Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1977, Síða 81

Frjáls verslun - 01.05.1977, Síða 81
og þá ekki síst kláravíni. Það er óeðlilega mikill verðmismun- ur á þessum ruddavíntegundum og öðrum sterkum áfengisteg- undum, og þegar almenningur kaupir áfengi þá kaupir hann það áfengi sem hefur mest alkó- hólmagn og er ódýrast. Erlendis myndi þetta sama fólk ekki líta á brennivín. Það myndi kaupa rom, vodka og aðrar betri teg- undir. Ég tel því að hér ætti annað hvort að lækka verð á þessum tegundum áfengis, eða hækka verðið á brennivíninu. Of hátt verð á víni á veit- ingastöðum er líka liður í því að skapa hér ómenningu í vín- drykkju. Fólk sem fer út á skemmtistaði, hellir í sig áður en það fer að heiman og verð- ur svo oft á tíðum dauðadrukk- ið þegar það kemur á staðinn. MEÐ BJÓRNUM — Stefna stjórnvalda í öðr- um löndum er yfirleitt sú á síðari árum, að minnka alkóhól- magn, þess sem selt er, t.d. í Kanada, þar sem er einkasala, er bannað að selja sterkara áfengi en það, sem inniheidur 40% alkóhólmagn. En hér eru engin takmörk fyrir því, hvað sterkt það skal vera, aðeins ekki of veikt, eins og t.d. bjór. — En þegar er talað um stefnuleysi í áfengismálum má ekki gleyma bjórnum. Ég er þeirrar skoðunar að það ætti að leyfa sölu á honum. Það mætti alla vega gera tilraun hér með sölu bjórs. Fólk getur aldrei drukkið sig eins illa fullt af bjór og það gerir af sterkum drykkjum. Ef það drekkur mikinn bjór verður það hrein- lega veikt. Og þó svo að bjór- inn sé ekki leyfður hér, brugga þeir bjór sem ætla sér. Þessi heimabruggaði bjór, er oft á tíðum alls konar glundur, þræl- sterkur og gerður af kunn- áttuleysi. Og honum fylgir einnig sá ókostur að hann er yfirleitt gerður í miklu magni i einu og það hefur það í för með sér að fólk drekkur miklu meira af honum, en það myndi gera ef það þyrfti að kaupa hann hjá okkur. Og auk þess er mikill erlend- ur bjór fluttur til landsins af sérréttindahópum. Á hverju ári fara í gegnum hendur Svövu gífurlegar upp- hæðir vegna vínsölu hér á landi. Hvað finnst henni um fyrirtækið sjálft? Finnst henni réttlætanlegt að reka áfengis- einkasölu sem þessa á vegum ríkisins? Er það ekki vafasam- ur gróði sem henni fylgir? DRUKKIÐ VER ÞAR SEM EINKASÖLUR ERU — Mér finnst einkasölur af þessu tagi eiga rétt á sér. Það hefur sýnt sig að fólk kaupir vín hvort sem einkasala er í landinu eða ekki, en þetta form á sölunni tryggir hins vegar það að ekki eru í gangi á opin- berum markaði aðrar tegundir en þær sem viðurkenndar eru og frá þekktum fyrirtækjum. Hitt er svo annað mál að þáð hefur sýnt sig í þeim löndum, sem áfengiseinkasölur eru, að þar drekkur fólk ver af ein- hverjum orsökum. Kannske er það verðlagið sem spilar þarna inn í. Þar sem áfengiseinkasöl- ur eru þar er verð á áfengi hærra en í öðrum löndum og ef það er rétt að hátt verðlag geri áfengisdrykkju meira freist- andi, þá eru rök templara um að áfengisverð þurfi að vera sem allra hæst til að draga úr drykkju, alls ekki í gildi. Aðspurð hvort tölva væri mikið notuð við pantanir svar- aði Svava: — Alls ekki. Hún var notuð, að mig minnir 1967 eða 68, en af einhverjum á- stæðum reyndist það ekki vel. Það hefur aldrei verið síðan ég tók við. Ég fer í gegnum þessar ca. 400 áfengistegundir og 150 tóbakstegundir mánaðarlega og panta eftir þörfum og við reyn- um að hafa birgðirnar alltaf sem minnstar. En að lokum var Svava spurð hvort hún gæti sjálf drukkið vin eftir þessi 19 ár í Áfengis og tóbaksversluninni. — Ég smakka vín, en ekki mikið. En ef ég væri veik fyrir víni þá væri þetta ekki rétta starfið fyrir mig. M«rhíBÖsþúttur Frjálsrar veraluwtur TSý aðferð sem skilar árangrl FV 5 1977 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.