Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Page 75

Frjáls verslun - 01.11.1976, Page 75
O. Engilbertsson Kf.: Eina fyrirtækið í Kópa- vogi, sem verzlar með bílavarahluti IVóg verkefni fyrir hendi Að Auðbrekku 51 í Kópa- vogi hefur Óskar Engilbertsson rekið í þrjú ár fyrirtæki, sem fæst við innflutning á varahlut- um í bíla og heildsölu til versl- ana og verkstæða og á efri hæð hússins er unnið að mótorstill- ingu, hjólastillingu og ljósa- stillingum, og jafnframt fer þar fram smásala á varahlutum í bíla. Það fyrsta sem vekur at- hygli manns þegar komið er inn á verkstæðið lijá Óskari er hve hreint og þokkalegt það er, en oft vill verða misbrestur á þessu atriði hjá verkstæðum. En skoðun Óskars á þessu er sú að ekkert fyrirtæki geti veitt góða þjónustu ef starfsfólk og aðrir þurfa að vaða skítinn í hné, eins og hann orðaði það sjálfur. O. Engilbertsson hf., eins og Óskar kallar fyrirtækið er eina fyrirtækið í Kópavogi, sem verslar með bílavara'hluti. Á- stæðan fyrir því að fyrirtækið er staðsett í Kópavogi er sú að þeir sem að stofnun þess stóðu, töldu að þörf væri á fyrirtæki sem þessu í bænum. Enda hef- ur það sýnt sig að nóg verkefni voru fyrir hendi. — Það hefur verið nóg að gera á verkstæðinu, en þangað fáum við ekki aðeins bíla frá Kópavogi heldur einnig mikið af höfuðborgarsvæðinu. Og varahlutirnir frá okkur fara bæði í dreifingu hér á þéttbýlis- svæðinu, en ekki síður út á land, sagði Óskar. Síðan bætti hann við að þeir hefðu góða reynslu af því að hafa valið fyrirtækinu stað í Kópavogi, en því væri hiins vegar ekki að neita að umsvif fyrirtækisins Óskar Engilbertsson. myndu án efa aukast ef sam- göngur við Kópavoginn yrðu bættar. — Það eru nefnilega margir hræddir við að hætta sér inn í vegakerfi bæjarins, sagði hann til skýringar. Óskar dvaldist eitt sinn í 4 ár í Bandaríkjunum þar sem hann kynnti sér sérstaklega notkun ýmissa tækja viðkomandi bíla- viðgerðum og hefur hann hag- nýtt sér þessa þekkingu sina á verkstæðinu, og auk þess hefur hann nú umboð fyrir ýmis hagnýt tæki sem eiga að geta stuðlað að bættri viðgerðar- þjónustu. iHann var að því spurður hvað honum fyndist um þá viðgerðarþjónustu sem veitt er hérlendis almennt. — Ég tel, sagði hann, að við séurn langt á eftir nágranna- þjóðum okkar bæði hvað við- kemur tækjabúnaði, og einnig er menntun okkar miklu lé- legri en hún þyrfti að vera og þetta hefur slæm áhrif á þjón- ustuna. Hvað viðkemur tækja- búnaði þá er erfitt fyrir okkur að gera stórt átak þar. Afkoma bílaverkstæða er almennt mjög léleg, þannig að endurnýjun tækja verður óeðlilega lítil. Þetta atriði háir þessari iðn- grein mjög. í framhaldi af þessu var Ósk- ar að því spurður hvort hið mikla slit á bílum hér, sem stafar af slæmum vegum, nægði ekki til þess að tryggja fyrir- tæki eins og því sem hann rek- ur örugga framtíð. Hann sagði að svo væri ekki og fyrir þvi væru margar orsakir. í fyrsta lagi væru óeðlilega margar bílategundir og týpur til í land- inu. Nefndi hann sem dæmi að hvorki meira né minna en 106 tegundir og týpur væru til af fólksbílum einum hér og það hefði í för með sér að vara- hlutaforðinn þyrfti að vera mjög stór og fjölbreyttur, en rýrnun í varáhlutum er hins vegar mikil og því óhagstætt að liggja með mikla lagera. Þá hefur álagningin sitt að segja. Álagning á varahluti er al- mennt 52.4% hér hvað viðkem- ur smásölu, en þyrfti að vera hærri á ýmsum tegundum, en gæti aftur verið lægri á öðr- um, taldi Óskar. Þá væru ýms- ar fleiri ástæður fyrir því að gera reksturinn erfiðan, en ekki verður farið nánar út í það hér. En þrátt fyrir allt, sagðist hann líta framtíðina björtum augum og kvaðst vera sann- færður um að fyrirtækið hans, svo sem önnur af sama tagi ættu eftir að eflast, svo framar- lega sem ríki og bankastofnan- ir settu ekki öllum fyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar og á með- an menn nenntu að vinna eftir bestu samvisku að eflingu fyr- irtækjanna. FV 11 1976 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.