Frjáls verslun - 01.11.1977, Side 7
í stuttu máli
# Mjólkurframleiðslan
Fyrstu 9 mánuöi þessa árs hafa
mjólkursamlögin tekiö á móti 94,4
milljón kg af mjólk, en á sama tíma-
bili 1 fyrra var innvegin mjólk 89,5
millj. kg.
Allt síöastliöið ár tóku mjólkursam-
lögin á móti 112 millj. kg, en í ár er
útlit fyrir að innvegin mjólk verði um
118 millj. kg.
Smávegis samdráttur varð í sölu ný-
mjólkur eða um 2,7%, en veruleg
aukning 1 sölu undanrennu.
Framleitt var um 40 lestum minna
af smjöri á þessu ári en í fyrra. Birgðir
í upphafi ársins voru nú 558 lestir, en
í fyrra 328 lestir. Nokkur samdráttur
hefur orðið í sölu á smjöri, í fyrra voru
seldar fyrstu 9 mánuöi ársins 1265 lest-
ir, en í ár 1035 lestir. Birgðir 1. októ-
ber s.l. voru 1080 lestir, en 1. okt. 1976
voru þær 649 lestir.
# Islendingar ekki lengur í
borgarstjórn í Winnipeg
Tveir menn af íslenskum ættum
áttu sæti í borgarstjórn Winnipeg-
borgar, en hvorugur þeirra náði kjöri
í síðustu kosningum. Magnús Elíasson,
sem verið hefur virkur þátttakandi í
stjórnmálum í 45 ár, og átti sæti í
borgarstjórninni síðustu tvö kjörtíma-
bil, tapaði í kosningunum með mjög
fáum atkvæðum, eða aðeins 212. —
Robert Johannsson tapaði einnig, —
hann fékk líka næst flest atkvæði
frambjóðenda í sínu kjördæmi.
# Áfkoma Sambandsins
Erlendur Einarsson forstjóri flutti að
vanda yfirgripsmikið erindi um á-
standið í efnahagsmálum landsins,
rekstur Sambandsins það sem af er ár-
inu og horfurnar framundan á fundi
kaupfélagsstjóra í lok nóvember.
Varðandi rekstur sambandsins gat
hann þess, að velta aðaldeilda þess frá
áramótum til septemberloka væri orð-
in 33 miljarðar og hefði aukizt um
50%. Launakostnaður hefði hækkað
um 47,2,% en annar kostnaður um
48-9%. Afkoma flestra deilda Sam-
bandsins væri lakari en í fyrra nema
Sjávarafurðadeildar. Varðandi fram-
tíðarhorfur kvað Érlendur útlitið ekki
glæsilegt í svip: Útflutningsiðnaður-
inn ætti í erfiðleikum, smásöluverzl-
unin væri þung í skauti, en þó hefði
verðbólguástandið farið einna verst
með landbúnaðinn.
Þá hafa verið dregnar saman upp-
lýsingar um verzlun hjá 16 kaupfélög-
um innan Sambandsins, og benda þær
til þess, að í lok ágúst hafi verzlun
þeirra aukizt um 31.2%, en laun
hækkað um 44,2%. Einnig kom fram,
að vaxtakostnaður kaupfélaganna
hefði tvöfaldazt síðastliðin fimm ár, og
samvinnuhreyfingin hefði verið illa
undir þaö búin að mæta vaxtahækkun.
Vaxtabyrði kaupfélaganna væri orðið
vandamál, sem leysa þyrfti með ein-
hverju móti.
# 26% söluaukning hjá
lceland Products
Fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs
jókst sala Iceland Products í dollurum
um 26% miðað við sama tímabil fyrra
árs. Salan greinist sem hér segir í
milljónum dollara:
1976 1977
Fiskréttir 16.8 22.6 aukn. 35%
Flök 15.5 20.3 aukn. 31%
Annað 4.8 4.0 samdr. 17%
Samtals 37.1 m/$ 46.9m/$ aukn. 26%
í magni er salan svipuð og árið áður,
og er því ljóst aö rekja má aukninguna
til verðhækkana. Það sem af er þessu
ári hefur eftirspurn Iceland Products
eftir flökum, einkum þorskflökum, ver-
iö miklu mun meiri en unnt hefur ver-
ið að anna og þó er framleiðsluaukn-
ing í þorskflökum yfir 40% 1 október-
lok. Er óhætt að fullyrða, að söluaukn-
ing hjá Iceland Products hefði oröið
mun meiri, ef hægt hefði verið að hafa
til reiðu öll þau fiskflök, sem viðskipta-
vinir fyrirtækisins vildu kaupa. Allt
árið 1976 varð velta Iceland Products
48.5 millj. dollara, og vantar því ekki
mikiö upp á, að veltu alls fyrra árs sé
náð 1 lok september 1977.
FV 11 1977
7