Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Side 63

Frjáls verslun - 01.05.1977, Side 63
Vöiiuflutnmgar í lofti aukast jafnt og þétt. Myndin er úr vöru- afgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli. Norðurlanda með viðkomu á fs- landi. Famar skyldu vikulegar ferðir en árið áður hafði fé- lagið opnað skrifstofu í New York. í Noregi komust Loftleið- ir í samband við Braathens S. A. F. E. sem gerðist aðalum- boðsaðili félagsins þar í landi, en tók jafnframt að sér við- hald flugvéla þess á verkstæð- um sínum í Stafangri. Um þess- ar mundir voru komnar á mark- aðinn nýjar og hraðfleygari flugvélar frá Douglas-verk- smiðjunum, þ.e.a.s. Cloudmast- er-flugvélar. Flest stserri flug- félög er flug stunduðu yfir Atlantshaf höfðu tekið þær eða aðrar ámóta í þjónustu sína. Samkeppnisaðstaða félagsins var því örðug. Forráðamenn fé- lagsins ákváðu þá að bjóða lægri fargjöld á Atlantshafinu með tilliti til þess að flugvélar þess vom ekki eins hraðfleyg- ar og annarra félaga. • LÁGU FARGJÖLDIN VÖKTU ATHYGLI 1953 voru hin lágu fargjöld Loftleiða yfir Atlantshaf aug- lýst og vöktu strax mikla at- hygli. Með þessu móti náði fé- lagið til viðskiptavina, sem að öðrum kosti hefðu notað skipa- ferðir eða setið heima. Fljót- lega bar þessi ráðstöfun árang- ur og sætanýting jókst samhliða því að ferðum var fjölgað. Fljótt bar á því að flugfélög viðkomandi landa töldu Loft- leiðir engan aufúsugest og var mjög að félaginu þrengt um tíma. Það var á þessum árum að flugferðir hófust til Luxem- borgar, þ.e. hinn 22. maí 1955, sem síðan varð aðalviðkomu- staður félagsins í Evrópu. Stjórnvöld í Luxemborg höfðu frá öndverðu frjálslegar skoð- anir á markaðsmálum flugsins og fargjaldamálum. Því hafa Loftleiðir getað boðið lægri far- gjöld á leiðunum Luxemborg 1 ísland / U.S. A. en önnur áætl- unarfélög á Norður-Atlantshafs- leiðinni. • SAMKEPPNI — SAMEINING Upp úr 1970 var augljóst að samkeppni íslensku flugfélag- anna á millilandaleiðum myndi báðum mjög óhagkvæm og jafnvel hættuleg. Þáverandi rík- isstjórn hlutaðist til um að við- ræður hófust milli Flugfélags íslands og Loftleiða um sam- ræmingu flugfélaganna og jafn- vel sameiningu. Þær viðræður báru árangur snemma árs 1973 og hinn 28. júní það ár sam- þykktu hluthafafundir beggja félaganna að stofnað skyldi sameignarfélag sem yfirtæki alla hluti í félögunum báðum og samræmdi reksturinn. Hluta- félagið Flugleiðir var svo stofn- að 20. júlí og tók til starfa 1. ágúst. I október voru allar millilandaáætlanir samræmdar og um áramót flestar skrifstof- ur erlendis sameinaðar. Saga Flugleiða síðan er flestum landsmönnum kunn. Hér skal því aðeins stiklað á nokkrum atriðum. Skömmu eftir stofnun Flug- leiða horfðist allt farþega- flug, hvar sem var í heim- inum, í augu við mestu erfið- leika sem í vegi þess höfðu orð- ið allt frá lokum síðari heims- styrjaldar. Dar er átt við olíu- kreppuna og hinar geigvæn- legu verðhækkanir í kjölfar hennar. Grípa varð til margra ráðstafana til þess að einfalda reksturinn, ef ekki ætti verr að fara. Flug var minnkað um stundar sakir á vissum flugleið- um, kostnaður skorinn niður eftir því sem mögulegt var og deildir sameinaðar í öðrum til- fellum. Sameining skrifstofa er- lendis og þar af leiðandi lækk- andi kostnaður kom hér einnig til góða. Svo og aukin vinnu- hagræðing í skrifstofum, verk- stæðum og öðrum vinnustöðum félagsins. Óhætt mun að segja að hefði sameining félaganna tveggja Flugfélags íslands og Loftleiða ekki verið komin til framkvæmda hefði íslenskt á- ætlunarflug beðið mikið afhroð og óvíst hvort félögin, annað eða bæði, hefðu sloppið lifandi úr þeim darraðardansi. Síðan rekstur Flugleiða og hagræð- ingar sem í kjölfar fylgdu kom- ust til framkvæmda hefur rof- að til og víst er að sameining kraftanna á þessum vettvangi er eina von okkar íslendinga til þess að við getum haldið okkar hlut í farþegaflutningum og annast loftsiglingar okkar sjálfir í framtíðinni. Erfiðleik- ar eru að baki en þeir eru líka framundan. Saga íslensku flug- félaganna geymir marga sigra, en líka vonbrigði, en gef- ur jafnframt von um glæsilega framtíð íslenskra flugmála og íslenskra ferðamála. FV 5 1977 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.