Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1976, Page 100

Frjáls verslun - 01.11.1976, Page 100
Ew4 ritstiárn Bætt kjör láglaunafólks Þing Alþýðusambands Islands hefur gei'ið tilefni til líflegra umræðna undanfarið og blöðin liala gefið því ríflegt umtal svo sem vænta mátti. Forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar hafa að þingi loknu reynt að meta árangurinn al' því og tala þá gjarnan um sóknarþing og að vörn sé breytt í sókn í verkalýðsbaráttunni með þessu þingi. Hvað sem því líður eru altar horfur á að cnn verði á það knúið af hálfu verkalýðs- hreyfingarinnar snemma næsta árs, að laun í landinu hækki almennt mjög verulega. Margir eru uggandi um að sá árangur, sem náðst hefur í viðureign við verðbólguna verði að engu gerður með einu pennastriki og nú þegar eru kunnugir farnir að spá 40% verðbólgu í kjölfar nýrra kjarasamninga. I lengstu lög verður að vona, að til slíkrar ógæfu komi ekki en liitt er líka ljóst, að stór hópur launþega á réttmætar kröfur til um- talsverðra kjarabóta, sem koma verður til móts við. Alkunna er, að þeir lægstlaunuðu hafa ekki borið jafnmikið úr býtum og á- stæða hefur verið til við gerð kjarasamninga undanfarinna ára. Alltaf hafa þeir, sem bet- ur máttu sín fyrir, fleytt rjómann ofan af og launabilið milli launþegahópanna inn- byrðis lialdizt óbreytt ef ekki breikkað. Þótt fjálglega liafi verið talað um að laun hinna lægstlaunuðu þyrfti að hækka hefur árangur imi ekki verið eftir því. - Þar er verkatýðsforystunni fyrst og fremst sjálfri um að kenna, því að hún hefur ekki getað tekið ábyrga afstöðu með hinum verst settu innan shma raða, ef það þýddi mcira aðtiald i tiækkun til þeirra, sem meira máttu sín. I fljótu bragði virðist árangurinn al' nýaf- stöðnu ASl-þingi alla vega vera sá, að mönn- um sé ljóst, hver alvara er þarna á ferðum og að nú verði að breyta um stefnu til hags- bóta lyrir láglaunastéttirnar. I sjónvarpsvið- tali að loknu ASl-þinginu, lagði formaður Landssambands ísl. verzlunarmanna höfuð- áherzlu á þetta, en það var atliyglisvert, að koimnúnistinn, sem sat fyrir svörum með lionum stó úr og í vegna liagsmuna hins svo- nefnda „uppmælingaaðals", sem hann var fulltrúi fyrir. Haft hefur vcrið á orði, að láglaunahóp- arnir hafi styrkt mjög stöðu sína innan verkalýðshreyfingarihnar á þinginu. Von- andi er það til merkis um, að forysta hennar hagi sér öðru visi í komandi samningum en liingað til og sýni það ótvírætt í verki, að hún vilji fyrst og fremst bæta hag hinna lægst launuðu. Um það getur áreiðanlega náðst víðtæk samstaða með öðrum aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum, að svo miklu leyti sem þeim á að blanda inn í al- menna samningagerð. Vaxtafrádrátturinn Það gengur fjöllunum hærra, að með breytingum á reglum um vaxtafrádrátt til skatts verði hagur húsbyggjenda mjög skéftur frá því scm nú cr. Seint skal því trúað, að forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins á þingi og í ríkistjórn muni eiga aðild að þess konar ráðstöfunum, svo mjög scm tals- menn flokksns halda á loft einstaklingsfram- taki og því stefnumáli, að hér á landi verði fólki gert kleift að búa í eigin húsnæði. Er þetta grundvallannunur á fyrirkomulagi húsnæðismála hér og víðast í nágrannalönd- um okkai*, sem Islendingar geta verið stoltir af. Til þess að ná árangri og verða öðrum ó- liáðir i húsnæðismálum hafa ungir húsbyggj- endur orðið að leggja hart að sér og vinna mikið til að ná nauðsynlegum tekjum meðan á framkvæmdum hefur staðið. Samt hefur ckki annað dugað en veruleg skuldasöfnun að auki. Stjómvöíd hafa tekið tillit til þess- ara sérstæðu aðstæðna með frádrætti vaxta á skattframtali og hafa þeir, sem nýverið hafa lagt í fjárfestingar ekki trúað öðru en að svo myndi verða áfram. Vonandi kemur ]iað líka i ljós, að sá ótti við grundvallar- breytingar í þessu efni, sem hefur gri])ið um sig síðustu vikur, eigi ekki við rök að styðj- ast. 08 FV 11 1976
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.