Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.11.1977, Qupperneq 22
60 ára Sovétstjórn Vísindi og efnahagslegur viðgangur — eftir fréttaritara APIM-fréttastofunnar — Á 60 ára tímabili sovét- stjórnar hefur hlutdeild Sovét- ríkjanna í iðnaðarframleiðslu hcimsins aukist úr 4% í 20%, sagði Vladimir Kirillin, vara- forsætisráðherra Sovétrkjanna og formaður vísinda- og tækni- nefndar sovéska ríkisins, í við- tali við Irinu Lunatsjarskaju, vísindafréttaritara APN. — Þetta er að sjálfsögðu mjög mikil aukning. Hér á eftir fara nokkrar töl- ur er sýna á hvaða stigi sovésk- ur iðnaður er í dag. Árið 1976 framleiddi landið 520 milljón tonn af olíu, þar með talið sam- þjappað gas, 712 milljón tonn af kolum, 145 milljón tonn af stáli og 92,3 milljón tonn af til- búnum áburði. Sovétríkin standa framar en Bandaríkin á þessum og fleiri sviðum. Þau framleiða t.d. 30% meira af olíu, 7% meira af kolum, 21% meira af stáli og 26% meira af tilbúnum áburði iheldur en Bandaríkin. Á síðustu tíu árum hefur efnahagsmáttur Sovét- ríkjanna tvöfaldast. Eitt höfuðverkefni okkar er að flýta vísinda- og tæknifram- þróuninni í landinu. VÍSINDI OG VÍSINDA- OG TÆKNIÞRÓUNIN Umfang rannsóknarstarfsemi í Sovétríkjunum má glöggt ráða af þeirri staðreynd, að við sov- éskar rannsóknarstöðvar og æðri menntastofnanir starfa 1.300.000 manns, þar með tald- ir prófessorar og aðrir kennar- ar. í Rússlandi á dögum keis- arans voru 300 vísindastofnanir að söfnum meðtöldum og við þær störfuðu rösklega 10 þús- und manns. Skipulag rannsókna í landi okkar einkennist af nánum tengslum milli rannsóknamið- stöðva annars vegar og hönn- unarskrifstofa og framleiðslu- deilda hins vegar. Nytsemi slíkrar samvinnu hefur sannast á síðustu árum, en hún flýtir mjög fyrir því að vísindalegar uppgötvanir séu teknar í notk un við framleiðsluna. Annað form náinnar sam- vinnu milli vísinda- og fram- leiðslu er einnig notað í vax- andi mæli, þ.e. vísinda- og fram- leiðslusamtök, sem sameina sér- hæfðar rannsóknarstofnanir og verksmiðjur undir einni stjórn. Þegar hafa verið stofnuð um 130 slík samtök. — Þetta samband hefur þegar borið ávöxt, heldur Kir- illin áfram. — Tökum sem dæmi Uralmasj vísinda- og framleiðslusamtökin, sem hafa búið til gröfu með 100 rúm- metra skóflu, Kirovverksmiðj- una í Leningrad, sem hefur smíðað 1.200.000 kwt túrbínu, o.s.frv. Vísindaframleiðslu og framleiðslusamtök framleiða nú meira en 30% af iðnaðarfram- leiðslu landsins. Mikill gaumur er gefinn þró- un svæða-iðnaðarsamsteypa. Þær eru oft staðsettar nálægt auðugum námusvæðum og miklum orkuauðlindum. Utan við Tjumen hefur t.d. risið upp samsteypa olíuvinnslustöðva og olíuhreinsunarstöðva. Keðjan „hráefni — fullunnin fram- leiðsla", felld inn í eitt heildar- kerfi, hefur mikla kosti, bæði frá efnahagslegu og tæknilegu sjónarmiði séð. — Við gerum okkur fullkom- lega grein fyrir því, að stríðan straum vísinda- og tæknifram- fara mun fíjótt þrjóta kraft, ef hann á ekljp upptök sín í stöð- ugum grundvallarrannsóknum, sagði Leonid Brézjnéf á 25. þingi sovéska kommúnista- flokksins. Auk héraða-rannsóknarmið- stöðva í sambandslýðveldunum, Síberíudeildar sovésku vísinda- akademíunnar og vísindastöðv- anna í Úral og á Kyrrahafs- ströndinni er verið að koma upp samsteypum sérhæfðra rannsóknarstofnana í Sovétríkj- unum, svo sem líffræðimiðstöð- inni í Pusjtsjino. í smíðum eru nýjar rannsóknarstofnanir, tölvumiðstöðvar og hönnunar- skrifstofur. Sovéskir eðlisfræðingar hafa með réttu unnið sér heimsfrægð fyrir rannsóknir sínar á sviði kjarnorkunnar. Rannsóknir á hagnýtingu kjarnorkunnar í friðsamlegum tilgangi hófust undir forustu vísindamannsins Igor Kurtsjatov og leiddu þær til þess að reist var utan við Moskvu fyrsta kjarnorkuver heims. Það var árið 1954. Síðan hafa nokkrar stórar kjarnorku- stöðvar verið reistar í landinu og aðrar eru í byggingu. HORFUR Á SVDOI ORKU- VINNSLU í SOVÉTRÍKJ- UNUM — Kjarnorkuver eru sérstak- lega hagkvæm á landsvæðum þar sem kol eða olíu er ekki að finna í jörðu. Af þessum sökum er smíði nýrra kjarnorkuvera fyrst og fremst áætluð í hinum iðnvædda Evrópuhluta lands- ins, þar sem efnafræðilegar orkulindir eru sjaldfundnar á staðnum. Verið er að reisa há- orkuver, Atommasj, í Volgo- donsk til þess að örva þróun kjarnorkunnar, segir vísinda- maðurinm. Varmaorkustöðvar, sem brenna venjulegu lífrænu elds- neyti, eru einn helsti orkugjaf- inn. Sovétríkin eiga auðugar kolanámur í landinu austan- verðu, m.a. Ekibastuz 'kola- námusvæðið í Kazakjstan og Kansk-Atsjinsk kolanámusvæð- ið í Síbiríu þar sem kol eru unnin í opinni námu. Ráðgert er að reisa þar stór orkuver. Hluti raforkunnar, sem þau munu framleiða, verður leiddu’- til miðsvæðis landsins með orkuflutningslínum. Lokið verð- ur við lagningu orkuflutnings- línu frá Ekibastuzsvæðinu á tímabili næstu fimm ára áætl- unar, hún verður um 2.400 km löng, 1,5/m volt dc. 22 FV 11 1977
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.