raun og því muni starf-
semi Skeifunnar flytjast algjör-
lega í húsnæðið við Smiðjuveg-
inn um n.k. áramót, þar sem
miklu minna sé verzlað í verzl-
uninni í Kjörgarði en áður. Við
erum með alla byggðina í
Breiðholti við hliðina á okkur
og eins allan austurbæinn í
Kópavogi. Þá sagði hann, að
lítið væri um góð bílastæði við
Laugaveginn, þar sem gamla
verzlunin væri, en þau væru
næg við nýja verzlunarhúsnæð-
(58
FV 11 1976