Frjáls verslun - 01.05.1977, Qupperneq 12
Vátryggingarfélögin:
Tap árið 1975 álíka mikið
og hagnaður árið áður
Eitt félag með 140 milljóna króna rekstrartap
f hcild varð tap á rekstri íslenzku vátryggingarfélaganna árið
1975 samkvæmt bókfærðum tölum er nam 4.940 þús. króna eða
0,05% miðað við iðgjöld en hagnaður af sömu stærðargráðu var á
árinu 1974. Afkoma einstakra félaga var hins vegar mjög mis-
munandi eins og fram kemur í ársreikningum þeirra, sem nýlega
voru birtir í ársskýrslu Tryggingareftirlitsins fyrir árið 1975—76.
Þar kemur fram, að tap 1975
hefur orðið á rekstri samtals 7
félaga að upphæð 248.610 þús.
króna en hagnaður hjá 21 aðila
að fjárhæð 243.680 þús. króna.
BÓKFÆRÐ IÐGJÖLD 10,5
MILLJARÐAR
Bókfærð iðgjöld vátrygging-
arfélaganna á árinu 1975 námu
samtals 10,5 milljörðum króna
samkvæmt ársreikningum
þeirra. Samkvæmt tölum, er
Tryggingareftirlitið hefur um
rekstur félaganna á árinu 1974
námu bókfærð iðgjöld 6,3 millj-
örðum króna á því ári og var
því aukningin í krónutölu
66,6%. Hin mikla aukning ið-
gjaldamagns stafar að verulegu
leyti af því, hve verðbólgan var
mikil á árinu, en hún hefur m.a.
í för með sér hækkun vátrygg-
ingarfjárhæða í einstökum
greinum og hlutfallslega hækk-
un iðgjalda. Einnig er skýring-
arinnar að leita í fallandi gengi
íslenzku krónunnar, en veru-
legur hluti viðskipta félaganna
er í erlendum gjaldmiðlum. Þá
hefur endurskoðun á bókhaldi
félaganna, einkum í erlendum
endurtryggingum haft í för
með sér leiðréttingar til hækk-
unar á bókfærðum iðgjöldum
samanborið við árið 1974. Voru
þær leiðréttingar ekki komnar
til framkvæmda að fullu á ár-
inu 1975. Viðskipti félaganna
hafa aukizt í þeirri grein og í
öðrum greinum.
ERLENDAR ENDURTRYGG-
INGAR JUKUST MEST
Aukningin varð mest í er-
lendum endurtryggingum eða
87,4%. Hlutdeild frumtrygg-
inga lækkaði milli áranna 1974
—1975 úr 60,4% í 56,5%. Við-
skipti félaganna hvert við ann-
að og við erlend vátryggingar-
félög jukust því meir en beinu
viðskipti félaganna. Tæp 20%
bókfærðra iðgjalda á árinu
1975 voru vegna erlendra end-
urtrygginga. Hlutdeild þeirra
1975
Skaðatryggingar
Innlendar endurtr.
Erlendar endurtr.
Skaða- og endurtr. alls
er í raun meiri, þar eð eitt fé-
lag, sem rekur þessa starfsemi
í verulegum mæli, bókfærði á
árinu 1975 iðgjöldin á annan
hátt en tilskilið er, þ.e. að frá-
dregnum greiddum umboðs-
launum.
Frumtryggingariðgjöld, þ.e.
iðgjöld vegna samninga rnilli
félaga og vátryggingartaka
námu því tæpum 6 milljörðum
króna. Sú tala er ekki mæli-
kvarði á greiðslur vátrygging-
artaka til félaganna, þar eð
20% söluskattur er greiddur til
viðbótar í mörgum greinum.
Áætluð fmmtryggingariðgjöld
að viðbættum söluskatti voru
um 6,5 milljarðar króna.
Bókfærð frumtryggingarið-
gjöld hafa aukizt milli ára um
55,8% eins og áður segir. Á
sama tíma hækkaði meðalvísi-
tala vöru og þjónustu milli ár-
anna 1974 og 1975 um 50,2%.
Aukning milli ára er því 3,7%
umfram hækkun vísitölu.
HLUTFALL TJÓNA OG
IÐGJALDA
Upphæðir iðgjalda og tjóna
ársins voru sem hér segir:
Tjón/
Iðgj. %
98,7
95,9
102,4
98,7
Iðgjöld ársins
5.411.981
2.367.469
1.940.258
9.719.708
Tjón ársins
5.339.243
2.270.416
1.986.068_
9.595.727
12
FV 5 1977