Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Page 30

Frjáls verslun - 01.05.1977, Page 30
Forstjórar Flugleiða í viðtali: Samkeppni við leiguflugið fer harðnandi á Atlantshafsleiðinni Góður hagur Flugleiða að þakka góðri nýtingu í utanlandsflugi Innanlandsflugið er rekið með halla vegna verðlagsákvæða Heildarfarþegafjöldi flugfélaganna þriggja, sem mynda Flugleiðir hf., þ.e. Flugfélags íslands, Loft- leiða og International Air Bahama, í áætlunarflugi var 665,780 árið 1976 og hafði aukist um 4,5% frá árinu áður. Heildarfarþegarfjöldinn skiptist þannig: Norður-Atlantshafsflug 254,199 Evr- ópuflug 127,749; Innanlandsflug 205,756; Bahamaflug 78,031 og Jeiguflug 48,614. Fluttir farþeg- ar í áætlunarflugi og leiguflugi voru því á árinu 714,394. Þetta ásamt ýmsu öðrum ítarlegum upp- lýsingum um rekstur Flugleiða kom fram á aðalfundi félagsins nýlega. I framhaldi af ofangreindum upplýsingum um fjárhagsafkomu félagsins 1976 kom fram að enda þótt heildarflutningar hafi vaxið um 11% frá árinu á undan óx framboðið flutningsmagn aðeins um 5,6%. Hleðslunýting var með eindæmum góð, 75,7%. Frjáls verzlun átti að lokn- um aðalfundinum viðtal við forstjóra Flugleiða, þá Alfreð Elíasson, Sigurð Helgason og Örn Ó. Johnson, þar sem ýmis- legt bar á góma varðandi flug- málin og rekstur Flugleiða. F.V.:— Hverjar teljið þið markverðustu niðurstöður í rekstrarútkomu félagsins í fyrra í samanburði við undanfarin ár? Örn: — Eins og fram kom á aðalfundi félagsins nýlega urðu ekki neinar stórvægilegar breytingar á starfsemi þess á síðastliðnu ári. Það var dálítil aukning á flutningum en þeir höfðu aftur dregizt dálítið sam- an 1975 miðað við árið þar á undan. Árið einkenndist fyrst og fremst af viðleitni okkar til að hagræða og bæta okkar rekstur. Það var unnið að nýrri skrif- stofubyggingu, bættri aðstöðu fyrir viðhald flugvéla hér í Reykjavík. Hvort tveggja var tekið í notkun snemma á þessu ári. Það þótti einna merkilegast við reksturinn á síðastliðnu ári, 30 FV 5 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.