Frjáls verslun - 01.11.1977, Qupperneq 18
Upplýsingar fyrir ferðalanga:
Hvernig á að komast á milli
flugvallanna í Mew Vork-borg?
Ekki má ætla sér minna en klukkutíma frá IUanhattan
á Kennedy - flugvöll
Færri íslendingar hafa komið til New York en til flestra borga Vestur-Evrópu og það er algeng
spurning, hvernig komast eigi til og frá flugvellinum. New York er stór horg og furðu mörgu fólki
virðist standa ógn af henni. Margir vita ekki hvernig á að snúa sér í að komast inn í borgina, né
út úr henni aftur.
Til að létta þessu fólki ferða-
lögin verða hér gefnar helstu
ráðleggingar um hvernig kom-
ast á til eða frá flugvöllum
borgarinnar. Hér verður aðeins
sagt frá hvernig ferðast á til og
frá miðborginni, á Manhattan-
eyju.
LEGUBÍLAR INN í
BORGINA
Allir íslendingar, sem koma
til Bandaríkjanna með flugvél,
lenda á John F. Kennedy flug-
velli, sem staðsettur er á Long
Island. Þegar þangað kemur er
um tvennt að gera. Taka leigu-
bíl, þangað sem maður er að
fara, sem kostar 14 til 18 doll-
ara, auk 15% þjórfjár og 75
senta gjalds fyrir að aka um
Queens-Midtown Tunnel. Ekk-
ert gjald er fyrir að aka um
Queensboro brúna, en leigubíl-
stjórar eru oft tregir til að fara
um hana. Sama fargjald er fyr-
ir einn til fjóra farþega, þó að
sumir bílar taki ekki nema þrjá
farþega.
Stundum bjóða bílstjórar að
aka á tiltekinn stað. Því er rétt
að hafna og krefjast þess að
mælir sé í gangi. í New York á
aldrei að fara upp í leigubíl,
sem annar ókunnur farþegi er í
fyrir. Þetta er gert til dæmis í
Washington, en ber að varast
með öllu í New York
STRÆTISVAGNAR
Hin leiðin inn í borgina er að
taka Carey fólksflutningabíl,
sem kemur framhjá húsinu, þar
sem farþegar koma úr flugvél-
um, á 15 til 20 mínútna fresti.
Farið er 4 dollarar inn á East
Air Terminal á 38. götu og
fyrsta stræti. Þaðan þarf að'
taka leigubíl, sem kostar 2 til
3 dollara á flest hótel í mið-
borginni. Þar gildir einnig regl-
an um 15% þjórfé, til viðbótar
því, sem sýnt er á mælinum.
FARIÐ ÚR BORGINNI
mr
Þegar fólk vill fara úr borg-
inni, gilda sömu reglur, en er
aðeins snúið við. Augljóst er
af því sem að framan segir, að
ævinlega borgar sig að nota
leigubíl, ef fleiri en einn ferðast
saman .
Þegar farið er úr borginni er
rétt að hafa í huga að mörg
hótel hafa ferðir á flugvöllinn
og algengt að það kosti 6 til 7
dollara, sem kemur svipað út,
og að nota East Side Terminal
og Carey bílana, en ekki þarf
að skipta um bíl og bera tösk-
ur á milli. Spyrjið hótelið um
slíkar ferðir.
Tíminn sem það tekur að
komast á flugvöllinn er mjög
mismunandi eftir veðri og um-
ferð. Carey áætlar að ferðin
frá East Side Terminal til Kenn-
edy taki um 35 mínútur að jafn-
aði, en 50 mínútur á annatíma.
Bæta má nokkru við fyrir leigu-
bíla og aldrei skynsamlegt að
ætla sér minna en klukkutíma,
því að alltaf getur eitthvað orð-
ið til að tefja á leiðinni.
LA GUARDIA
Nú nota ekki allir Kennedy
flugvöll, sem þurfa að ferðast
um Bandaríkin. Mikið af innan-
landsflugi fer um La Guardia
flugvöll, sem einnig er á Long
Island. Leigubíll þangað kostar
8 til 10 dollara úr miðborginni,
auk gjalds ef ekið er um Tri-
boro brúna eða Midtown
Tunnel. Bílar frá hótelum kosta
um 5 dollara. Fargjald með
Carey vögnum frá East Side
Terminal er 3 dollarar og á-
ætlað að ferðin taki 20 til 30
mínútur
NEWARK FLUGVÖLLUR
Newark flugvöllur er í New
Jersey og mikið um innan-
landsflug þaðan. Strætisvagnar
aka frá Port Authority Bus
Terminal á áttunda stræti og
18
FV 11 1977