Frjáls verslun - 01.11.1976, Síða 83
Auglýsingastofan hf. 15 ára
„Góð auglysing getur bfargað
fyrirtæki -
og jafnvel drepið annað"
Rætt við Gísla B. Björnsson
Skipuleg auglýsingastarfsemi
á sér ekki langan aldur hér á
landi. Það eru aðeins 15 ár frá
því fyrsta auglýsingastofan tók
til starfa, en það er Auglýsinga-
stofan hf. sem Gísli B. Björns-
son stofnaði. Á bessu tímabili
hafa margir aðilar reynt að
feta 1 fótspor Gísla og hafa
hvorki meira né minna en 23
aðilar gert tilraun til þess að
hasla sér völl á þessum starfs-
vettvangi án árangurs á þess-
um 15 árurn.
Á Auglýsingastofunni hf.
vinna nú 14 manns við gerð
auglýsiniga fyrir hina ólíku
fjölmiðla og eru verkefnin
meiri en nóg, að sögn Gísla.
Auglýsingastofan hf. er til
húsa í skemmtilegu og litríku
húsnæði í Lágmúla 5 og þeg-
ar fyrirtækið var heimsótt fyr-
ir skömmu ríkti þar létt og
gott andrúmsloft meðal starfs-
fólksins.
Á Auglýsingastofunni vinna
auk Gísla, sem er teiknari að
mennt, auglýsingateiknarar,
textahöfundar, starfsmenn, sem
eru tengiliðir við viðskiptavini
og fjölmiðla auk skrifstofufólks
sem annast vélritun, fjármál,
bókhald, símavörslu og sendi-
störf.
Að sögn Gísla er mjög náin
samvinna milli allra þeirra sem
vinna á stofunni, enda telur
hann að góður árangur grund-
vallist á góðu samstarfi og
skipulagndngu. Starfsfólkið
verður að vera opið fyrir hug-
myndum og viðhorfum ann-
arra.
— En í hverju er starfsemi
auglýsingastofu fólgin?
Gísli svaraði þessari spurn-
ingu þannig: — Helsta verk-
efni auglýsingastofu er að ann-
ast auglýsinga- og kynningar-
starfsemi fyrir einstaklinga, fé-
lög, fyrirtæki og stofmanir sem
selja vörur eða þjónustu. I því
felst að gera áætlanir um kostn-
að og dreifingu, gera frumdrög
að efni og formi auglýsinga,
bæði blaða-, tímarita- og sjón-
varpsauglýsinga, ræða þau við
auglýsandann, annast endan-
lega mótun efnisins og birtingu
þess í fjölmiðlum í samræmi
við áætlanir um það. — Aug-
lýsingastofa annast mótun út-
lits og forms þeirra gagna sem
fyrirtæki og verslanir nota og
eiga þátt í að móta viðhorf al-
mennings og viðskiptaaðila til
þeirra.
Auglýsingar geta verið með
svo mörgu móti. Þær geta
verið einfaldar og byggðar
upp þannig að hið fagur-
fræðilega ræður ríkjum. Þær
geta líka verið byggðar fyrst
og fremst upp á texta þar sem
hið fagurfræðilega verður að
víkja fyrir orðum. Margt ann-
að kemur til athugunar þegar
auglýsing er gerð.
— Gera hin ólíku sjónarmið
ekki hópi fólks erfitt fyrir við
gerð einnar auglýsingar?
— Vissulega kemur það fyrir
að þeir sem vinna hér á stof-
unni eru ekki sammála um
lausn einstakra verkefna, sagði
Gísli, — en alltaf fer það þó
svo, að við finnum einhverja
þá lausn sem samræmir hin ó-
líku sjónarmið. Stundum byrj-
um við á því að efna til nokk-
urs konar hugmyndasamkeppni
meðal starfsfólksins þegar við
FV 11 1976
81