Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 9
Alþýðuflokksmenn
flytja þann boðskap um
þessar mundir, að kosn-
ingar til Alþingis verði
látnar fara fram í apríl
næstkomandi. Astæðan sé
sú, að þann 1. marz muni
blasa við algjört öngþveiti
í cfnahagsmálum vegna
vísitölubreytinga. Verði
ríkisstjórnin neydd til
að taka vísitöluna úr
sambandi og bera aðgerð-
ir í efnahagsmálum undir
kjósendur. Það fylgir
þessari spá krata að út úr
kosningum komi síðan
„nýsköpunarstjórn“ með
aðild krata, komma og
Sjálfstæðismanna. Verður
fróðlcgt að sjá, hve sann-
spáir þeir eru í krataher-
búðunum.
varpsráði. Bjuggust flest-
ir við, að úrslit skoðana-
könnunarinnar yrðu hon-
um hagstæðari en raun
ber vitni.
Athygli vakti að nokk-
ur dráttur varð á því, að
listi Alþýðubandalagsins i
Reykjaneskjördæmi væri
birtur en skoðanakönnun
um skipan hans hafði
farið fram hjá kommum
í kjördæminu. Ástæða
frestunarinnar var spurn-
ingin um það, hvort Ólaf-
ur R. Einarsson, sagn-
fræðingur, sonur Einars
Olgeirssonar tæki sæti á
listanum eða ekki. Hann
lenti í sjötta sæti í um-
ræddri skoðanakönnun og
eftir nokkra umhugsun á-
kvað hann að hafna upp-
stillingu á listann. Ólafur
hefur verið nokkuð áber-
andi í starfi Alþýðubanda-
lagsins að undanförnu og
m.a. fulltrúi þess í út-
Eftir niðurstöður próf-
kjörs Sjálfstæðismanna í
Reykjavík liggur nokkurn
veginn ljóst fyrir hvern-
ig framboðslisti flokksins
verður við næstu alþing-
iskosningar. Albert Guð-
mundsson verður í efsta
sæti og röðin síðan ó-
breytt samkvæmt útkomu
í prófkjörinu. Nokkur ó-
vissa mun hins vegar
ríkja um skipan 8. og 9.
sætis. Ekki cr vitað, hvort
Pétur Sigurðsson gefur
kost á sér á listann né
heldur Geirþrúður Hildur
Bernhöft, sem verið hefur
varaþingmaður flokksins
um alllangt skeið og hafði
hug á að komast í aðal-
sæti nú.
inu liggja fyrir mörg
hundruð pantanir á ár-
gerð 1978. Sömu sögu er
að segja hjá mörgum öðr-
um umboðum. Hljóm-
flutningstæki er sú sölu-
vara, sem einna bezt hef-
ur gengið út undanfarið.
Maður utan af landi kom
í hljómplötubúð á dögun-
um og vildi fá tæki sem
kostuðu um 130 þúsund.
Hann hafði meðferðis 200
þúsund króna ávísun og
vildi leysa málið á auð-
veldan hátt — Plötur
fyrir afganginn, sagði
kappinn.
Algjört kaupæði hefur
ríkt í verzlunum höfuð-
borgarinnar að undan-
förnu og hafa menn verið
að verzla fyrir kaupupp-
bætur og umframfé, sem
allur almenningur virðist
hafa nú til ráðstöfunar í
meiri mæli en dæmi eru
um áður, að sögn verzl-
unarmanna. Bílaverzlun
hefur verið ótrúleg og
menn hafa komið og beð-
ið um bílinn á götuna
strax. Hjá Volvo-umboð-
Menn hafa verið að
reyna að spá í livaða
stéttir á vinnumarkaðn-
um hefðu hæstar tekjur
og hverju þær næmu í
upphæðum eftir síðustu
kauphækkanir. Það eru
ekki flugmenn eða for-
stjórar sem skipa efstu
sætin í þeirri upptaln-
ingu, sem við heyrðum
nýlega. Þar var læknir
efstur á blaði með um 2
milljónir í mánaðarlaun.
Staða forstöðumanns
landkynningarskrifstofu
íslands í New York hefur
verið laus um nokkurt
skeið. Heyrzt hefur að Jó-
hann Sigurðsson sem ver-
ið hefur forstjóri Flug-
leiða í London taki við
þeirri stöðu innan
skamms.
FV 11 1977
9