Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Síða 9

Frjáls verslun - 01.05.1977, Síða 9
Hörð átök er framund- an í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur um skipun framboðslista í þingkosn- ingum og borgarstjórnar- kosningum á næsta ári. Þeir Benedikt Gröndal og Gylfi Þ. Gíslason höfðu gert með sér samkomulag um að Benedikt yrði í efsta sæti hér í Reykjavík við næstu þingkosningar og Gylfi í öðru. Stuðn- ingsmenn Eggerts G. Þor- steinssonar mótmæla þessu harðlega og hafa nú byrjað undirskriftasöfn- un til að tryggja Eggert annað sætið á listanum, sem hann hefur verið í undnfarið. Ekki er talið ólíklegt að þessi átök leiði til þess, að Benedikt verði enn á ný að sætta sig við framboð í Vesturlands- kjördæmi. Um framboð til borgarstjórnar er það að segja, að margir vilja komast í sæti Björgvins Guðmundssonar efst á listanum. Dr. Bragi Jósepsson er talinn koma sterklega til greina en ekki er ljóst hvort hann hyggst frcmur sækjast eftir uppstillingu á þing- listann. röð stærstu fyrirtækja á ■þessu sviði ásamt Aug- lýsingastofu Gísla B. Björnssonar, Auglýsinga- stofu Kristinar Þorkels- dóttur og Auglýsingaþjón- ustunni. í hæsta máta undarlegt ástand virðist vera orðið ríkjandi í sölumálum ís- lenzkrar ullarvöru. Sam- keppni söluaðila hér heima fyrir er orðin háskaleg og verðmunur ótrúlega inikill. Fram hef- ur komið í fréttum að farið er að prjóna „ís- lenzkar“ ullarvörur á Norðurlöndunum úr ís- lenzku hráefni og selja á lægra verði en framleið- endur hér hcima bjóða. I New York mun líka vera starfandi verzlun sem sel- ur íslenzkar ullarflíkur á ■niðursettu verði. Sagt er að þær séu framleiddar úr lopa, sem keyptur sé á Islandi en fluttur til Formósu, þar sem prjón- að er úr honum og flík- urnar síðan fluttar á markað í New York. Bjarni Grímsson, sem verið 'hefur framkvæmda- stjóri auglýsingastofu Kristínar Þorkelsdóttur er á förum frá því fyrir- tæki og hyggst senn hefja rekstur eigin auglýsinga- stofu í samstarfi við Otto Ólafsson formann FÍT. Telja kunnugir, að aug- lýsingastofa Bjarna eigi mi'kla framtíð fyrir sér og muni fljótlega skipa sér í Ýmsir stuðningsmenn meirihlutans í útvarps- ráði hafa hvatt menn sína í ráðinu til að stuðla að eðlilegum fréttaflutningi í hljóðvarpinu og setja ,,lituðum“ fréttum ein- hver takmörk. f þessu sambandi er vitnað til fréttaflutnings af kosn- ingabaráttunni á Spáni nýverið, en íslenzka Rík- isútvarpið fjallaði næst- um einvörðungu um (þátt kommúnistanna í henni eins og aðrir stjórnmála- flokkar væru tæpast til. Síðan kom í ljós, að þessi uppáhaldsflokkur frétta- manna Ríkisútvarpsins naut 5% fylgis í kosning- unum. Full ástæða virðist vera til að veita starfs- mönnum fréttastofu út- varpsins og svokölluðum „fréttamönnum“ hennar erlendis aukið aðhald þannig að fréttaflutning- ur þeirra sé í einhverju samræmi við raunveru- leikann en byggist ekki á pólitískri óskhyggju við- komandi einstaklinga. Viðræður hafa undan- farið átt sér stað milli matvöruheildsala um að hefja sameiginlegan inn- flutning á matvöru undir einu og sama merki til að lækka vöruverð. Með þessu ætla innflytjendur matvöru að ná betri sam- keppnisstöðu gagnvart Sambandinu, sem í sí- auknum mæli færir út kvíarnar á þessu sviði sér- staklega á höfuðborgar- svæðinu. Spáð er haustkosning- um í kjölfar nýrra kjara- samninga og endurnýj- aðrar óðaverðbólgu sem þeim fylgir. Flokkarnir munu eflaust kynna nýj- ar tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum með haustinu og sennilega leggja þær undir dóm kjósenda. FV 5 1977 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.