Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Side 47

Frjáls verslun - 01.05.1977, Side 47
Ferðamálaráð Munum leggja sérstaka áherslu á ráðstefnumálin Tekjur ferðamálaráðs 100 milljónir í ár Margvísleg viðfangsefni eru til úrlausnar hjá hinu nýskipaða Ferðamálaráði Islands, sem nú hef- ur starfað í eitt ár samkvæmt lögum, sem Alþingi samþykkti í fyrra. Til þess að fræðast um verk- efni Ferðamálaráðs og viðhorf bess til þróunar íslenzkra ferðamála, ræddi blaðið nýlega við formann þess, Heimi Hannesson, lögfræðing. — Hver verða helztu verkefni Ferðamálaráðs fslands á þessu ári? — Árið 1977 er fyrsta heila árið í starfsemi Ferðamálaráðs íslands og verður því eðlilega mikið mótunarár og verða á þessu ári lögð drög að ýmsum þeim verkefnum sem annað hvort sjá dagsins Ijós í fram- kvæmd síðar á þessu ári eða því næsta. Mjög mikil undirbún- ingsvinna hefur verið innt af hendi í mörgum málaflokkum, sem væntanlega eiga smám saman eftir að skila árangri og kemur æ betur í ljós, að hin nýju lög um ferðamál á síðasta ári marka mikil timamót í sögu islenskra ferðamála og e.t.v meiri en menn gerðu sér ljóst í upphafi. Of snemmt er að ræða um hvernig til hefur tekist með framkvæmdina — það leiðir tíminn smám saman í ljós. Að því er varðar hina ytri starfsemi er þess að geta, að ekki voru tök á að flytja í húsa- kynni til frambúðar fyrr en eft- ir síðustu páska og stóð það starfseminni að nokkru leyti fyrir þrifum. Ennfremur eru starfsmannamál og ráðningar ennþá í mótun, en þó er þess að vænta að þau skýrist verulega innan tíðar. Eins og vitað er tekur Ferða- málaráð við fjölmörgum verk- efnum, sem Ferðaskrifstofa rík- isins áður annaðist, svo sem allri landkynningu, alþjóðlegu samstarfi á sviði ferðamála og fleiri málaflokkum. Hin ánægjulegasta samvinna hefur verið við Ferðaskrifstofu ríkis- ins og Samgöngumálaráðuneyt- ið um yfirtöku þessara verk- efna Ferðamálaráðs. I sambandi við megin starf- semi og tilgang Ferðamálaráðs íslands vil ég leggja á það á- herslu, að hvers konar ferða- þjónusta í tengslum við heim- sóknir erlendra ferðamanna er í eðli sínu útflutningur og ber því að líta á mikilvægi þessar- ar atvinnugreinar í því ljósi. í öðrum útflutningsgreinum eru vörur og þjónusta flutt úr landi til neyslu erlendis, en í þessari atvinnugrein er munurinn sá, að hinir erlendu viðskiptamenn okkar sækja okkur heim og neyslan fer fram hér innan- lands — þetta er að því leyti mikilvægari útflutningsgrein, þegar við höfum í huga að hér við bætist að einn hluti þjón- ustunnar er í því fólginn að flytja viðskiptamennina til og frá landinu og þannig verður þessi þjónusta ein mikilvægasta forsenda þess, að okkur takist að halda uppi flugsamgöngum við útlönd allt árið um kring og varla þarf að fjölyi'ða um nauðsyn þess. Eg er ekki viss um, að það sé öllum jafn ljóst, að jákvæð þróun íslenskra ferðamála er í rauninni forsenda þess, að hægt sé að halda uppi þeim full- komnu samgöngum sem tekist hefur að byggja upp við um- heiminn. Ef litið er á helstu verkefni, sem á dagskrá eru á árinu, hef- ur smám saman mótast ákveð- Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs íslands. FV 5 1977 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.