Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Side 35

Frjáls verslun - 01.11.1977, Side 35
Iftnverk Ókeypis alhliða byggingaþjónusta Iðnverk, eitt fyrirtækjanna í Norðurveri, veitir alhliða bygg- tngaþjónustu. íslcifur Runólfs- Son, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins keypti það fyrir þrem- ur árur.i, en upphaflega var 'það stofnað af nokkrum fram- leiðcndum . Iðnverk aflar tilboða fyrir húsbyggjendur, þeim að kostr.- aðarlausu, frá allt að 15 fyrir- tækjum, sem framleiða m.a. glugga, úti- og innihurðir, ofna, gler. einangrunarefni, hitakerfi, þakrennur og margt fleira. ísleifur sagði, að nokkuð hefði borið á því að sama fólk- ið ætti viðskipti við sig allt upp í tvö ár eða allt frá því að það fær fyrstu gluggana og þar til það fær sér innihurðirnar. Hann sagði ennfremur að þessi þjónusta væri töluvert mikið notuð bæði af byggingafélögum og einstaklingum, en margir Á skrifstcfu Iðnverks er goitt sýnishorn af framleiðslu fyrir- tækjanna. hefðu ekki áttað sig á, að þessi þjónusta er ókeypis fyrir hús- byggjendur. Enn fremur sjá framleiðendur um flutning á byggingastað, jafnvel þó fram- leiðslustaður sé ekki á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Austurver 11 ár eru síðan Austurver á Háaleitishraut var opnað. Fjölmargar verslanir og þjónustustofnan- ir cru har til húsa, og eiga allir sitt húsnæði sjálfir. Fyrirhugað er næsta sumar, að loka göngum á milli verslananna og gera þá aðlaðandi fyrir viðskiptavinina t.d. með hví að setja upp gosbrunna, bekki og einhverja aðstöðu fyrir börnin. Að jafnaði koma 4—5 þús manns til að vcrsla í Austurveri daglega. Fyrirhugað er að Ioka göngunii á milli verslananna í Austurveri og gera með hví umhverfið meira aðlaðandi fyrir viðskiptavini. Verslanirnar í Austurveri eru: Samvinnubankinn, útibú, Faldurinn prjónagarn, vefnað- arvörur og smávörur, Háaleitis- apctek bæði með lyf og snyrti- vörur, Sláturfélag Suðurlands, matvöruverslun, Skóvinnustofa, sem Sigurbjörn Þorgeirsson rekur, Ástund bóka- og sport- vöruverslun, Ncsití, grill- og smurbrauðsstofa, Vor, blóma- verslun, Hans Petersen, filmur, vélar og framköllunarþjónusta, Bakaríið Austurveri með brauð og kökur, og loks Rafha, sem er nýjasta fyrirtækið, en það selur eldavélar, sem kunnugt er. FV 11 1977 35

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.